Vikan - 26.05.1983, Page 17
f
Marjorie Franco
A fmælispeningar
Genevieve
Eftir meira en tíu ára sambúð
með Alexander hafði ég komist að
því að hjónabandið hékk saman á
göllunum. Um leið og maður gefur
jáyrði sitt verður maöur að
lofa því að vera ekki gallalaus.
Alger fullkomnun gæti gert mann
brjálaðan. Þá verð ég aö segja
fyrir mitt leyti að ófullkomleikinn
er langtum skárri, nema náttúr-
lega að hann gangi út í öfgar.
Alexander er haldinn einum
galla sem jaörar við aö vera á
mörkum öfganna. Og það sem
verra er, hann krefst þess að ég
taki þátt í þessu með honum.
Þetta heitir „áð skoöa skóginn” og
þessi árátta grípur hann á hverju
hausti. Venjulegu fólki finnst líka
gaman að skoða haustlaufin og
gerir það á ósköp eðlilegan hátt.
En ekki Alexander. Fyrir honum
er það „að skoða skóginn” athöfn
sem skal framkvæmd á nákvæm-
lega réttu augnabliki, hvorki of
seint né of snemma, á hátindi
dýröarinnar.
Til aö upplifa þetta augnablik
hikar hann ekki við að aflýsa
mikilvægum fundum og svíkja
gefin loforð til þess að geta ekið
upp í sveitir, upphafinn í andanum
í leit að hinni laufguðu fullkomn-
un. Þessi laufgaða fullkomnun
skapast við mismunandi aðstæð-
ur, á mismunandi stöðum og á
mismunandi tíma hverju sinni en í
október má segja aö við lifum
bara frá degi til dags.
Eftir því sem árin líða hefur
þetta færst meira og meira í
keppnisform þar sem Alexander
er annar keppandinn en laufin
hinn. Eins og í allri keppni eru
vissar reglur. Aðeins skóglendi í
sveitum koma til greina. Borgar-
laufin teljast einfaldlega ekki
meö. Ekki kemur heldur til greina
að skoða skóginn rétt áður eða rétt
eftir að hann er í mestum blóma.
Leiki þarna einhver vafi á má
leita til dómara, en dómari getur
hver sá verið sem býr á viðkom-
andi stað. Komiö hefur fyrir að
Alexander hafi stöðvað bílinn,
skrúfað niður rúöuna og spurt inn-
fæddan: „Hefur laufskrúðið hér
náð hámarki?” Kona nokkur sem
afgreiðir á bensínstöð í norður-
hluta Wisconsin lofaði að senda
honum póstkort þegar hámarks-
tíma væri náð.
Nú fór októbermánuður í hönd
og það kom á daginn aö okkur
bráðvantaði nýjan ísskáp. Húnn-
inn var dottinn af þeim gamla og í
marga daga hafði ég orðið að opna
hann með töng. Eg var orðin
býsna leikin í því. Við ræddum um
að láta gera við handfangið en
Alexander, skynsemdarmaöur-
inn,sagði: „Hvers vegna skyldum
við eyða fé í þennan gamla kassa.
Kaupum nýjan.” Ég var þessu
mjög fylgjandi. ísskápurinn
okkar, sem við höföum keypt
notaðan í byrjun búskapar, var
farinnaðfölna.
„Ég legg afmælispeningana í
fyrirtækið,” bauð ég. Afmælis-
peningarnir höfðu legið á vöxtum
síðan í júní. Mér hafði dottið í hug
að kaupa Meissner postulín í hvítu
og bláu eöa bláhvítt Delft postulín
en var ekki búin að ákveða neitt.
„Ertu viss, Genevieve?” sagði
Alexander þakklátur.
Mér finnst gaman að vera hag-
sýn. Heimurinn þarfnast meiri
hagsýni. „Þetta er þaö eina skyn-
samlega,” sagöi ég. „Afmælis-
peningar mínir eru stoltir af aö
taka þátt í framlaginu.” Hvað
viðvék öðru framlagi reyndum við
að spara á öllum sviðum nema
vasapeninga krakkanna. Þeir
tóku það ekki í mál. Barbara sagð-
ist ekki geta komist lengra í
sparnaði. „Til hvers þurfum við
nýjan ísskáp?” spuröi Bentley,
sem fannst gaman að opna með
tönginni. „Það er allt í lagi með
þennan.”
„Við þurfum nýjan vegna þess
að við, foreldrar ykkar, höfum
ákveðiöaösvo sé.”
Fyrir mörgum árum höfðum við
Alexander orðið ásátt um að ann-
ast öll meiriháttar innkaup sam-
an. ísskápur var greinilega meiri
háttar innkaup svo við lögðum af
stað saman blátæran laugardags-
morgun í október og stefndum á
heimilistækjadeildina í stóru
vöruhúsi. Alexander sá eitt lúxus-
módel og sagði: „Þessi er með
frystikistu líka.”
„Þá veröur hann dýrari.”
„Við kaupum ekki ísskáp á
hverjum degi,” sagði hann rólega.
Hann lagði höndina á öxl mér og
horfði á mig alvarlegum augum.
„Hvaö heldur þú að fólk kaupi oft
ísskáp á ævi sinni? — Kannski
þrisvar, ímesta. . .”
„Hugsum ekki um það, Alex-
ander,” sagði ég frekar þurrlega.
Var lítið hrifin af aö láta skipta
ævi minni niður eftir ísskápum.
„Við tökum þennan meö frysti-
kistunni.”
Þegar hér var komið voru þrír
afgreiðslumenn farnir að sveima í
kringum okkur. „Komum okkur
héðan,” hvíslaði Alexander. Hann
þolir ekki að láta ýta á eftir sér.
Hann getur þó verið snöggur ef
hraði hentar að hans eigin mati.
Við skoðuðum í búðir alla helg-
ina.
Á mánudagsnóttina dreymdi
mig ísskáp. Eg opnaði hann, það
var lúxusmódelið, og inni í honum
var, mér til skelfingar, lítið dýr
sem virtist steindautt. Ég staröi á
það og alveg óvænt sýndist mér
þaö draga andann. Ég tók það út,
hlýjaöi því og endurlífgaði.
Á mánudaginn kom Sue-Sue
Robinson til okkar í notaða
Mercedesbílnum sem hún ekur í
til að þóknast bónda sínum, sem
er bókstaflega ástfanginn af bíln-
um. Hann hafði keypt hann í sælu-
vímu og fórnað miklu til. Hann vill
að Sue-Sue keyri hann því hún ek-
ur betur en hann.
„Ég reyndi að hringja í þig í
gær,” sagði Sue-Sue. „Ég hélt
helst að þið Alexander væruð í
burtu að skoða skóginn.”
„Við vorum úti aö skoða ís-
skápa.”
, ,Keyptuð þið nokkurn ? ’ ’
„Ekki enn.”
„Það var heppilegt. Ég veit
hvar þeir eru á útsölu. ”
Ég steig inn í Mercedesinn og
villti þar með á mér heimildir.
Við Alexander eigum miðaldra
orkusparnaöarbíl. Meðan við ók-
um til næsta þorps sagði ég Sue-
Sue frá draumnum. Hún hefur
áhuga á draumum og drauma-
ráðningum. „Auðvitaö,” sagði
hún, „dýrið í draumi þínum tákn-
ar tilfinningalíf þitt. Ef því er
haldiö of lengi niðri við frostmark
lendir það í alvarlegum vandræð-
um. Ég held að undirvitundin sé
aö reyna aö segja þér eitthvað,
Genevieve.”
Draumurinn snerti ekkert til-
finningalíf mitt, en það var ég
frekar sátt viö. Til að særa ekki til-
finningar hennar sagöi ég: „Þetta
var góð ráðning hjá þér, Sue-Sue. ”
Hún beygði inn í miöbæ þorpsins
og ég sagði: „Væri þér sama þótt
við legðum bílnum svolítið frá
búðinni. Ég vil síður villa á mér
heimildir.”
Hún lagði bílnum fyrir framan
austurlenska forngripaverslun og
meðan ég var að láta mynt í mæl-
inn gekk hún að glugganum. Eg
hafði ekki áhuga á austurlenskum
forngripum. Ég var með hugann
við heimilistækjaverslunina þó
svo útsöluauglýsingarnar færu
svolítið í taugarnar á mér.
Ég gekk til Sue-Sue og horföi
kurteislega en jafnframt hálf-
óþolinmóð í gluggann. Allt í einu
kom ég auga á tvo innrammaða
kínverska platta úr brenndum leir
og féll fyrir þeim á stundinni. Þeir
voru hvítir, málaðir meö bláu og
myndefnið og hvert smáatriði í
fletinum stórkostlegt.
„Þeir eru dásamlegir,” sagði ég
dreymandi röddu.
„Þeir eru óvenjulegir,” sagöi
Sue-Sue. Hún hikaöi svolítiö.
„Viltu farainn?”
Ég átti í innri baráttu. „Nei,”
sagði ég og rak á dyr allar freist-
ingar. „Við erum hér til að skoða
ísskápa.” Heimurinn stendur og
fellur með hagsýna fólkinu.
Hún yppti öxlum og elti mig inn í
kælivéladeildina, en þar tók á
móti okkur horaður maöur í víö-
um fötum og fræddi okkur meira
um ísskápa en viö höfðum nokkra
löngun til að vita. Hann rétti mér
spjaldiö sitt, smekklega áprentaö,
og ég lofaði hátíðlega að koma aft-
ur um helgina meö Alexander.
Alexander spurði hvort útsalan
yrði fram að helgi.
„Síöasti dagurinn er mánu-
dagur.”
Ég hlakkaði til aö gefa tönginni
frí frá störfum.
Á föstudaginn kom póstkort frá
21. tbl. Vikan 17