Vikan - 26.05.1983, Side 21
Hvernig eru
fjölskylduböndin?
Álfheiður Steinþórsdóttir
sálfræðingur
Oft er talaö um að fjölskyldu-
bönd á íslandi séu sterkari en í ná-
grannalöndunum. Þaö er til dæm-
is alsiða hér á landi aö foreldrar
hýsi börn sín og fjölskyldur þeirra
ef þau eru húsnæðislaus eöa eru að
koma yfir sig þaki, oft árum sam-
an. Þegar svo er háttað skapast og
dýpka tilfinningatengsl milli
barna, foreldra og barnabarna og
um leiö verða ótal atvik til þess að
valda ágreiningi sem erfitt getur
verið að leysa. Ágreiningurinn
verður ekki síst vegna þess að for-
eldrar líta á fullorðinn son eða
dóttur sem barn sitt í föðurhúsum.
Þeir telja sig þurfa að leiðbeina
þeim og hugsa um velferö þeirra.
Sonur eða dóttir telja sig hins veg-
ar ekki þurfa á afskiptum að halda
og verjast að blanda foreldrunum
í líf sitt. Allir aðilar geta því orðiö
bitrir og sárir.
Hvað er að verða
fullorðinri?
Aöspurðir mundu margir
svara: „Auðvitað er ég fullorðinn.
Ég sé fyrir mér sjálfur, á böm sem
ég hugsa um og eigiö heimili. Ekki
hafa foreldrar mínir áhrif á
hvernig ég lifi mínu lífi.” Það er
von margra að sjálfstæði á full-
oröinsárum komi af sjálfu sér
vegna þess að þeir framkvæma
þaö sem ætlast er til að fullorðið
fólk geri.
Að verða fullorðinn í þeirri
merkingu að verða óháöur for-
eldrum sínum er þó mun flóknara
en svo vegna þess að tengsl for-
eldra og barna þeirra eru meðal
sterkustu tilfinningabanda sem til
eru. Það getur veriö erfitt að sjá
sinn eigin hlut í þeim samskiptum
vegna þess aö böndin sjást ekki og
samskipti foreldra og barna
þróast oft í ákveöinn farveg sem
þau eru sér ekki meövitandi um.
Tökum dæmi um samskipti for-
eldra og fulloröinna barna þeirra
þar sem sambandið hefur læst i
gömlu mynstri:
Gunnar hefur mikiö samband
við foreldra sína. Hann heimsækir
þá í hverri viku og talar daglega
viö þá. Þegar betur er að gáð eru
samtöl þeirra mjög á einn veg.
Gunnar segir foreldrunum frá
ráðagerðum sínum og samtölum
viö aðra á þann hátt að þeir
bregöast þegar í staö við með því
að gagnrýna hegðun hans og leið-
beina honum um hvernig réttara
væri að gera. Hann lætur þaö sem
vind um eyru þjóta og foreldrarnir
stynja yfir þessum erfiða unglingi
sem engu tauti verður við komið.
A sama hátt viðurkennir Gunnar
ekki þegar foreldrar hans gera til-
raunir til að breyta venjum sínum
og gagnrýnir þá óspart fyrir fata-
smekk eða annaö sem honum
finnst ekki hæfa fólki á þeirra
aldri. I samskiptamynstri sem er
læst á þennan hátt er Gunnar
alltaf unglingur í augum foreldra
sinna. Þeir gera þaö sem þeir geta
til að gera hann þægari,
Gunnar getur ekki hugsaö sér
foreldra sína öðruvísi en í gamla
daga og gagnrýnir harðlega alla
tilburði í nýja átt. Enginn efast
um sterk tilfinningabönd í þessari
fjölskyldu en samskiptamynstrið
festist greinilega á unglingsárum
Gunnars og hefur lítið þróast
síöan.
Hjá Siguröi og foreldrum hans
lítur dæmið öðruvísi út. Á ungl-
ingsárum Sigurðar átti hann í
miklum erjum við foreldra sína
sem honum fannst skilningslitlir
og tóku systur hans ætíð fram yfir.
Atökunum linnti ekki fyrr en hann
flutti að heiman. I dag sér hann
foreldra sína örsjaldan og ekki
nema hann neyðist til, svo sem á
stórafmælum og við jaröarfarir. I
byrjun reyndu foreldrar hans að
bjóða honum heim og hringja 1
hann, en nú hafa þeir gefist upp
því Sigurður er svo neikvæður. Þó
svo að hann fái oft sektarkennd
vegna framkomu sinnar veit hann
ekki um neinar leiðir sem gætu
breytt þessu. Hann viröist halda
að unglingastríðið muni byrja að
nýju ef hann nálgast foreldra sína
aftur.
Unginn sem aldrei
flaug langt. . .
Samband Sigurðar við fjöl-
skyldu sína virðist ef til vill öfga-
kennt. Öfgar í hina áttina má finna
í fjölskyldu Jóhönnu. Hún hringir á
hverjum degi í móður sína, ýmist
til aö fá góð ráð við heimilishald
og barnauppeldi eöa að segja
henni frá því sem hún hefur heyrt
eða séö síðan í gær. Ef Jóhanna
hringir ekki verður móðir hennar
óróleg og hefur sjálf samband við
hana. Á hverjum sunnudegi fer
Jóhanna meö fjölskyldu sína til
foreldranna í heimsókn, jafnvel þó
hana langi ekki alltaf til þess. Hún
vill ekki særa foreldra sína með aö
afboða heimsóknina. Þegar hún
20 Vikan 21. tbl.
hefur gert tilburði 1 þá átt hefur
hún heyrt aö þeir hafa veriö von-
sviknir og leiðir. Aldrei mundi
Jóhanna taka stórar ákvaröanir í
lífi sinu nema bera þær undir for-
eldra sína og fá samþykki þeirra.
Þaö er augljóst aö Jóhanna er
mjög háð foreldrum sínum og þeir
henni. Þaö er oft erfitt aö skilja á
milli hvaö er eölilegt tilfinninga-
legt samband og hvaö óeðlilegt.
Ein vísbending er aö kanna hvort
sambandiö einkennist af áráttu.
Með því er átt við hvort sam-
bandið sé hlaðiö kröfum á báða
bóga: „Þú veröur aö hringja eöa
koma á hverjum degi, annars verð
ég leið og reið” eða „Ef ég ber
þetta ekki undir mömmu verð ég
óörugg og geri einhverja vit-
leysu”. Smám saman verður
samningurinn mjög skoröaöur og
erfitt að víkja frá honum.
Sjaldnast er fólk sér meðvitandi
um slíkan samning og hann
verður ekki vandamál fyrr en ósk
kemur um aö breyta honum.
Aö vera svo háður foreldrum
sínum á fulloröinsárum á sér
ýmsar orsakir. Ef til vill hafa for-
eldrarnir sjálfir verið kvíðafullir
og óöruggir þegar barniö var að
vaxa úr grasi. Þeir hafa ekki
þorað að treysta því og láta það
reyna sig sjálft heldur verndað
þaö um of. A fullorðinsárum getur
þá hugsunin um að lifa sjálfstæöu
jífi veriö allt of ógnandi og gert
viðkomandi kvíðafullan. Þá er
betra að sleppa ekki hendi af for-
eldrum sem vilja hjálpa og styöja.
En þaö er einnig auövelt að
verða háður foreldrum sem eru
mjög ráðríkir og krefjandi. Slíkir
foreldrar viðurkenna ekki
sjálfstæði barna sinna og gera þau
kvíðafull viö aö taka eigin ákvarð-
anir. Þegar óskin um að breyta
sambandinu verður ofan á 1
slíkum fjölskyldum er þaö oftast
sonur eða dóttir sem tekur frum-
kvæðiö.
Algengt deiluefni
í hjónaböndum
Omeðvitaöar reglur 1 sam-
skiptum viö foreldra koma oft
fyrst til tals þegar stofnað er til
sambúðar. Þá kemur gjarnan upp
ágreiningur um hvernig sam-
skiptum við eigin fjölskyldu og
tengdafjölskyldu skuli háttað. Þaö
sem öðrum finnst eölilegt finnst
hinum allt of mikiö. Sérstaklega a
þetta við um fjölskyldutengsl sem
hafa læst í ákveönu mynstri sem
haldið er við eftir að ný fjölskylda
hefur verið stofnuö. Nýi makinn
fær til dæmis gjarnan hlutverk í
tengdafjölskyldunni sem hann
hefur ekki sjálfur ákveðiö og
sættir sig ekki við. Tengdafólkiö
veröur gagnrýnið á hann og finnst
hann „spilla” sínu barni. Hjónin
deila um hvort hafi rétt fyrir sér
um foreldrana. Tengdasonurinn
gagnrýnir ráöríki og afskiptasemi
en dóttirin ver foreldrana fyrir þvi
sem henni finnst óréttlát gagn-
rýni. Henni finnst hún vera milli
steins og sleggju því gagnrýni
hefur oft vaknað hjá henni sjálfri í
garð foreldranna og henni finnst
þeir sýna makanum of litla tillits-
semi. Ef þannig er af stað fariö
getur orðið um áralanga baráttu
aö ræða þar til tilfinningalegu
sjálfstæði er náð. Fyrsta skrefið
er aö sjá aö gera þarf
málamiðlun.
Aðbreyta
fjölskyldutengslum
Aö breyta hlutverki sínu 1 fjöl-
skyldunni er einn erfiöasti hjailinn
á braut hvers og eins til fulloröins-
ára. Sú breyting tekur yfirleitt
mörg ár. Sumir ná aldrei svo
langt. Fæstir ná teljandi árangri
fyrr en um þrítugt. Ein ástæöan er
sú að flestir dvelja 1 foreldra-
húsum fram yfir tvítugt. Þo svo aö
einstaklingurinn flytji að heiman
um og eftir tvítugt eimir enn eftir
af sjálfstæöisbaráttu unglings-
áranna fyrstu árin á eftir. Þess
vegna getur veriö erfitt aö sja for-
eldrana í nýju ljósi. Margir velja a
þessum árum að fjarlægjast for-
eldrana timabundið. Oft er slikur
aðskilnaöur eðlilegur vegna náms
eða starfs í fjarlægum byggöar-
lögum eöa öðrum löndum. Slik
fjarvera getur haft góö ahrif a alla
aðila, bæöi á þann sem fer og lærir
að lifa sjálfstæðu lifi og treysta á
sjálfan sig en einnig á foreldrana
sem sjá að barniö þeirra ræöur við
sitt líf.
Annað stórt skref 1 sjalfstæöis-
att fyrir marga er að veröa sjalfir
foreldrar. Þa veröur auðveldara
en áður að setja sig 1 spor for-
eldranna og skilja þær ahyggjur
sem þeir höfðu. Ekki sist gerir
fólk sér þa grein fyrir að foreldrar
eru aldrei alvitrir eöa geta gert
allt fyrir barn sitt.
Þegar tilfinningalegu sjálfstæöi
er náö getur sonur eöa dóttir litiö a
foreldra sína sem einstaklinga
með sínar sterku og veiku hliðar
— ekki bara sem pabba og
mömmu. Þegar hægt er aö sja for-
eldra sína í þessu ljósi verður auð-
veldara að fyrirgefa gamlar
syndir og sjá að þeir gerðu eflaust
þaö sem þeir gátu til að vera góðir
foreldrar. Slíku uppgjöri eða inn-
sæi fylgir mikill léttir og samband
foreldra og fullorðinna barna
tekur nýja stefnu. Það verður nan-
ara og hlýrra þegar enginn þarf
lengur aö vera í vörn en þaö
verður oft aö sama skapi fjar-
lægara þegar neikvæð afskipti
svo sem gagnrýni og óþarfa af-
skipti minnka.
21. tbl. Vikan 21