Vikan


Vikan - 26.05.1983, Side 23

Vikan - 26.05.1983, Side 23
' aarðinn binn? Sáðmaðurínn Það er sá sem ekki má sjá fræ- pakka án þess að kaupa hann en gleymir svo að lesa leiðarvísinn og lætur fræin bara fjúka um aiit og verð- ur steinhissa þegar biómin iáta á sér standa. Kraftaverka- stigið Fólk á þessu stigi er ekkert sér- staklega hrifið af þeirri erfiðisvinnu sem fyigir garðyrkju, það hefur ekkert á móti steinsteyptum svæðum og tii- búnum pottum. En heist af öllu vildi það eiga sér garð sem hægt væri að blása upp eins og vindsæng. Bæk/inga- b/óminn Þessi hangir yfir bæklingum daga og nætur, dáist að öllum fallegu litunum á blómunum og fylgist vel með tískusveiflum í blómatísku, gall- inn er bara sá að hann pantar aldrei neitt. Þekkirðu sjá/fan þig á lýsingunni? Sáðmaðurinn. Hann getur talsvert lært af bókunum sem mið- næturskipuleggjarinn hefur með sér í rúmiö. Það er kannski ekki eins kostnaðarsamt að kaupa fræ eins og hálfvaxnar plöntur eða sprota en það útheimtir jafnvel enn meiri fyrirhöfn að koma fræj- um til en tilbúnum plöntunum. Maöur verður aö þekkja jaröveg- inn og eigin tíma, það þarf að vökva og bera á og þeir sem halda aö nóg sé aö láta fræin falla í jörð hafa sjaldan rétt fyrir sér. Kraftaverkastigið. Sá sem er á því stigi er sannarlega heppinn að vera fæddur á okkar dögum. Þetta stig er nefnilega tiltölulega auð- velt viðfangs. Þaö er hægt að kaupa fallegar plöntur tilbúnar í pottum en það verður auövitað að muna að vökva þær. Og stein- steyptir garðar, ja, það er viðráðanlegt líka. Ef þið kaupiö tilbúnar uppkomnar tré- eða blómplöntur í pottum er bara að fara eftir þeim einföldu fyrir- mælum sem gefin eru i gróðurhúsunum sem selja þetta. Svo eru þeir sem eru á þessu stigi yfirleitt svo nýjungagjarnir aö þeir láta sér fátt um finnast ef illa tekst til og fá sér bara nýja potta. Bæklingablóminn. Einhvern tíma kemur að því að blóma- draumarnir þínir komast í fram- kvæmd því áhuginn er fyrir hendi þó enn hafi atorkuna vantaö. Ef til vill veröur þaö samanburöurinn við garö nágrannans sem ýtir þér af staö en fyrst verðuröu líklega að ganga í gegnuin miönætur- skipulagningarstigiö. 21. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.