Vikan


Vikan - 17.05.1984, Side 17

Vikan - 17.05.1984, Side 17
15 Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt Einkaréttur á fslandi: Vikan Einhverf um börnum má bjarga Einhverf börn þarf ekki að afskrifa sem vonlaus tilfelli. Flest þeirra má lokka út úr á- skapaðri einangrun þeirra og sambandsleysi og fá þau til þess að hegða sér eðlilega. Þetta fullyrðir Niko Tinbergen, breskur sjúkdómagreinir, sem hlotið hefur nóbels- verðlaun og orðiö heimsfrægur af rannsókn- um sínum á atferli dýra. Síöari árin hefur hann sökkt sér í rannsóknir á því dularfulla fyrirbrigði sem kallað er einhverfa. I nýtút- kominni bók, Einhverf börn, nýjar vonir um bata, dregur hann ásamt eiginkonu sinni, Elísabetu, saman það sem þau hafa komist næst. Bókin er full vonar og bjartsýni sem er óvenjulegt innlegg í ritað mál um einhverfu. Einhverft barn skortir hæfileikann til aö blanda geði við þá sem umgangast það — for- eldra, systkini, félaga — talar sjaldan eða aldrei og dregur sig inn í skel sína, inn í „tóm- an kastala” svo að notuö sé lýsing sál- fræðingsins Bruno Bettelheims. Nokkur börn eru talin einhverf frá fæðingu. Hjá öðrum byrjar þessi óheillabreyting ein- hvern tíma á fyrstu 30 mánuðunum. Ef áfram þróast til nins verra getur einhverfur ein- staklingur orðið algjörlega háður öðrum alla sína ævi. Bettelheim skýrir einhverfu þannig að hún sé venjulega til komin af röngu uppeldi og til- finningakulda foreldranna. Innan lækna- skólanna ríkir hins vegar sú skoðun að or- sökin sé líffræðilegur galli, heilasjúkdómur sem erfitt eöa ómögulegt sé að lækna. I 75% tilvikum eru batahorfur taldar litlar. Einhverfu var fyrst lýst fyrir 40 árum. Af því skyldu menn þó ekki ætla að einhverf börn hafi ekki verið til fyrir þann tíma. En Tinbergen-hjónin telja líklegt að þeim hafi fjölgað á síðustu áratugum, einkum á Vestur- löndum. Tinbergen hafnar báðum orsakaskýring- unum. Hann hefur ekki séð neinar haldbærar sannanir þess að líffræðilegur galli, erfða- fenginn eða áskapaöur, geti verið ástæða ein- hverfu. Erfðafrumurnar gætu kannski valdið meira tilfinninganæmi og viðkvæmni en al- gengast er. Ösjaldan sýna einhverf börn merki um list- ræna hæfileika. Samkvæmt kenningum Tin- bergens eru þau oft óvanalega góðum gáfum gædd á ákveðnum sviöum. Hann telur að þaö sem leiðir þessi börn afvega séu margvísleg- ar staðreyndir í umhverfi þeirra. Oft má eitthvað við þessum aðstæðum gera og þar með hindra hnignun eða snúa þróuninni alveg við. Barnasálfræöingar og aðrir sérfræðingar eru oft svartsýnir á að lækna megi einhverfu en Tinbergen kennir því um að þeir fái sjaldn- ast að sjá annað en alvarlegustu tilfellin. Sjálfur vogar hann sér að fullyrða að þúsundir einhverfra barna séu læknuð áður en þau leiðast of langt inn í einhverfuna. Þakkar hann það umhyggju foreldranna og næmi á hvaö ami að börnum þeirra. I stórum dráttum telur Tinbergen aö meðferðin, lækningin, sé á valdi foreldranna og þá sérdeilis móðurinnar. Þannig verði ráðist að rótum meinsins, vöntun tilfinninga- legra og félagslegra tengsla móöur og barns. Þegar Tinbergen-hjónin rannsökuðu for- sögu einhverfra barna fundu þau oft áþekka þætti í ytri aöstæöum, svo oft að ástæða var til að ætla aö þeir yllu hættu á einhverfu, ekki kannski hver fyrir sig en þegar saman fóru margir þeirra. Fyrst má rekja ýmsa þætti til meðgöngu- tímans. Nokkrir þeirra eru af líffræðilegum toga. Þaö er vitað að einhverfa er algengari hjá börnum þeirra mæðra sem fengið hafa rauöa hunda á meðgöngutímanum. Má vera að það tengist því aö mörg slík börn fæðast heyrnardauf, eöa talin svo. Aðrar hættur steðja einnig aö heilbrigðri fósturmyndun, eins og reykingar móður, fjörefnaskortur og sitthvað annað í neysluvenjum móðurinnar. Annað, sem menn vita enn minna um, lýtur aö sálrænu ásigkomulagi móðurinnar. Streita, þunglyndi, jafnvel kvíði fyrir móður- hlutverkinu, gæti haft skaðleg áhrif á fóstrið. Nýfætt barn er í stuttu máli sagt alls ekki „óskrifað blað”. I móðurkviði hefur það þeg- ar markast af umhverfisáhrifum. Fæðingin getur haft örlagarík áhrif á barn. Gangi fæðingin erfiðlega getur þaö mætt á barninu. Tangarfæðing er sjálfsagt reynsla sem getur markaö spor á sál hvítvoöungsins. Deyfilyfin, sem móðirin fær meira eða minna reglulega, gera að verkum að hún og barnið eru í vímu stutta stund fyrir fæðinguna. Fyrstu mínúturnar, kannski sekúndurnar, geta skipt óskaplega miklu um tengsl móður og barns. Ef þau takast ekki fljótt getur brugðið til beggja vona. I flestum tilvikum má ráða bót á því en ekki alltaf. Sjúkrahúslega móöur eða barns getur dregiö úr hæfileikum þeirra til að samlagast. Mörg einhverf börn, sem Tinbergen-hjónin rannsökuðu, höfðu fljótt fengið nýjan bróður eöa systur. Má álykta að það hafi verið erfitt fyrir þau að sjá athygli móðurinnar einskorð- um hríð við nýja barnið. Heimilisflutningar á fyrstu viðkvæmu æviárunum geta verið óheppilegir, einkan- lega ef eitthvað annaö mæðir á foreldrunum um leið og ef barnið hefur ekki veriö almenni- lega búið undir það. Ferðalög geta haft trufl- andi áhrif á börn, ókunnugir staðir í sífellu, ókunnug andlit, kannski framandi mál. Tinbergen mælir einnig gegn sunnudags- bíltúrnum. Maður á ekki að dragast um með smábörn og íþyngja þeim meö of víðum sjóndeildarhring í einu. Skelfingarandartak er ekki óalgengt í fortíð einhverfra. Tveggja ára barn varð einhverft eftir að hafa dottiö í sjóinn. „Óeðlilegar” samfélagsaðstæöur eru algengar í forsögu einhverfra. Það þarf ekki að vera annað en aö ung húsmóðir sé nauöbeygö til aö sitja löngum ein og yfirgefin meö ungbarn sitt í íbúðíháhýsi. Framkoma foreldranna, einkanlega móöurinnar, veldur miklu. Þaö væri óvísindalegt og ábyrgöarlaust aö loka augun- um fyrir því, segir Tinbergen. Þarna er ekki talað um sök heldur nokkuð sem foreldrarnir sjálfir ráða ekki við. Samkvæmt því sem Tin- bergen segir er mikið vandamál að margar ungar mæður hafa enga reynslu í meðhöndlun ungbarna. Það var öðruvísi áöur, þegar fólk ólst upp í stærri fjölskyldum eöa sambýli. Ekkert nokkurra vikna námskeiö getur komiö í stað þess sem fólki læröist áöur á 15 æsku- árum. Öryggisleysi og skortur á sjálfstrausti móðurinnar getur hrætt barniö. Tinbergen leggur mikla áherslu á að ungbörn skynji meira en menn áöur töldu. Konur, sem starfa utan heimilis allt fram til þess að þær eru komnar á steypirinn, geta átt erfitt meö að aðlaga sig því aö sitja bundnar einar heima yfir hvítvoðungi. Þaö getur raskað tengslunum milli móður og barns. Mikilvægast er að hafa börn á brjósti. Veröi aö gefa þeim mjólk í pela ætti athöfnin að líkja í sem flestu eftir brjóstagjöf — hvernig haldið er á barninu, andlit snertir andlit, húð við húö — allt það skiptir máli. Þegar báðir foreldrar vinna störf sem kref j- ast mikils er ætíð hætta á því aö barninu sé ekki sinnt eins og þörfin krefur, aö mati Tinbergen. Vel menntaðar konur lenda oft í kvölinni með völina — starfsframinn eöa fjöl- skyldan. Tinbergen varar menn við að hafa of mik- inn metnað í barnauppeldi. Glaövært og rólegt andrúmsloft er best. Nokkur agi og reglur eru þó nauösyn. Börn þrífast ekki í ringulreið og óreglusömu heimilishaldi. Miklar vonir og ósanngjarnar kröfur til barna standa þeim fyrir þroska og bitna á hug- myndaflugi þeirra og sjálfstæði, auka hættuna á einhverfu. Niko Tinbergen kallar einhverfu menningarsjúkdóm. Samkeppnin, lífsgæða- kapphlaupið og allt sem því fylgir kemur ekki aðeins niður á náttúruauölindunum og hinu lífræna umhverfi. Það hefur einnig átt sér stað „sálræn og geðræn” umhverfismengun og kemur ekki síst niður á börnunum — fullyröir hann. Röskunin hjá þeim getur veriö svo mikil að þau geti ekki aðlagast kringum- stæöum og líöi því í staðinn inn í tóman einmanaleika einhverfunnar. i m 20. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.