Vikan


Vikan - 17.05.1984, Síða 27

Vikan - 17.05.1984, Síða 27
fimmkall en setti hann ekki í hólf- iö. Hann gat ekki staðið í þessum glerklefa og heyrt rödd hennar hljóma til sín frá fortíðinni. Hann kom kófsveittur úr klefanum. Hann settist viö barinn og studdi olnbogunum á barborðiö. Það var enginn við barinn. Bar- þjónninn hnitaði hringa í kringum hann eins og hrægammur. „Hvað er það?” sagði hann lokkandi. „Mér virðist þig vanta í glas, vinur.” Beggs leit upp. „Hvaö varð um Mike?” spurði hann. „Hannhvern?” „Ég — ég ætla að fá viskí.” Glasiö stóð fyrir framan hann, hann borgaði og ró féll yfir báða. Barþjónninn sagði: „Áttu viö Mike Duram sem átti barinn einu sinni?” „Já.” „í moldinni,” sagöi maðurinn og benti niður á við meö þumalfingrinum. „Fyrir svona tíu árum. Þaö hafa fjórir átt staðinn eftir það. Varstu vinur Mikes?” „Ég þekkti hann,” sagöi Beggs. „Fyrir löngu.” Hann drakk úr glasinu og áfengið sprakk í höfði hans eins og sprengja. Hann hóst- aði, kokaði og næstum datt niður á borðiö. Barþjónninn formælti og náði í vatnsglas. „Ertu að reyna aö segja að þaö sé eitthvað athugavert viö viskíiö mitt?”sagði hann. „Það er langt síöan ég fékk mér íglas.” „Eins og ég trúi því.” Hann fór sár í burtu. Beggs tók fyrir andlitið. Einhver kom við bakið á honum og hann leit við og sá ódýru perlufestina og grannan hálsinn ofan við flegiö hálsmálið. „Ertu meö kvef, gamli ? ’ ’ „Nei,” sagði hann. Hún kom og settist hjá honum, ung, föl og falleg.” Ég er ekki vanur að drekka,” sagði hann. „Þoli það ekki lengur.” „Þú þarft aö æfa þig,” sagöi hún brosandi. Þá skildi hann fyrst að þetta voru ekki venjuleg gæði, stúlkan vann þarna. Hann tók í haldið á ferðatöskunni. „Rólegur, pabbi. Það flýgur enginn vængja- laus.” „Égskil þig ekki.” „Fáöu þér í annað glas. Það veröur betra núna.” „Það held ég ekki.” „Kauptu það bara, ef þér finnst það vont skal ég drekka úr því fyrir þig. Þetta er gulltryggt. Þú færð gullið bara ekki til baka.” Hún hló glaðlega. Hann ætlaöi að neita en vildi ekki sjá brosið hverfa þó aö hann vissi að þaö var uppgerð ein. „Þá það,” sagöi hann rámur. Barþjónninn birtist aftur. Hann setti tvö barmafull glös fyrir framan þau, sýndi Beggs flöskuna og fór. Grannir fingur stúlkunnar luktust um glasiö og hún lyfti því. „Skál,”sagðihún. Seinna glasiö var skárra og áfengið rann ljúflegar niöur. Hann slakaði ekki á en þaö var auðveld- ara að lifa. Nú mundi hann hvernig það var að drekka. Hann leit feimnislega á stúlkuna og hún klappaði á öxl hans. „Góður karl,” sagði hún elskulega. „Voöa fallegthvítt hár.” „Þú drekkur ekki neitt,” sagði hann. „Ég vil heldur blanda það með gosi. Gætum við ekki sest viö borð?” Beggs leit á barþjóninn sem var að þurrka hinn enda borðsins. „Því ekki þaö?” Hann tók upp töskuna og fór af stólnum. Hann fann varla fyrir gólfinu þegar hann stóð á því. Hann hló. „Hvaö erað? Égerallur dofinn.” Hún flissaði og leit á töskuna. Svo tók hún undir handlegg hans. „Guð, hvaö þú ert sætur,” sagði hún. „Mikið er ég fegin að þú komst.” Hann var í fangelsinu og hann verkjaði í hvern lim. Hann hvíldi þreytt höfuðið á borðinu og vörð- urinn hristi hann allan. „Vaknaðu, góði.” „Ha, hvað?” sagði Beggs og leit upp. Hann hélt enn utan um glas, en það var tómt. „Vaknaðu,” sagði barþjónn- inn.” Þetta er ekkert hótel. Ég er aðfaraaöloka.” „Hvað er klukkan?” Hann rétti úr sér og þaö klingdi fyrir eyrum hans. Það var eins og tungan væri límd við góminn. „Ég hef víst sofnað,” sagði hann. „Rúmlega eitt,” sagði bar- þjónninn. „Farðuheim.” Beggs leit í básinn. Þar var enginn. Hann fálmaöi eftir tösk- unni en greip í tómt. „Taskan mín,” sagöi hann rólega. „Hvað?” „Taskan mín. Ég hef kannski skilið hana eftir við bar- inn...” Hann skjögraði að stólun- um. „Sástu hana ekki?” „Heyrðu, góði. . . ” „Taskan mín,” sagði Beggs og horfði á manninn. „Skiluröu ekki að ég vil fá töskuna mína? ” „Ég sá enga tösku. Ertu aö ásakamigum. . .? „Stelpansemvannhérna. . . ” „Það vinnur engin stelpa hérna. Hvers konar staöur held- urðu aöþettasé?” Beggs lagði hendurnar á axlir mannsins. „Enga vitleysu,” sagöi hann. „Eg er gamall maöur. Hvar er taskan? Hvarerstelpan?” „Ég ætla að segja það einu sinni enn,” sagöi barþjónninn og hristi hann af sér. „Ég sá enga helvítis tösku. Og hér vinnur engin stelpa. Það er þitt mál ef einhver rændi þig” „Lygari!” Beggs henti sér á manninn en hitti ekki og maöurinn gekk á brott. Hann elti hann og maðurinn sagði eitthvað andstyggilegt. Beggs byrjaöi aö kjökra og maöurinn sagði: „Nú er ég búinn að fá nóg.” Hann tók frakkann hans af henginu og henti í hann. Beggs æpti en barþjónninn ýtti honum út. Hann skellti á eftir sér og Beggs lamdi aðeins einu sinni á huröina. Svo stóö hann á gangstéttinni og fór í frakkann. Hann var með brotnar og ónýtar sígarettur í vasanum. Hann henti þeim í götu- ræsið. Svo fór hann. Hann mundi eftir stigunum. Það hafði verið auövelt að stökkva upp á þriðju hæö þegar hann var ungur og nýkvæntur og Edith beið uppi. Erfiðara þegar hann hafði drukkiö á barnum hans Mikes eftir atvinnuleysið. Núna voru þeir endalausir eins og að klífa Mount Everest. Hann másaöi þegar hann kom að dyrunum. Hann barði og eftir skamma stund kom kona sem heföi getað verið móöir Edith til dyra. Þetta var Edith. Hún starði á hann og strauk gulgrátt hárið frá enninu. Hann var ekki viss um að hún þekkti sig svo aö hann sagði: „Þetta er Harry, Edith.” „Harry?” „Ég veit aö það er áliðiö,” tautaði hann. „Þeir slepptu mér í dag. Má ég kannski koma inn? ” „Almáttugur.” Edith hreyföi sig ekki í þrjátíu sekúndur. Hann vissi ekki hvort hann átti aö koma við hana eða ekki. Hann tvísteig og vætti þurrar varirnar. „Ég er svo þyrstur,” sagði hann. „Gæti ég fengið vatns- sopa?” Hún hleypti honum inn. Það var allt slökkt en konan hans kveikti á lampa. Hún fór fram í eldhús og sótti vatn í glas. Hann settist áður en hann drakk úr því. Hann rétti henni tómt glasiö, brosti feimnislega og sagöi: „Ég var sko þyrstur.” „Hvað viltu, Harry? ” „Ekkert,” sagði hann lágt. „Ég færi ekki fram á meira en glas af vatni frá þér. Fæ það víst heldur ekki.” Hún hörfaöi frá honum og strauk yfir hárið. „Það er agalegt aö sjá mig. Hvers vegna léstu mig ekki vita?” „Það er víst best að ég fari, Edith,”sagöihann. „Hvert?” „Ég hef ekki hugsað um það,” sagði Beggs. „Hefurðu ekkert athvarf? ” „Nei.” Hún fór með tóma glasið fram í eldhús, stóð svo í gættinni og hallaði sér að dyrakarminum. „Þú getur veriö hér,” sagði hún hljómlausri röddu. „Eg hendi þér ekki út ef þú hefur engan stað að vera á. Þú getur sofið á sófan- um. Viltu það, Harry?” Hann strauk yfir púöann. „Ég vildi heldur sofa á þessum sófa en í höll,” sagöi hann dræmt. Hann leit á hana og sá að hún tárfelldi. „Æ, Edith,” sagði hann. „Vertu ekki aö hugsa um mig.” Hann reis á fætur og tók utan umhana. „Má ég vera? Ekki bara í nótt?” Hún kinkaði kolli. Beggs faðmaði hana aö sér eins og unglingur. Edith sá víst hvað þetta var heimskulegt því aö hún flissaði og þurrkaði af sér tárin. „Veistu hvað ég er gömul, Harry?”sagði hún. „Sama ermér. . . ” „Ég á uppkomna dóttur. Þú hefur aldrei séð dóttur okkar, Harry.” Hún sleit sig lausa og fór að annarri hurð, barði þar og rödd hennar skalf þegar hún sagöi: „Þú hefur aldrei séð Angelu, Harry. Hún var nýfædd þegar — Angela! Angela vaknaöu!” Andartaki seinna opnuðust dyrnar og geispandi stúlka kom í gættina. Hún var lagleg en reiði- leg. „Hvaða læti eru þetta?” spurði hún. „Ég vil að þú hittir vissan mann, Angela.” Edith spennti greipar og leit á Beggs. Beggs brosti kjánalega til stúlkunnar, en brosiö dó á vörum hans. Edith sá það og stundi af vonbrigðum. Þau horfðust í augu, gamli maðurinn og stúlkan, og Angela fitlaði óstyrk við ódýru hvítu perlufestina sem enn var um háls hennar. i m 20. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.