Vikan


Vikan - 17.05.1984, Side 40

Vikan - 17.05.1984, Side 40
1S Fimm mínútur með Willy Breinholst Vandasamt verkefni Jeffries haföi orðið undir gufu- knúnum götuvaltara og flast út rétt eins og pönnukaka. Nú kom til kasta þeirra á litlu lögreglustöð- inni í bænum að tilkynna veslings frú Jeffries sorgarfréttirnar. — Þetta er verkefni fyrir þig, Jerry, sagði Marshall yfir- lögregluþjónn í skipunarrómi. Jerry var sá þeirra á stöðinni sem liöugast hafði málbeinið og þess vegna hélt yfirlögregluþjónninn að hann væri kjörinn til að leysa þetta litla vandamál sem þeir stóðu frammi fyrir. Jerry greip símann og valdi símanúmeriö hans Jeffries. — Frú Jeffries? Þetta er Barker lögregluþjónn. Eg hef fréttir að færa, frú Jeffries. Þú veist, stóri gufuknúni valtarinn sem vinnur á aðalvegi númer 67. Já, einmitt, tuttugu og fimm tonna. Maðurinn þinn lenti undir honum um daginn. Gerðist eitthvað með hann? O-já, ég held nú það! Hann flattist út eins og pönnukaka svo við gætum bara sent þér hannípósti! Jerry lagði á, ánægður með sig. Hann hafði komið skilaboðunum um hina skyndilegu ferö Jeffries á fund feöranna á framfæri þannig að það fór ekki á milli mála viö hvað var átt — og hann hafði líka munað þau óskrifuðu lög vel að maður má aldrei nefna orðið dauði við þá sem eftir lifa. CROSS-penninn veitir varanlega ánægju og jafnvægi þegar þú skrifar. MIKIÐ URVAL Verslanir: I lallarmúla 2 s. 83211 Laugavegi 84 HaJ'narsiræii 18 Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 1 3271 40 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.