Vikan


Vikan - 23.08.1984, Blaðsíða 47

Vikan - 23.08.1984, Blaðsíða 47
annað upp á hæðina í átt til þeirra. Hún gaf Slattery hornauga. Hann var fölur og einblíndi á mennina fyrir neðan þau með glampa í augum. „Hvaö er að, ungfrú Daven- port?” Hann lagði beisklega áherslu á nafn hennar. „Þú þarft ekki aö hafa áhyggjur af öryggi hans. Það er mitt líf sem hann er að prútta um.” Hann starði niöur hlíöina þar sem Buchanan og sho- shone-indíáninn stóðu á fætur. „Fífl,” bætti hann við lágt og beiskjulega. „Ég er fífl að leggja líf mitt í hendurnar á fífli. ’ ’ Áður en Catherine gat svarað lagöi Buchanan af stað upp til þeirra og shoshone-indíáninn horfði á. „Getum viö farið héðan núna?” bað Catherine þegar hann kom í skjólið undir furunum. „Það er ekkert sem ég vildi fremur. En okkur er vandi á höndum. Maðurinn þarna segir að þú hafir drepið einn hermanninn hans.” Hann horfði óhvikull á Slattery. Slattery bölvaði og ragnaði. „Hvað segir hann fleira? Þú ætlar þó ekki að taka orð. . .” „Ekki tala svona fyrir framan konu og ekki segja mér fleiri lyg- ar!” Rödd Buchanans var styrk. „Hermaðurinn þarna er sonur ættarhöfðingja. Hann syrgir frænda sinn sem hvítur maður skaut þegar hann var að reyna að stela buffalakjöti sem var ætlað ættbálkinum. Hann er að leita hefnda. Ef þú hefur einhvern tíma lesið Biblíuna nefnum við það „augafyrir auga”.” „Þessi skítugi, lygni villi- maður. . .” „Hann er ekki villimaður. Ef eitthvað er er hann hefðarmaður. Og ég hef ekki trú á að hann sé að ljúga.” „Ekki það.” Ef fölvi Slatterys var undanskilinn minnti hann ekki á mann sem var að biöja fyrir lífi sínu. Hann virtist hafa fullkomna sjálfsstjórn. „Þú hugsar ekki rök- rétt, Buchanan. Það hefur ekki einu sinni verið hleypt af rifflinum mínum. Gáðu sjálfur aðþví!” Buchanan hafði aldrei litið af fjárhættuspilaranum. „Ungfrú Davenport, viltu vera svo væn að sækja riffilinn hans Slatterys að hnakknum hans?” Catherine gerði það. Jafnvel hún gat séð að það hafði ekki verið hleypt af honum nýlega. Buch- anan laut yfir skotvopnið. „Hvaða sönnun þarftu aðra?” Slattery slétti úr krumpuðum jakkanum sínum. „Það hefur ekki verið hleypt af rifflinum og það er vitað að ég ber aldrei skamm- byssu.” Catherine dró snöggt að sér and- ann. „Þetta veit ég að er ekki satt,” sagði hún hljóðlega. „Þú ert með Derringer-byssu í vestinu þínu. Milton Eastlake fann fyrir henni þegar hann sat fyrir aftan þig á hestinum í Kansas! ” Augnaráð Slatterys breyttist meðan hún horfði á hann og hann greip með hægri hendinni í vestið en hikaði þegar Buchanan rak riffilhlaupið upp að bringu hans. Hann starði á þau bæði og lét svo höndina síga. Hann sneri sér að Catherine og hneigði sig enn einu sinni á sinn kunnuglega, kurt- eislega hátt. „Þetta er leikur konunnar verð ég að viðurkenna. Ég hefði átt að muna hvað litlir strákar eru for- vitnir. En þarf það að gera ein- hvern mun?” Rödd hans varð sannfærandi. „Buchanan hlýtur þó að geta keypt þessa — indíána burt?” Undrun Catherine hlýtur að hafa verið augljós því hann flýtti sér að bæta við: „Ég varð að drepa shoshone-indíánann. Buff- alinn var nýdrepinn og það vill enginn svelta! Ég þekki ekki landið hérna jafnvel og Buch- anan. . .” Hann sá enga svörun í augum hennar, yppti öxlum og sendi henni svo letilegt bros sitt. Buchanan talaði við Catherine, hafði augun á Slattery. „Þakka þér fyrir. Það lá við að ég tryði þessum náunga eitt and- artak.” „Þú veist hvað þeir gera við mig,” sagði Slattery lágt við hana, skeytti ekki um riffilinn. „Ef þið framseljið mig verð ég likast til í viku að deyja yfir eldi eða eitthvað verra. Hefurðu einhvern tíma heyrt hvernig indíánar drepa hvíta menn?” Catherine sneri sér hrelld að Buchanan sem talaöi hljóðlega. „Setjist á bak,” sagði hann. „Gefið bara ekki frá ykkur hljóö. Þið tvö ríðið aftur að vagnalest- inni og segið Cordell hvað hefur gerst. Ég ætla að reyna að vinna tíma þangað til ég get fundið lausn.” Það þurfti ekki að segja Slattery þetta tvisvar. Hann settist á bak og Catherine fylgdi fordæmi hans treglega. Þegar hestarnir fetuðu hljóðlega frá klettarananum frýs- aði hryssa Catherine. En hinum megin við klettana frýsuöu hestar indíánanna líka. Hún var meö mikinn hjartslátt á leiðinni til baka, bað þess að Buch- anan slyppi heill á húfi og köld skelfing hennar jókst með hverju skrefi burt frá honum. Þau riðu hratt og þegjandi. Þau fundu vagnalestina í mjóum dal með tré og hnullunga á allar hliðar. Catherine gat sér þess til að þetta væri slæmur staður til að standast árás. Pete Cordell tók fréttunum al- vörugefinn og þær bárust þegar um búðirnar. Catherine fór aftur að hugsa um þaö sem máli skipti, bar á milli fyrirmæli Cordells um varnir vagnahringsins, hug- hreysti Eastlake-konurnar — en allan tímann var hjarta hennar framar á slóðinni, hjá Buchanan. Hófatak einmana knapa kom öllum til að hrökkva í kút. En svo gaf vörðurinn í enda dalsins frá sér gleðihróp og Buchanan reið skjótta hestinum sínum heill á húfi aftur inn í vagnahringinn. OTTAÞRUNGIN þögn hvíldi yfir búðunum þegar Buchanan ávarpaði allan hópinn, alvarlegur í bragði. „Ég hef ekki tíma fyrir orða- skrúð, góðir hálsar. Eg ætla því að segja ykkur frá vandanum svo stuttlega sem ég get. Ég get ekki afhent hefndarþyrstum shoshone- indíánum Slattery með köldu blóði.” Hann þagnaði. „Og shoshone- indíánarnir koma í heimsókn. Þeir vilja ekki ræða málin við mig aftur. Málið er útrætt. Nú er komið að aðgerðum. ” Cordell gekk til Buchanans. „Að mínu viti er sjálfsmorð að berjast við indíána hérna. Þeir geta fært sér klettaranana í nyt við að skjóta niður á okkur. Ég er alinn upp með byssu og ég hef depið minn skammt þegar ég hef neyðst til. En í dag. . .” Hann starði á Slattery. „I dag þarf ég þaöekki.” „Konur og börn ættu ekki að eiga hlutdeild í útistöðum Slatt- erys við indíánana,” sagði hr. Noonan. Enginn varöi Slattery sem stóð á milli Donahue og eins úr Sabatella-fjölskyldunni. Hann reyndi að verja sig sjálfur, notaði sömu brögð við hópinn og við Catherine í gilinu. Hann leit allt í kringum sig. „Vill enginn taka sönsum?” bað hann. „Þið eruð öll kristin. Viljið þið framselja mig heiðingjum? ” Enginn svaraði honum og hann sneri sér örvæntingarfullur að Buchanan. „Ég hélt ekki aö þú myndir setja annaö eins á svið og þetta. Þú ert búinn að draga mig fyrir rétt, Buchanan! Heldurðu að þú sért guð almáttugur?” Buchanan fékk ekki færi á að svara. Uppi á klettunum sunnan við þau var röð af indíánum á hestbaki. Catherine leit aftur fyrir sig og kom auga á sams konar röð á norðurbrún dalsins. Ottinn í búöunum var næstum áþreifan- legur. „Þeir hafa lokað okkur inni eins og froska í tunnu,” sagði Cordell lágt. „Þeir eru enn of fámennir til að ráðast að okkur,” sagði Buch- anan, „en við erum í skotfæri. Við getum haldið þeim í burtu. Börn í fremstu vagnana þrjá, konur undir þá. Við þurfum allar byssur semviðhöfum. Af stað.” Þegar Catherine þaut að East- lake-vagninum, sem átti að hýsa þriðjung barnanna, heyrði hún þegar ópin í indíánunum fyrir ofan þau. Svo hófst örvahríðin. Buchanan sló í afturenda skjótta hestsins síns, horfði á hann stökkva af stað eftir dalnum, skaust svo í skjól undir Eastlake- vagninn. Öxl hans rakst í Catherine sem var aö eiga við haglabyssu og skotfæri. Buchanan tók riffilinn sinn og miðaði á norðurbrúnina. I þrengslunum undir vagninum var hvellurinn ærandi í eyrum hennar. „Hérna, Cathy.” Hann rétti henni rjúkandi riffilinn. „Hleddu aftur. Láttu mig fá tvíhleypuna.” Hún hlýddi og það fór hrollur um hana þegar hann skaut af báðum hlaupum í einu. Hann var ekki í færi við indíánana en sumir hestarnir prjónuðu. Þegar hann teygði sig eftir meiri skotfærum mundi Catherine allt í einu og út í bláinn eftir því þegar hún hafði andæft þeirri hugmynd að hann keypti skotvopn íSt. Joseph. Svo var heimurinn fullur af römmum reyk, frýsandi hestum og rymjandi múldýrum og yfir gnýinn gall stöðugt og annarlegt heróp shoshone-indíánanna. Einhver veinaði. í vagninum fyrir ofan þau grét barn án afláts. Fyrsta atlagan varði ekki lengi og skyndileg þögnin, þegar sho- shone-indíánamir voru horfnir bak við klettabrúnina, var ónotaleg. Framhald í næsta blaði. 34. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.