Vikan


Vikan - 23.08.1984, Blaðsíða 60

Vikan - 23.08.1984, Blaðsíða 60
Takið með ykkur slökkvitæki og gasgrímu Hin nýstofnaða ferðaskrifstofa Ævintýraferðir hefur í hyggju að standa fyrir ferð á Queen-hljómleika. Lagt verður af stað 3. september og komið aftur þann áttunda. Verðið er bara eins og það er. Áætlað er að kostnaður verði eitthvað í kringum 14.000 krónur og í því verði er sitt af hverju innifalið, til dæmis miðar á konsertinn. Ef fólk er í einhverjum vandræðum með sjálft sig og þarf endilega að losna við slatta af seðlum er þetta tilvalin ferð. Svo geta líka brjálaðir Queenarar farið með. Síminn er víst 12720. Hinn óumrœðanlega kynœsandi Freddie Mercury kemur eflaust til með að svipta sig klœðum að einhverju ef ekki eiginlega öllu leyti. Sjóið er með þeim stserri sem gerast og œtti athyglin að verða sæmilega upptekin á meðan á þvi stendur. Ef enginn hefur tekið eftir þvi ennþá þá er Freddie svona soldið „Ho-ho" og hefur alveg gasalega gaman af leðri. Nú upp á síðkastið hefur heyrst mikið í Art Company á rás tvö. Art Company er hljómsveitin sem gerði lagið „Susanna", hinn frábæra söng þar sem raktar eru raun- ir ástsjúks manns, „l'm crazy lovin' you..." Nú fyrir stuttu kom svo út annað lag með þessari sveit. Það er kallað „Get it out of your head" og er ekki við öðru að búast en að það sé ekkert síðra en hið fyrra. Annars er Art Company hollensk að uppruna en þaðan hafa margar góðar sveitir komið, til dæmis Focus og diskóbandið Time Bandits. Annars er ekkert meira vitað um þessa sveit þannig að þessi orð verða ekki miklu fleiri en þetta. 60 Vikan 34. tbl. Duran 3 Sá þriðji í röðinni er Nick Rhod- es. Hann er sá yngsti af þeim fimm, tuttugu og tveggja ára gamall, og það þýðir að hann hafi fæðst á árinu 1962, nánar tiltekið áttunda júní. Hann var skírður Nicholas James Bates en breytti síðasta nafninu í Rhodes. Ástæðan er nokkuð óljós en úr því að hann er hljómborðsleikari sveitarinnar má leggja saman tvo og tvo og fá út þá fjóra að hann hafi haldið mikið upp á Fender Rhodes hljóm- borð sem þykja með þeim skemmtilegri. Aimars segir hann sjálfur að fagurfræðilegar ástæð- ur liggi þar að baki. Ekki er hægt að segja annað en að foreldrar hans hafi verið sæmi- lega stæðir. Faðir hans rekur ein- hvers konar verkfræðibisness og mamma hans var með leikfanga- verslun. 1 æsku bjó hann í sama hverfi og John, HoOywood, reynd- ar í sömu götu, og er því ekki að undra þótt það hafi verið þeir tveir sem lögðu grunninn að stofnun sveitarinnar. Nick er listamaður Duran Duran. Hann telur aUt sem komi því orði við ná sér úr jafnvel lægstu lægðum. En hann er ekki bara áhorfandi, ónei. Nú um þess- ar mundir er að koma út eftir hann bók með abstrakt polaroid- myndum. Það verk hefur fengið nafnið Interference. Þaö er ekki það eina. Eins og aUir vita tók hann Kajagoogoo upp á sína arma og pródúseraði fyrir þá félaga þeirra fyrstu plötu. Nú um þessar mundir hefur hann tU handleiðslu band sem kaUar sig Days at Sea og auk þeirra eru þrír eða fjórir aðrir kandidatar sem bíða með- ferðar hans. Hann er einnig tals- vert í þeim bransa að fá fólk út- gefið, auk þess sem ófáar beiðnir Uggja fyrir hjá honum um að semja lög fyrir hina og þessa, til dæmis Marianne Faithful. Nú liggja fyrir eftir hann um eitt hundrað myndir sem bíða eftir því einu að verða sýndar um aUan heim. Verðinu á þeim verður stiUt í hóf, stykkið mun ekki kosta mikið meira en 4000 krónur. Eins og sjá má af þessari upptalningu er nóg að gera hjá Nick og ekki hægt að búast við miklum tíma í geUustand hjá honum. Hann er sá af þeim sem ver miklum tíma fyrir framan spegil- inn. Hann er aUtaf talsvert mál- aður og af þeim sökum Utur hann stundum talsvert sjúklega út. Ekki meira um það, upp með skærin......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.