Vikan


Vikan - 06.09.1984, Blaðsíða 17

Vikan - 06.09.1984, Blaðsíða 17
I i ,, |. r i Harry Bökstedt iu Visindi fynr almennmg Lýgur lygamælirinn? Árlega er eytt milljónum dala í lygamæla í Bandaríkjunum. Þetta einfalda tæki var í fyrra notaö til þess aö reyna að afhjúpa innstu duldir á að giska milljón Banda- ríkjamanna. Lygamælirinn var brúkaður til þess að koma upp um glæpamenn, til þess að flokka um- sækjendur um störf og til þess aö finna út hver hefði „lekið” leyni- legum upplýsingum. En jafnframt því sem tæki þetta verður æ vinsælla af yfirvöldum og stjórnendum einkafyrirtækja, reyndar einnig í Evrópu, hefur gætt vaxandi gagnrýni á notkun þess. Það er meðal annars vegna þess aö í nýlegri úttekt, sem gerð var að frumkvæði bandarískrar þingnefndar, kom í ljós aö lyga- mælirinn lýgur oft. Tækiö er svo óáreiðanlegt aö næstum önnur hver per- sóna, sem lendir í klónum á tækinu og gengst undir próf í því, á á hættu að verða ranglega sökuö um að hafa óhreint mjöl í pokahorn- inu. Þeir sem gagnrýna lygamælinn vonast til þess að þessar niöur- stöður muni þegar leiöa til þess að bannað verði að brúka tækið í opinberum stofnunum. Slíkt bann yrði afar óþægilegt fyrir Reaganstjórnina. Hún virð- ist nefnilega hafa lagt megin- áherslu á notkun þessa tækis til þess að flokka sauðina frá höfrun- um. í fyrra var til dæmis sent út um- burðarbréf frá Hvíta húsinu þess efnis að allir opinberir starfsmenn skyldu gangast undir lygamælis- próf. Þar var jafnframt tekið fram að það yrði lagt mönnum til lasts ef þeir neituöu að taka próf af þessu tæi. Varnarmálaráðuneytið, sem er stórkaupandi slíkra prófa (talið aö þau séu um 18000 árlega og eru þá undanskilin þau próf sem tekin eru vegna CIA en um fjölda þeirra er ekki vitað), fór fram á stóraukn- ar fjárveitingar til þessara nota á næsta ári. Meiningin var meðal annars að koma í veg fyrir aö í stöðum, þar sem menn hafa að- gang að ríkisleyndarmálum, sætu menn sem væru fíkniefnaneytend- ur eða kynhverfir því talið er að þeim sé hætt viö aö lenda í klóm manna sem kúga þá til óhæfu- verka með hótunum um upp- ljóstrun. Það var þetta sem varð kveikj- an að viðbrögðum þingsins. Til- laga repúblikanans Jack Brooks í fulltrúadeildinni um aö banna utanríkisráðuneytinu aö hrinda áætlunum sínum í framkvæmd fyrir 15. apríl var samþykkt. Jafnframt fékk ein af stofnun- um þingsins, tækninefndin, það verkefni aö framkvæma nákvæma rannsókn á lygamælin- um og áreiðanleika hans. Tækninefndin gaf skýrslu í nóvember á síðastliðnu ári og niðurstöður hennar voru afdrátt- arlausar. Þar var því haldið fram að notkun á lygamæli í sambandi við mannaráðningar, leit að upp- lýsingaleka og þess háttar væri al- gjörlega án nokkurra vísindalegra raka. Aldrei er hægt að vita fyrir víst hvað það er sem tólið er að mæla og þar að auki er auðvelt að blekkja það. Þetta þýðir að vélin vinnur verk sitt illa og auk þess er hætta á að hún valdi saklausu fólki ama og óþægindum. Sálfræðingar eru almennt tor- tryggnir í garö lygamælisins. Einn af þeim sem hafa sett fram á prenti skoðanir sínar er David T. Lykken við háskólann í Minne- sota. I yfirlitsgrein í Nature varar hann við „gervivísindalegri tækni” sem þvert á alla reynslu og skynsemi sé sífellt meira notuð bæði í dómskerfinu, hjá opinber- um stofnunum og í atvinnulífinu. Það var eingöngu í „eftirlits- spurningum” sem tækið var ekki algjörlega vonlaust, samkvæmt niðurstöðum tækninefndar þings- ins. Þar var þó eingöngu um að ræða rannsóknir sakamála. Og jafnvel þar voru notin takmörkun- um háð. I einu tilfelli tókst lyga- mælinum vissulega að afhjúpa 98% þeirra seku en um leið hafði hann sakfellt um það bil helming- inn af þeim saklausu!! Samanlagt hafði lygamælirinn einungis rétt fyrir sér í tveim þriðju hlutum til- vika. Þaö eru í sjálfu sér ekki betri niðurstöður en fengist gætu með því að giska á sekt eða sakleysi. Lykken greinir frá dæmi sem ætti að fá flesta til þess aö draga áreiðanleika lygamælisins í efa. Árið 1978 var Floyd Fray handtek- inn grunaður um rán og morð. Hann haföi aldrei áður komist undir mannahendur. Hann harö- neitaöi ákæruatriðunum og var tvisvar látinn ganga undir lyga- mælispróf. Hann féll í bæði skipt- in. Á þeim forsendum var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Eftir rúm tvö ár var hann engu að síður látinn laus þar sem aörir höfðu gengist við þeim glæpum sem hann var dæmdur fyrir. Hér var lygamælirinn semsagt sekur um mistök sem leiddu til réttar- morðs en þetta er þó ekki öll sag- an. í fangelsinu, þar sem Fray tók út refsingu sína, var lygamælirinn notaður til þess að finna þá sem brotið höfðu agareglurnar. Þegar hér var komið sögu hafði Fray les- ið sér mikið til um lygamæla. Þar á meðal var að finna upplýsingar um hvernig hægt væri að blekkja þá og Fray skipulagði með sam- föngum sínum tilraun sem gekk út á það að blekkja tóliö. Bragðið sem beitt var fólst til dæmis í því að bíta sig í tunguna þegar apparatið spuröi eða stíga á nagla sem menn höföu falið í skónum sínum. Þetta gefur að minnsta kosti jafnstór útslög á línuriti mælisins og spurningarnar og þar með fell- ur burtu grundvöllur sakfellingar. 23 af 27 föngum tókst að komast gegnum prófin á þennan hátt. Önnur aðferð til þess að blekkja mælinn er að taka róandi töflu fyrir prófiö. Það er með öörum oröum enginn vandi að blekkja lygamælinn. Lykken heldur því einnig fram að heiðarlegt fólk, sem engu hafi aö leyna, eigi á hættu að fara verr út úr lygamælisprófi en þeir sem raunverulega þurfa aö fela eitt- hvað. Sérstaklega beinir hann að- vörun sinni til bresku stjórnarinn- ar sem nú hefur ákveöið að beita lygamælum við mannaráöningar í leyniþjónustunni. 36. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.