Vikan


Vikan - 06.09.1984, Blaðsíða 25

Vikan - 06.09.1984, Blaðsíða 25
~xs Eldhús Vikunnar Umsjón: Guðrún Birgisdóttir Börn sem eiga að sitja á skóla- bekk þurfa á góðum morgunverði að halda. Nemendur sem ekki borða neitt áður en þeir halda af staö í skóla eiga þaö á hættu að verða sljóir og þreyttir þegar líða tekur á daginn. Að dómi næringar- fræðinga er morgunveröurinn undirstöðumáltíðin, hann á að gefa okkur kraft þannig að við veröum fær um að takast á við verkefni dagsins. Sum börn eru frekar lystarlaus á morgnana en önnur borða vel og gefa sér góðan tíma við morgunverðarborðið. Tíminn skiptir þarna miklu máli. Barn sem er vakiö of seint á morgnana hefur venjulega ekki mikla lyst. í matreiðslubók Jóhönnu Sveinsdóttur, „Matur er mannsins megin”, segir að for- eldrar skuli hafa það hugfast að börn hafa ólíkt betri matarlyst á morgnana ef maður gefur sér tíma til að borða með þeim í ró og næði í staö þess aö þeytast argur Morgunmagi skólabarna og úfinn á milli ísskáps, brauðrist- ar og kaffivélar meðan á morgun- verðinum stendur. í kafla Jóhönnu um morgunverð segir að æskilegast sé að morgun- verðurinn innihaldi eftirfarandi: — kornmat, til dæmis gróft brauð eða musl, — dýraeggjahvítu, það er mjólk, ost, súrmjólk, jógúrt eða egg (í hófiþó), — ávexti og/eða ávaxtasafa, — örlitla fitu og sykur. Í morgunheilræði Jóhönnu stendur: Reynið að sjá til þess að forðabúr heimilisins sé vel birgt af musli, hafragrjónum, heilhveiti, að minnsta kosti tveimur brauð- tegundum, hrökkbrauði, eggjum, smjöri, osti, súrmjólk og jógúrt og gjarnan nýjum ávöxtum og kota- sælu. Með því móti má breyta til á hverjum morgni eftir því sem hugur og magi standa til. Morgunmataruppskriftir Jó- hönnu eru fjölbreyttar, allt frá heitri súrmjólkursúpu, dúndur- musli og heilsupönnukökum. Við látum aftur á móti uppskriftina að köldu súrmjólkursúpunni flakka hér með og gleymum aö sjálf- sögðu ekki gamla góða hafra- grautnum sem morgunmagi skólabarna hefur verið fylltur með svo árum skiptir, nema hvaö þessi uppskrift hefur að geyma nokkur tilbrigði. Ein albesta matreiðslubók siðari tíma heitir MA TUR ER MAIMNSIIMS MEGIN og er eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Leikir og lærðir eldamenn geta haft mikið gagn af þeirri bók — og ekki síður gaman. Vikan þakkar bóka- útgáfunni Svart á hvítu góð- fúslegt leyfi tH að vitna i þessa ágætu bók. Köld súrmjólkursúpa Undirbúningstími 3 mín. 1 l súrmjólk / 1 egg / 1—2 msk. púðursgkur / nokkrir vanilludropar eda 1 tsk. vanillusgkur (mú sleppa). Þeytið saman egg og syk- ur með gaffli og hrœrið síð- an út í súrmjólkina. Einföld og svalandi súpa handa fjór- um. Hafragrautur med tilbrigdum Undirbúningstími 2 mín. — Suðutími nokkrar mínútur. 4 dl hafragrjón /11 vatn U tsk. salt eða sesamsalt. Skutlið ípott vatni, hafra- grjónum og salti, hrœrið í pottinum ú meðan suðan er að koma upp, en síðan er grauturinn lútinn sjóða við vœgan hita í nokkrar mín- útur. Hafragrautur er óhemju hollur, því við suðu minnkar ekkert nœringargildi korns- ins (sum B-vítamín í korn- mat rýrna hins vegar um 15—30%, til dœmis við ristun). Nýlagaður hafra- grautur er sannkallað lost- œti sé bœtt út í hann bananasneiðum, rúsínum eða döðlubitum, þurrkuðum apríkósum eða hnetum, að ekki sé nú talað um blessaða kotasœluna. Hver fúlsar til dœmis við bananastyrktum og kotasœluprýddum hafra- graut? 36. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.