Vikan


Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 43

Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 43
ógiftum hefðarkonum frá Kent og ákaflega sléttum og felldum erki- djákna í dómkirkjunni í Wells. Öll voru þau að fara til Quebec. Máltíðin, eftir borðbæn erki- djáknans, var á skandinavískan hátt, aðallega saltur og reyktur fiskur, sýrt grænmeti, bakkelsi skreytt ávöxtum og nýjum rjóma. Bjórinn var enskur og epla- mjöðurinn, líkt og ávextirnir og rjóminn. Vegna þess að samferðafólkið var að vega hvert annað og meta, eða hugsanlega vegna þrúgandi nærveru háttsetts klerksins, voru samræðumar yfir borðum ákaf- lega þvingaðar og snerust aðal- lega um stríðið, það er að segja um stríðið við Napóleons-Frakk- land og hrífandi sigra hertogans af Wellington á Spáni. Átökin við Ameríku vom ekki nefnd vegna þess að þau voru efni sem ekki var fjallað mikiö um hjá hefðarfólki þar sem talið var að Kanamir hefðu gert sig seka um ákaflega smekklausa framkomu með því að hefja stríð á hendur eina sigur- sæla andstæðingi Napóleons. Emma hlustaði bara með öðru eyranu en lagði ekkert til mála nema til að svara angurværum spumingum piparmeyjanna um nýlegt hjónaband sitt og ástæðuna fyrir ferð sinni, spumingum sem hún svaraði fálega. Henni fannst ónotalegt að vita af Tredegar við borðið. Hann forðaðist að líta á hana en hlustaði á — og krufði ef- laust hvert orð sem hún sagði. Hún slapp frá borðinu meö konunum og eftirlét karl- mönnunum portvínið og pípumar, fór út á bátadekkið til að sjá Eng- land í síðasta sinn. Emma var á dekki til kvölds, fylgdist með ljósunum í Newcastle og Cardiff þegar þau runnu hjá á velsku ströndinni, þar til síðasti harmasláttur bjöllubaujanna dó út aftan við skipið og Peder Wess- el komst út á Atlantsála. Þá nótt lentu þau í óveðri. ^yrsta ábendingin sem Emma fékk um erfiðleika var þegar Suzie, þjónustustúlka hennar, kom gráti næst inn í klefann henn- ®r til að segja henni að henni væri óglatt og hún væri hrædd. Emma huggaði svörtu stúlkuna alla nótt- lna meðan Peder Wessel barðist í gegnum fjallháar öldumar. Það ^eið naumast klukkustund án þess aö skrækt flautuvæl heyrðist og Slamrið í berum fótum á dekkinu fyrir ofan gaf til kynna að verið v®ri að senda sjómenn upp í iðu Vatnsúðans til að fella enn seglin. I dögun lægði og jafnframt því kyrrðust kippir skipsins. Emma leyfði Suzie að sofa og fór upp á þilfar. Hún kom nægilega snemma til að sjá það allra síð- asta af Englandi hverfa í mistrið, klettana í Land’s end og skerin þar hjá. Michelsen skipstjóri var uppi. Hann var hávaxinn, þögull maður með andlit sem virtist hafa verið höggvið úr klettum heima- strandar hans og með makka af ljónshári sem stóð undan hatt- inum hans. Hann hneigði sig stirð- lega fyrir Emmu. Svo sneri hann í hana baki. Næstu dagar voru góðir og sól- ríkir og Peder Wessel miðaði vel í vesturátt fyrir góðum byr sem gaf Michelsen færi á að draga upp ÖO segl. Emma eyddi flestum dögum á efra dekki, undir tjaldi sem hafði verið sett upp til að verja konumar fyrir slæmum áhrifum sólarinnar. Suzie sat ævinlega hjá henni. Svertingjastúlkan fékk margt heitt augnaráð frá ljós- hærðu mönnunum í norsku áhöfn- inni. Þeim virtist finnast hún al- gjörlega ómótstæðileg. Eftir að Suzie var búin að gleyma veikind- um sinum blómstraði hún ákaf- lega við aðdáun þeirra, reigði sig eins og paradísarfugl í skærlitum sjölunum og skuplunum sem hún valdi helst, togaði niður upphlut- inn til að sýna jafnmikið og hún gat af ávölum þokka sínum og hegðaði sér almennt svo ögrandi að Emma neyddist til að áminna hana. Svarta stúlkan tók áminn- ingunni vel en hélt áfram að reigja sig frammi fyrir sjómönnunum. Emma sá tæpast Tredegar h’öfuðsmann. Hann hafði jafnvel byrjað að snæða máltíðimar í klefa sínum og þegar hann komst að því að Emma hélt sig á efra dekki fór hann í gönguferöir um mitt skip. Viku eftir að þau lögðu upp frá Bristol heyrðist óp síðdegis úr út- sýnistunnunni í mastrinu og Michelsen skipstjóri hraðaði sér upp á þilfar með sjónaukann sinn. Hann hrópaði eitthvað upp til mannsins í tunnunni og fékk svar. Svo bar hann kíkinn upp að aug- anu og starði í vindinn. Emma var nógu nærri til að heyra hann hrópa upp yfir sig og segja eitthvaö sem hljómaði eins og norskt blótsyrði. Hann lagði kíkinn saman. „Er ekki allt með felldu, herra minn?” spurði erkidjákninn sem var að viðra sig á efra dekki. „Þetta er amerísk freigáta,” urraði Michelsen skipstjóri. „Og gerir sig líklega til að sigla í veg fyrir PederWessel!” HÁLFTIMA síðar sáu þau hana greinilega af efra dekki: renni- lega skútu sem barst beint úr auga vindsins, skotrifur á hléborða naumast upp úr vatninu, seglin þanin eins og trumbur, veifur sem smullu í möstrum. Hún var á stefnu sem færði hana beint að Peder Wessel. Michelsen skipstjóri, sem hafði verið djúpt sokkinn í það sem virt- ist vera ákaft þunglyndi allt frá því að hann kom auga á ameríska skipið, fékk skyndilega innblástur til aðgerða. Hann hrópaði skipun niður til fyrsta stýrimanns og fékk í staðinn kór af flautum og menn á hlaupum. Emma heyrði þungar drunumar á dekkinu fyrir neðan þegar byssunum var ekið út. Michelsen sneri sér aö farþeg- unum sem voru samankomnir á efra dekki. „Ef ameríska freigátan reynir að taka Peder Wessel veiti ég við- nám,” sagði hann. „Veriö svo góð að leita öll skjóls undir þiljum.” önnur piparmeyin byrjaði að gráta og vinkona hennar huggaöi hana. Suzie gaf frá sér skelfingar- kvein. Emma tók í höndina á henni og dró hana niður stigann og inn í klefann hennar. Þar benti hún á kojuna. „Leggstu þama, Suzie,” sagði hún. „Ef þú þarft skaltu breiða sængurfötin yfir höfuðið. En hættu þessu djöfullega væli, heyrirðu það?” „Já, frú,” kveinaði Suzie tryll- ingsleg til augnanna. „Gerðu það þá,” sagði Emma og gekk yfir að glugganum þar sem hún gat greinilega séð amer- ísku freigátuna nálgast þau hratt. Raunar mátti, þegar þarna var komið sögu, greina mennina í hóp- um á þilfarinu og nokkra viðbúna því að draga saman seglin og hægja á hraðskreiðu skipinu þeg- ar það kæmi upp að stóra frakt- skipinu. Þurr í munninum velti Emma fyrir sér hugsanlegri útkomu átakanna. Peder Wessel átti það sameiginlegt með flestum stórum fraktskipum að hafa fallbyssur til vamar, ekki nægilega stórar til að ráða viö herskip af neinni gerð en þær dugðu til að tefja fyrir, svo dæmi sé tekið, vopnaðri skútu skipstjóra í sjóræningjahugleið- ingum eða ræningjafleytu við Alsírströnd. Ef á allt var litið var ákvörðun Michelsens að vama því að skip hans yrði hugsanlega tekiö fíflska ein. Emma gerði sér ágæta grein fyrir — og England allt — getu amerísku ræningjafreigát- anna sem voru kallaðar hlébarðar sjávarins. Hún vonaði innilega að ákvörðun norska skipstjórans væri meira en fífldirfska. En ef hún var það og ef Ameríkanamir höfðu í rauninni í hyggju aö taka þetta hlutlausa skip með ein- hverjum fyrirslætti, hvað þá? Hvað um farþegana? „Lafði mín, ó, lafði mín, okkur verður öllum nauðgað!” kveinaði Suzie sem var búin að kanna stöðu mála og komast að sínum niður- stöðum. „Þegiðu!” hreytti Emma út úr sér. Freigátan var að vinna á og nú gat hún séö útitekin andlit mann- anna á þilfarinu og greint milli sjómanna og foringja vegna blárra jakka þeirra síðartöldu. Þrír foringjar stóöu á afturdekki. Einn þeirra, hærri en félagar hans, var hattlaus, með dökkhært höfuð með rönd af áberandi hvítu hári. Meðan hún horfði á hann lyfti hann kíki upp að auganu og horföi yfir Peder Wessel allan. Þegar hún leit aftur út var maður- inn búinn að láta tólið síga. Jafn- vel á þessum stutta tíma var auð- séð að ameríska skipið hafði kom- ið töluvert nær. I því að hún leit út gekk maður- inn með hvítu röndina eftir endi- löngu þilfarinu þar til hann var kominn í stafn á æðandi freigát- unni og þeim mun nær bráð sinni. Þar lyfti hann gjallarhorni aðvörum sér. „Hæ þama! Hvaða skip er þetta?” Emma færði sig að opnum glugganum til að heyra betur það sem á eftir fylgdi. Svarið var hrópað fyrir ofan höf- uð hennar: „Peder Wessel frá Bergen. Hlutlaust skip. Norskt.” „Eg les merkið þitt, herra minn,” svaraði Ameríkaninn. „I hvaða höfn varstu síðast og hvert er ferðinni heitið?” Það varð svolítil þögn áður en Michelsen kafteinn viðurkenndi treglega: „Bristol. Stefni á Que- bec.” „Hvaðer flutt?” Önnur þögn, svo: „Það er mitt mál!” „Ég sendi hóp yfir til að leita hjá þér, herra minn,” svaraði Ameríkaninn. „Leggstu að og láttu niður línu.” „Ég fer mína leið,” hrópaði Michelsen. „Farið frá eða ég skýt.” „Það væri ekki ráðlegt fyrir þig, herra minn,” var strangt svarið. „Leggstuað.” „Eg sagði að þið ættuð að fara frá. Ef þið víkið ekki frá áður en 40. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.