Vikan


Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 34

Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 34
77/ hans Júlla jeppagæja: Varaðu þig á veltigrindinni ... eða svoleiðis Jeppi Paul Vance nokkrum klukkustundum eftir óhappið. Greina má hvernig veltigrindin hefur keyrst upp að hjóli. Þau Leichtamersystkinin sátu í aftursætinu. Hún vissi ekki hvert ferðinni var heitið. Líklega hafði hún heldur enga hugmynd um veltigrindur enda aldrei haft ástæður til þess að brjóta heilann um svoleiðis. Hún Jeanne Leichtamer fékk bara að fljóta með þegar Carli bróöur hennar var boðið í prufutúr á páskadaginn 1976. Farartækið var nýi Willysjeppinn hans Paul Vance. Eftir ferðina fékk hún hins vegar næg tækifæri til þess að íhuga hvemig veltigrindur virka eða virka ekki. Ferðin endaði nefnilega með því að jeppinn endastakkst, Paul Vance og kona hans létust, Carl Leichtamer höfuðkúpubrotnaði og Jeanne fékk þverslána á veltigrindinni í mjó- hrygginn svo hún hryggbrotnaði. Mænan fór í sundur og Jeanne Leichtamer lamaðist fyrir neðan mitti. En þessu var ekki lokið. Jeanne og bróðir hennar fóru í mál við framleiðanda bílsins, American Motors Corporation, og 34 Vikan 40. tbl. héldu því fram að veltigrindin hefði veitt falskt öryggi, hún hefði ekki dugað við aöstæður sem þessar og raunar valdið því, þegar festingamar á botni skúffunnar í jeppanum gengu upp í gegnum blikkið, að þversláin lenti á þeim systkinum með þeim afleiðingum sem þegar hefur verið lýst. Því var einnig haldið fram í mála- ferlunum og ekki mótmælt að það hefði einungis kostað AMC 25 dali á hvem bíl að breyta festingunum þannig að grindin væri skrúfuð við grind bflsins í staðinn fyrir að vera aðeins fest við gólfið. Eftir réttarhöld, löng og ströng eins og þau geta orðið í höfuðlandi lagaþrætanna, lyktaði málinu með fullum sigri þeirra systkina. Þeim voru dæmdar háar bætur, 2,2 milljónir dala og Jeanne Leichtamer er nú lukkulega gift Andy Samples og þau hjónakomin eiga von á bami nú í nóvember. Þessi málaferli hafa vakiö geysflega athygli í Banda- ríkjunum, jafnvel meiri en önnur slík áður. Ástæðan er meðal annars sú að nú liggur fyrir Bandaríkjaþingi lagafrumvarp um meðferð skaöabótamála sem neytendur höfða á hendur fram- leiðenda vöru. tlrslitin höfðu líka mikil áhrif á fjárhag AMC fyrir- tækisins sem orðiö hefur að punga út hundruðum milljóna tfl fólks sem gerði skaðabótakröfur á hendur fyrirtækinu vegna meintra galla á jeppunum og auk þess er taliö að kröfur geti komið fram um allt að 1,6 milljarða dala í bætur vegna slysa sem hugsan- lega mætti rekja til ófullnægjandi öryggisbúnaðar bflanna. Fyrirtækið hefur líka breytt festingunni á veltigrindinni þannig að hún er nú fest í grind jeppans. Þá hefur verið söðlað gjörsamlega um í áherslum í auglýsingum og ekki lengur allt kapp lagt á að sýna hve vel jeppinn dugi í ótrúlegustu torfærum. Það haföi ekki veruleg áhrif á úrslit dómsmálsins að ferðin, er reyndist svo örlagarík fyrir Jeanne Leichtamer, var farin á æfingasvæði jeppaklúbbs þar sem bflstjórinn fór öfugan hring við það sem ætlast var til. Jeppinn endastakkst þegar hann var á leið niður brekku sem var gerð til þess að reyna þolrifin í bflum og bíl- stjórum á leiðinni upp. Það er algengt tómstunda- gaman á Islandi að aka jeppum í torfærur. Líkast til eru allir íslenskir jeppar sem lagðir eru í slflct vel útbúnir en ekki er þeim sem þetta skrifar kunnugt um hvort menn hafa athugað hvernig veltigrindin er fest. Það er rétt að þeir jeppamenn sem þetta lesa athugi sinn gang áður en þeir henda sér af stað í næstu keppni..! (Byggt á Newsweek)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.