Vikan


Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 24

Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 24
Heimilið Eyra fyrir eyra „En hvaö þaö eru stór á þér eyrun, amma mín,” sagöi Rauð- hetta og hafði ekki hugmynd um aö eyrnastærð, -gerö og -þykkt hefur verið blessunarlega stunduð um árabil, jafnvel af siöprúðu fólki eins og Viktoríu Englands- drottningu. Sagt er að hún hafi látið andlitssérfræðinga yfirfara bömin sín til aö komast að því hvem mann þau heföu að geyma. Hvemig átti hún annars að komast að því, konan sem sagði þessa gullvægu setningu: „Children should be seen, not heard!” (Böm eru til aö horfa á, ekki hlusta á.) En án alls hálfkærings er rétt aö geta þess að þessi iðja er stunduð í römmustu alvöru, menn lesa per- sónueinkenni úr andliti fólks og ekki síst úr eyrunum. Hér er yfir- lit yfir nokkrar eymagerðir eftir fagmanneskju á sviðinu, Gemmu Franklin: Það er þrennt sem þarf að athuga: STÆRÐ EYRNANNA (Rauðhetta var ekkert svo vitlaus), LÖGUN og GERÐ EYRNASNEPLA. Stór eyru: Þau benda til mikils þreks, áhuga á mörgu og kraft- mikillar skapgerðar. Einnig til frekar lítillar tilfinningasemi, þrjósku og þrasgimi. Ef smá- gerðu andliti fylgja stór eyru er það vísbending um ósveigjanleik. Lítil eyru: Þau benda til góðrar dómgreindar og blíðlyndis. Hins vegar gæti veriö nokkur yfirborðs- mennska þessu samfara. Þykk (holdmikil) eym: Tilfinn- inganæmi — lífsnautn í ástum, mat og drykk. En einnig getur fylgt þeim kreddukennd og yfir- gangssemi. Þunn eym: Viðkvæmni og næm- leiki. Fólk með þunn eyru er oft auðsært og skapstyggt. Kringlótt eym: Því hringlagaðri sem eyrun em þeim mun meir ertu fyrir lífsnautnir og blíðu. Ef þau eru meðalstór líka þá bendir það til að þú sért heppinn í fjár- málum og starfi. Oddhvöss eyru: Þau benda til út- halds, krafts, þols og drífandi skapgerðar. Stór (löng) eym: Eftirtekt, næmi og innsæi. Eym án sérstakrar lögunar: Eyru sem eru með óskýrgreinanlega lögun benda til að eigandinn sé álíka óútreiknanlegur, skapið styggt og þolinmæði lítil. Hárvöxtur á eyrum: Bendir til óþolinmæði — einkum í ástum. Eyraasneplarnir Af eymasneplunum má ráða ýmislegt um ástarlíf eigendanna. Stórir eymasneplar: Þérmistekst sjaldan í kynlífi og ástum. Litlir eyraasneplar: Benda til sektarkenndar og vandamála í ástarlífi sem eiga rætur sínar að rekja til bemsku eða æsku. Oddhvassir eymasneplar: Benda til að sá sem þá hefur veki athygli — jákvæða eða neikvæða eftir atvikum — fyrir ástarlífið. Lega eyraanna Ef eyrun liggja þétt að höfðinu ertu blíðlyndur og ástrík mann- gerð og vilt bæði gefa og þiggja af örlæti í ástum. Heimilið, fjölskyld- an og vinimir skipta þig miklu máli. Otstæð eyra: Einhver töf kynni að verða á því að þú komist á rétta hillu í lífinu. Þetta á viö hvort sem þú lætur laga eyrun með aðgerð eður ei. Hins vegar hefur aðgerð á útstæðum eyrum jákvæð áhrif og þá oftast líðan þess sem drífur í aöfáhana gerða. Eyra sem liggja framarlega á höfðinu: Þú spilar meir eftir tilfinningunni en rödd skynsem- innar. Þú ert hrifinn af íþróttum og útilífi og sækist meira eftir þessum lífsins gæðum en flóknari verkefnum. Eyra sem liggja aftarlega á höfðinu: Þú lætur skynsemina ráða yfir tilfinningunum. Þú skoðar allt út frá skynseminni, jafnvel tilfinningamálefni. Þú hefur líka góða hæfileika í viðskiptum. Fæðingarblettur á eyranu: Þetta er heillatákn, vertu ánægður ef þú hefur hlotið það í vöggugjöf. Lítum síðan á nokkur dæmi til skýringar — eyru frægs fólks undirsmásjánni! Díana prinsessa í Englandi: Hún er með eyru sem liggja þétt að höfðinu, heillamerki, einkum í fjölskyldumálum. Andrew Bretaprins: Mjög hring- laga ysti hringur í eyranu. Það bendir til daðurgimi, léttrar lundar en öfgakenndar og nokkuð óþroskaðrar kímnigáfu. Margrét Bretaprinsessa: Litlir eymasneplar benda til óöryggis í tilfinningamálum, deilna við yfirvöld og klikkaðrar kímni- gáfu sem getur snúist upp í leik- ræn tilþrif. Boy George: Innri hringurinn í eyrunum er lítill og kemur upp um mjög einþykkt lundemi. Hann hefur mikið þol, sterkan vilja og nákvæmni tÚ aö bera. Karl Bretaprins: Hann er meö útstæð eyru — og hárrétt ágiskað hjá ykkur, hann verður víst að bíða eftir því að komast á rétta hillu í lífinu og uppfylla æðstu óskimar. Shakin’ Stevens: Holdmikil eyru og þykkust í sneplinurn benda til lífsþróttar og ástríðu. Hann er skjótur til afhafna og vill sjálfur ráða ferðinni. Sting úr Police-tríóinu: Eyra upp í odd að ofan benda til að hann sé þrjóskur og viljasterk- ur. Hann vill hafa starfsamt fólk í kringum sig og vill ekki sjá kjána. Richard Chamberlain (Thora- birds): Holdmikil eyru, tákn um lífskraft og sjálfstæði. Hann lætur ekki allt uppi sem hann býryfir. 24 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.