Vikan


Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 15.11.1984, Blaðsíða 61
Góði eða vondi prinsinn - altt eftir því við hvaða tækifæri - fitlar við hann. Svipur hans lýsir trega um leið og hann endurspeglar losta- fullar langanir hans. sér mig. Þó ég hafi kannski ekki samið lögin stóð allt og féll með mér.” Þaö má nefnilega vel vera. Day er nokkuð góður gæi og hefur lagt mikið til myndarinnar og þess húmors sem einkennt hefur The Time. Og þegar talað er um sam- keppni kemur það upp að fyrstu plötur The Time, fyrst The Time og síðan What Time Is It, hafa báð- ar náð gullinni sölu (fengið gull- Plötur), svo ekki sé minnst á þá síðustu, Ice Cream Castle, sem nú klífur listana. Einnig hefur hljómsveitin fengið mjög góöa dóma fyrir framkomu sína sem upphitunarhljómsveit fyrir hljóm- sveit Prince, The Revolution. „Enginn trúði því að ég færi svo langt með þetta,” sagði Day. „Ég held að þetta allt saman hafi bara átt að vera upphitunaratriði. Þetta skapaði spennu á milli okk- ar og oft var rifrildi áður en við fórum á sviðið. Mér var sagt að sleppa ákveðnum hlutum, ákveðnum dönsum. ” Snemma á þessu ári flutti Day til Los Angeles frá Minneapolis, þaðan sem höfuðstöðvar Prince- veldisins eru. „Sú staðreynd að ég, sem fullorðinn maður, valdi mér dvalarstað virtist fara ógur- lega í taugamar á vissu fólki. Það var byrjunin á endinum. Þegar svona smáatriði valda vand- ræðum veit ég að eitthvað er að og þess vegna hætti ég.” Nú líta hlutimir ágætlega út fyrir honum. Hann fékk samning við Wamer bræðuma og mun þar vinna í sínu eigin nafni og hefur áhuga á meiri kvikmyndaleik (sem hann mun vera nokkuð lið- tækur við). Hann mun láta reyna á það hvort hann geti staðið sig án aðstoðar Prince. Van'ity 6 = Apollonia 6 Ef við kúvendum nú lítillega og athugum kvenlegu hliðina á málunum kemur fljótlega í ljós að hljómsveitin Vanity 6 er ekki lengur til sem slík. Þá er verið að tala um að Vanity 6 sé ekki lengur undir vemdarvæng Prince heldur annaö kvennanúmer, Apollonia 6. tJr fjarlægð skoðað virðist það hafa gerst að söngkon- an úr Vanity 6 hafi verið með ein- hvem kjaft og því þurft að hverfa úr sviðsljósinu. I stað hennar er komin hin undurfagra Patty Apollonia Kotero og um leið skýr- ingin á nafnaskiptunum. Það er fátt eitt að segja um Patty þessa annað en að hún leikur Apolloniu þá sem Prince og Day bítast um í myndinni. Fáar sögur fara af leik- sigri hjá henni, helst er talið að hún hafi verið valin vegna ágæts sköpulags síns frekar en leik- rænna hæfileika og notið þar hins ágæta lögmáls sem virðist gilda hjá Prince, Day og öðrum kunningjum hans: Brjóst skipta meira máli en orð. Sheila E Fyrir fáeinum árum var Sheila Escovedo lítt þekktur bongó- trommuleikari sem eyddi tíma sínum í smáklúbbum í kringum San Franciscoflóann eða sem undirleikari hjá nöfnum eins og George Duke, Marvin Gaye og Lionel Ritchie. Hún var þá ósköp venjuleg stúlka — algerlega and- stæðan við það sem hún er í dag. Hún hitti nefnilega Prince. Það má segja sem svo að hann hafi gert hana að því sem hún er í dag. Nú fyrir skemmstu var lag Sheilu, The Glamourous Life, á topp tíu á þremur listum í USA. Geri önnur lög betur. Það er svolítil saga að segja frá því hvemig þetta lag og öll hin lögin á samnefndri plötu urðu til. I stuttu máli: Pete Escovedo, pabbi Sheilu, spilaði á slagverk með stórsveitinni Santana á seinni hluta áttunda áratugarins. Prince var mikill aðdáandi Santana og kynntist Pete ásamt fleirum úr sveitinni um það leyti sem plata Santana, Moonflower, varð til. I gegnum Pete kynntist Prince Sheilu. Það leiddi til þess að hann varð tíður gestur á heimili Sheilu þar sem þau dvöldust við píanóið og börðu saman lög. Þegar svo haföi haldið áfram í nokkur ár, með hléi vegna Vanity 6, slógu þau til og gerðu plötu. Prince lætur sín þó hvergi getið við gerð hennar því að ætlunin var að láta plötuna ganga vegna eigin verðleika, ekki frægðar hans. Auðvitað komst það upp og platan var/er rifin út. Spumingin er bara þessi: Ætli það sé út af honum eða henni? Hvert sem svarið verður er ljóst að þáttur Prince er stór í þeim hlutum sem hann hefur gert með öllu þessu fólki sem hér hefur verið nefnt. Hæfileikar hans eru það miklir aö hann getur vel deilt þeim með nokkrum öðrum. Vandinn virðist bara vera sá að hann á eitthvað erfitt með að hafa hlutina á hreinu; hver gerði þetta og hver gerði hitt? Þess vegna verða vandræði. 40. tbl. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.