Vikan


Vikan - 22.11.1984, Síða 24

Vikan - 22.11.1984, Síða 24
Heimilið er töfrahúsgagn! Það þarf nú eiginlega ekki að kynna spegil- inn sem slíkan. Allir kannast við þetta hand- hæga tæki sem alltaf er til taks, hvort sem mönnum líkar betur eða verr! Speglar er mikið notaðir af innanhússhönn- uðum enda ekki skrítið þar sem þeir gera oft á tíðum kraftaverk á réttum stöðum. Aðallega eru þeir notaðir til að stækka herbergi en einnig til að auka birtu ef hún er lítil. Hér á síðunni sjáum við nokkur dæmi um árangurs- ríka notkun spegla í stofu, svefnherbergi og á gangi. Það má benda á að margar verslanir hér á landi selja spegla, bæði litla og stóra. Einnig eru til sölu margs konar festingar fyrir utan þessar hefðbundnu, til dæmis litlar, svartar klemmur og svo lím til að líma speglaflísar á slétta fleti. I litillí og þröngri íbúð er tilvalið að nota spegla til að láta plássið sýnast meira. Á bak við þessar spegla- hurðir er falið agnarlítið eldhús. Þegar uppvaskið er orðið meira en góðu hófi gegnir er hurðunum lokað pent og allt virðist í stakasta lagi! Hér þurfti að stækka vel nýtt svefnherbergi. Það er ekki nóg meö að stór spegill skreyti vegginn fyrir ofan hjónarúmið heldur eru speglar á öllum skáphurðunum á móti. Út- koman úr þessu speglaævintýri er svefnherbergi sem virðist endalaust að stærð og góð- ir speglar til hefðbundinnar notkunar... til að spegla sjálfan sig i! Þessir speglar voru settir með það í huga að auka birtu í gluggalausum borökrók. Efri hluti speglaveggsins var hafður bogadreginn í stíl við stólana. Að öðru leyti var skreyt- ingin sótt í kirkjugluggaskreytingar. 24 Vikan 41. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.