Vikan


Vikan - 22.11.1984, Qupperneq 29

Vikan - 22.11.1984, Qupperneq 29
angaði að verða listamaður þegar ég var ungur" um yfir þessari skilgrein- ingu eru hér og nú beðnir innilega afsökunar. Geiri kom til dyranna og tók gestunum vel þrátt fyrir innantökur sem hann sagði hafa hrjáð sig að und- anförnu. Gekk með okkur í kringum húsið og lýsti því sem þarna var að finna á veggjunum og einnig inn- andyra. „Fjöllin og fossarnir eru allir héðan úr umhverfinu — og að sjálfsögðu sjórinn. Bátarnir líka, þarna er til dæmis bæði gamla og nýja Gullbergið. Hins vegar eru konurnar bara einhverjar konur sem ég ímynda mér og sama er að segja um manninn þarna yfir bekknum. Mig langaði alltaf að verða listamaður þegar ég var ungur. Fullu nafni heiti ég Ásgeir Emilsson og er fæddur hérna úti á Eyrinni. Við vorum tólf systkinin, átta bræður og fjórar systur. Ég er bara einn um þessa áráttu. Og núna, eftir að ég komst í þetta hús, virðist sem fólki fínnist gaman að því sem ég er að gera — að sjá þetta. Þegar Norræna kemur er fólkið alltaf að taka myndir af þessu. Annars vinn ég hérna í Fiskvinnslunni, hef verið þar lengi, unnið í fiski frá fjórtán ára aldri. En alltaf teiknað og málað í frí- stundum. í gamla daga fór ég í skóla á Eyrum sem barn og svo seinna komst ég í málleysingjaskólann í Reykjavík. Er fæddur heyrnarlaus og lærði því seint að tala. Samt getur þetta verið erfitt stundum. Af hverju ég er með kirkju úti í garðinum? Það er vegna þess að kisinn minn dó og ég jarðaði hann þarna. Og byggði svo kirkjuna handa honum. Núna er ég bara einn í húsinu. ” Þegar inn kemur tekur Geiri fíngerðan stól niður af hillu og gefur blaða- manni í kveðjuskyni. ,,Svona húsgögn geri ég bara úr bjórdósum, fólkið hefur gaman af þessu. En farðu varlega því þeir eru viðkvæmir og þola ekki slæma meðferð. Og ef þið sendið mér blaðið þá er heimilisfangið Oddagata 4C.” Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Haraldur Már Sigurðsson Myndina hérna fyrir neðan tók Ragnar Th. í stúdíói Vikunnar - kveðjugjöfin hans Geira komst óskemmd suður. Til hliðar er kirkjan sem reist er til minn- ingar um kisa sem fór ungur yfir á annað tilverustig. Á vinstri síðu og að ofan sést svo hvernig sköpunargleði íbúans hefur breytt hversdagslegu húsi í sérkenni- legt ævintýri - þar sem öllum venju- legum arkitektúr og myndlistarismum er gefið langt nef af hjartans einlægni. 41. tbl. Víkan 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.