Vikan


Vikan - 22.11.1984, Qupperneq 45

Vikan - 22.11.1984, Qupperneq 45
iu Framhaldssaga sjóræningjaskip væri innan seil- ingar þeirra rétt hinum megin við eyjuna, hálf áhöfnin og skipstjór- inn í landi, auðveld bráð fyrir byssur þeirra. Af hverju hikaði hún þá? Af hverju, þegar hún þurfti ekki annað en stíga fram úr rjóörinu í sólskinið, þar sem skjannahvítur undirkjóllinn hlaut að sjást, en hörfaði í staö þess bak við tré og gægðist fram og niður með ýtrustu varkámi eins og — eins og hún vildi ekki sjást? Hún fann sig seka. Þegar hún var svo búin að viðurkenna afbrot sitt var auk heldur auðvelt að bæta við glæpinn. Hún viður- kenndi fyrir sjálfri sér að hún hafði ekki í hyggju — hafði aldrei haft í hyggju — að svíkja Ameríkanana í hendur löndum sínum heldur að eina og ákafasta löngun hennar var að fara aftur niður á ströndina, eins fljótt og hún gat, og vara Nathan Grant við hættunni. Og þegar hún hafði viðurkennt þetta laumaðist hún burt. Fáeinum skrefum innar í rjóðr- inu heyrði hún grein bresta undir fæti og þegar hún sneri sér við stóð hún augliti til auglitis við skip- stjóra Delaware. Nathan Grant var á skyrtunni sem var fráhneppt niður aö mitti og sýndi vöövastælta bringu hans og snyrtilegan, svartan hárvöxt- inn sem náði frá hálsi niöur að mittisól. Hann var hattlaus eins og hans var vandi og hárlokkur lá yfir grimmdarlegt örið sem lýtti enni hans. Hún mætti augnaráði hans, skeytti ekki um að þunnur undir- kjóÚinn afhjúpaði leyndustu línur líkama hennar fyrir þessum rann- sakandi bláu augum, vissi af því aö hjarta hennar barðist tryllings- lega og að léttklæddur barmurinn reis og hneig af örum andardrætti hennar og að hann hlaut að gera sér grein fyrir ástæöunni fyrir því. „Ég fylgdist með þér,” sagði hann styrkróma. „Þaö hvarflaði aldrei að þér að svíkja Dela- ware.” Hún hristi höfuðið. „Aldrei. ” Hann gekk þau fáu skref sem skildu þau að, horfði niður í augu hennar. Allur heimur hennar, sól- lýst eyjan sem þau stóðu á, lævirk- inn sem söng uppi yfir þeim, vindurinn í efstu greinunum, grasið undir nöktum fótum hennar, náttúran öll og lífið safn- aðist saman í eitt og varð hluti af höndunum sem hann rétti að nökt- um öxlum hennar til að faðma hana að sér. ÞAÐ VAR bratt gil niður frá rjóðr- inu efst á hæðarhryggnum. Það lá eins og rifa aftan til á eyjunni og skildi að breiðar víkumar tvær. Langt fyrir neðan og við enda þess sleikti hafið litla hvíta sandströnd, leyndan og óaðgengilegan stað, luktan inni af hafinu. Hönd í hönd, með Nathan Grant í forystu, fóru þau þrep náttúrunnar niður gilið, bæði berfætt á heitum steinunum. Þegar þau voru komin niður hélt hann henni armslengd frá sér og horfði fjálgum augum á hana. „Þú ert svo fögur,” sagði hann. „Vissirðu það?” „Ég óska þess að vera hvað sem þér þóknast,” hvíslaöi hún í svara- skyni. Hendur hans lögðust blíðlega yfir axlir hennar, drógu niður undirkjólinn á brjóstum hennar, kvið hennar, ávölum mjöðmum hennar, þar til hann hrundi í silki- haug um fætur hennar. Hún þrýsti sér að honum með lágu kveini, fingur hennar laumuðust inn um opið skyrtubrjóstið, leituðu eftir stinnu holdinu, ríkidæmi karl- mannsanganar sléttrar húðar hans. Hann tók hana í arma sína og bar hana í svalan skugga í hlið gilsins, rétt viö flæðarmálið þar sem sandurinn var enn heitur af sólinni sem var rétt horfin þaðan; þar lagði hann hana niöur og vafði skyrtuna sína saman undir höfuð hennar. Hún beið, faðmur- inn útbreiddur til að taka við honum og horfði á hann losa mittisólina og láta buxumar falia og hjarta hennar hrópaði af blíðu þegar hún sá nakta karlmennsku hans. Hann laut yfir hana, tók lítiö andlit hennar milli handa sinna og lét kossum rigna á augu hennar, varir hennar, eyru hennar, mjúka staði á hálsi hennar, axlimar, geirvörtumar. Hún svaraði í sömu mynt, munnur hennar leitaði eftir aö kynnast hverjum bletti á honum. Og viö þessi blíðu atlot undu elskendumir í ljúfu sakleysi þar til gagnkvæm þrá þeirra varð ákafari og villtari. . . Það var eins og bærist hún að ströndu á risabylgju, lá rétt undir yfirborðinu í aðskildum heimi. Það var eins og ofboðsleg orka hefði komið inn í hana og hún gæti verið til utan tíma og rúms, hvorki andað né hugsað, aðeins lifað. Taktur djúpsins varð hluti af henni og hún af djúpinu og í sjálf- lýsandi heimi hennar undir yfir- borðinu lét hún sig — beitti vilja- krafti sínum með villimannlegum ákafa, hélt engu eftir í fullkominni undanlátssemi sinni — berast áfram og ævinlega á orkunni miklu sem hafði komið inn í hana uns vötnin skildust og hún barst sigri hrósandi upp í sólskinið og lifandi loftið, lá másandi og södd. „Ég elska þig svo mikið.” Hún hvíslaði þessu í eyra hans. „Og ég þig,” sagöi hann. „Frá fyrstu stundu. Ég efaðist aldrei andartak um að ég vildi þig frekar en nokkra aðra.” Hún setti svolítinn stút á var- irnar. „Það hefði mátt halda annað af kuldalegri framkomu þinni við mig frá því í gærkvöldi.” Hann leit undan, hnyklaði brýnnar. „Það var — ekkert. Mis- skilningur.” „En af hver ju — af hver ju? ’ ’ Hann leit aftur í augu hennar, rétti fram höndina og strauk vanga hennar með fingri sínum. „Þú verður ekki ánægðmeð það.” „Þá verð ég að vera óánægð meö það,” sagði hún. „Ég vil engin leyndarmál okkar á milli, Nat.” „Það snertir Tredegar,” sagði hann. „Eftir kvöldverðinn í gær var hann að grobba við skál. ” „Ummig?” „Já, um þig — og þjónustustúlk- unaþína.” „Hvað sagði hann?” „Ég var ekki viðstaddur. Ég heyrði þetta ekki fyrr en síðar, hjá O’Leary. Tredegar stærði sig af því frammi fyrir þeim öllum að hann svæfi reglulega bæði hjá hús- móður ogþernu.” „Og þú trúðir þeirri sögu?” Grant dró djúpt að sér andann: „Ég vissi að hann fékk sínu fram- gengt hjá svertingjastúlkunni þinni því ég sá hann koma út úr klefanum hennar klukkan tvö að nóttu.” „Það var væntanlega nóttina sem þú varst við dælumar?” sagði hún lágt. „Já.” „Ég skil. Og á þeim forsendum trúðir þú því að ég hefði Tredegar líka fyrir elskhuga?” Rödd hennar var styrk, augun vökul. Það var ekki annað en svolítill skjálfti í neðri vörinni sem kom upp um mikilvægi þessarar spum- ingarfyrir hana. „I afbrýðisemi minni bæði trúði ég og trúði ekki,” sagði hann. „Það hvarflaði naumast að mér hvort þetta væri sönnun. Svo vitnað sé í þjóðskáldiðykkar: „Smámunir léttir sem loft lifna i vitund afbrýðisamra sem ritning heilög og rétt.” Einu áhyggjumar, sem ég hafði, voru hvort ég gæti haldið áfram að elska þig ef þetta væri satt. Ég ákvaö að láta reyna á það. Ég útilokaöi þig úr huga mínum. Skeytti ekki frekar en nauðsynlegt var um návist þína. Kom fram við þig af lítilli kurteisi svo þú myndir forðast samskipti við mig. ” „Og? Fannstu svarið við spum- ingu þinni? ” spurði hún. „Dagur og nótt era liðin,” sagöi hann. „I viðleitninni við að útiloka þig úr huga mínum hef ég borið andlit þitt, nafn þitt, hljóm- inn af röad þinni, ilm þinn með mér alia stund. Þú hefur aldrei verið lengra frá mér en næsti andardráttur. Þama niðri á ströndinni sá ég þig ganga upp hlíðina og það var eins og þú værir að ganga út úr lífi mínu svo ég elti þig” Hún leit hæversklega niður. „Og þú fannst svarið þitt.” „Ég komst að því, í ást og gleði, að þú varst skírlíf,” tautaði hann við eyra hennar. „Þú sviptir mig meydómi,” sagði hún. „Og ég fagna því að það varst þú — eini maðurinn sem ég hef elskað með sanni eða mun nokkru sinni elska. ” „Emma. 0, Emma.” Hann lét aftur rigna yfir hana kossum, þar til hún var tryllt af unaði og kveinaði af hreinni sælu undir snertingu vara hans og handa. Og svo hreifst hún með svelg flóðbylgjunnar og barst áfram sigri hrósandi á fjarlæga strönd. Líkamar þeirra tveggja, hans svo dökkur og harður, hennar eftirlátssamur og fölur, rós- bleikur, mættust í dýrð á beinhvít- um sandi, hjá sjónum sem sleikti nakta fætur þeirra með hverri bylgju, ein í sinni einkaparadís. Og þegar hann hafði tekiö hana ööru sinni lágu þau og töluðu, handleggir þeirra fléttaðir saman, höfuð við höfuð, störðu upp í tak- markalausan bláma hafs og himins. „Hvað eigum við aðgera, Nat?” spurði hún. „Hvað eigum við að gera?” „Ég veit það ekki,” viðurkenndi hann. „Ert þú líka giftur?” „Já.” „Börn?” 41. tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.