Vikan


Vikan - 22.11.1984, Qupperneq 48

Vikan - 22.11.1984, Qupperneq 48
 Pósturinn AIRMALL PAR AVION Lögreglu- skólinn Kœri Póstur. Vid erum hér tvœr sem höfum áhuga á að komast í lögregluna. Er ekki rétt að stelpur komist í þennan skóla ? Hvað tekur þetta nám langan tíma og hver eru skilyrðin fgrir inntöku í skólann? Tvœr áhugasamar. Það er sett sem skilyrði til að komast í lögregluskólann að vera búinn að fá lögregluþjónsstööu, en aldursskilyrði í þá stöðu er 20—30 ár. Menntunarskilyrði eru að hafa lokið einhverju 2 ára námi í fram- haldsskóla eftir 9. bekk. Jú, mikil ósköp, stelpur fá líka inngöngu en einhver skilyrði eru sett með hæð- ina hjá þeim og gilda slíkar reglur einnig um karlana. Þaö er best fyrir ykkur að snúa ykkur til næstu lögreglustöðvar eða til þeirrar lögreglustöðvar er þið hafið áhuga á að vinna á og fá þar umsóknareyðublöð og allar nauðsynlegar upplýsingar. Lög- regluskólinn er til húsa í lögreglu- stöðinni aö Hverfisgötu í Reykja- vík og er sótt um þar og skuluð þið einnig hafa samband við viðkom- andi aðila þar. Umsækjendur eru látnir ganga undir þrekpróf og er síðan fjallaö um hvort umsækj- andi sé hæfur. Það er sérstök nefnd sem fjallar um þessi mál umsækjenda. Lögregluskólinn er þannig að fyrri önn skólans stendur frá því í október til loka desember. Síðan er árs starfsreynsla og vinna nemendur þá venjuleg störf lög- regluþjóna með löggiltum lög- regluþjónum. Seinni önnin í lög- regluskólanum tekur heilt skóla- ár, frá október til maí. Hjásofelsi og getnaðarvarnir Elsku frábœri, svaragóði Póstur. Ég er í miklum vandrœð- um eins og svo margir aðrir sem leita til þín. Vandrœðin eru þannig að ég er fáfróð um getnaðarvarnir. En svo ég byrji nú á byrjuninni þá hafa nokkrir (allsgáðir) beðið mig að ,,sofa” hjá sér en ég hef alltaf fyrir utan eitt skipti sagt nei, samt hefur mig langað til að segja já, alla vega nokkrum sinnum. Eg hef bara ekki þorað þetta vegna lélegra sem engra getnaðarvarna. En þá er komið að því sem ég œtla að spyrja þig um og það er: Hvaða getnaðarvarnir getur 14 ára stelpa notað? Ég bý á stað þar sem enginn lœkn- ir er, ekkert apótek og ekkert bókasafn þar sem maður gœti fengið lánaðar bœkur um svona mál. Foreldrar mínir tilheyraþeim sem ekki rœða þessi mál, þeir halda líka að ég geri aldrei neitt eins og að reykja, drekka og ,,sofa” hjá. Það eru sko 20 kílómetrar til nœsta lœknis og þess vegna get ég ekki bara gengið til hans og beðið um einhverjar getnaðarvarnir ,,í hvelli”. Með fyrirfram þökk. í vanda stödd. Þú virðist vera skynsöm stelpa sem hefur það í huga að getnaðar- varnir eru nauðsynlegar þegar ekki á að koma barn og slíkt er ekki æskilegt á unglingsárunum. Eitt skipti nægir til aö barn verði til og að eignast barn á unglings- aldri hefur í för með sér mikla ábyrgð, erfiðleika og breytingar á lífi móður og annarra aðstand- enda. Otti um afleiðingar af aðeins einu skipti er ekki ástæðu- laus og getnaðarvarnir því mikil- vægar. Á þessum árum er mjög eðlilegt að vera hrifin af hinum og þessum og gaman að byrja að vera með strákum, en kynlíf þarf ekki að fylgja í byrjun. Þú ert aðeins 14 ára, átt unglingsárin framundan og þarft alls ekki að flýta þér í þessum efnum. Þú þarft aldrei að segja já og ástarævintýrin þurfa alls ekki að innihalda kynlíf. Til- finningalegt samband, ást og hlýja skipta líka máli og það kem- ur áreiðanlega að því að þú hittir þann sem þig langar virkilega aö vera með. Samfarir eru ekki aðeins líkamlegt athæfi heldur líka andlegt og tilfinningalegt. Þú átt alls ekki að iðka kynlíf nema þig langi raunverulega til þess og gagnkvæmt traust og gott sam- band er nokkuð sem líka skiptir miklu máli. Þegar þú aftur á móti hefur hitt þann sem þig langar að vera með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þiö byrjið ykkar kyn- líf. Það eru ekki allir á sama máli um hvaða getnaðarvarnir henti unglingum best, eins og oft hefur verið bent á hér í Póstinum, þó er pillan talin heppilegust af mörgum. Til að fá hana í fyrsta sinn þarf stúlkan að fara í læknis- skoðun sem er nauðsynlegt vegna þess að pillan er lyf sem hefur áhrif á starfsemi líkamans. Lykkjan er yfirleitt aðeins sett í konur sem hafa orðið ófrískar en smokka er svo aftur hægt að kaupa í apótekum og eru þeir taldir nokkuð örugg getnaðarvörn ef þeir eru notaðir með sæðisdrep- andi kremi. Smokkar og sæðis- drepandi krem fást í apótekum. Þegar að því kemur að þú þarft á getnaðarvörninni að halda skaltu leita í ró og næði til læknis- ins og ræða þar málin í sambandi við pilluna eða aðra þá getnaðar- vörn sem verður ofan á. Þaö er betra en að eiga að fara að útvega sér þetta ,,í einum hvelli”. Venjan er sú — og um það eru flestir læknar sammála — aö gefa stúlk- um ekki pilluna fyrr en tíöablæð- ingarnar eru orðnar nokkuð stöðugar með reglulegu egglosi. Ef stúlka hefur haft reglulegar tíðir í 2 ár og ef læknirinn telur hana við góða heilsu er pillan gefin. Það eru engar reglur til um samþykki foreldra í þessu sambandi og læknar eru bundnir þagnarheiti eins og aðrar heilbrigðisstéttir. Pillan er ekki örugg getnaðarvöm fyrstu 14 dagana en um þetta allt átt þú að geta talað við viðkomandi lækni þegar þar að kemur. Njóttu þess bara að vera 14 ára, eiga lítil ástarævintýri og vera hrifin. Kyn- lífið kemur svo á sínum tíma. Queen Kœri Póstur. Ég er mikill aðdáandi Queen. Þess vegna vil ég biðja þig að birta plakat af hljómsveitinni í blaðinu. Svo vœri gott að fá um leið utanáskrift aðdáendaklúbbs hennar efhann er til. Kœrar þakkir ef þetta er hœgt. Aðdáendi Queen. Umsjónarmaður poppsins í Vikunni mun ef til vill taka þetta til greina og kannski birta mynd af þeim félögum fyrir þig en aðdá- endaklúbb hafa þeir að sjálfsögðu og hér kemur utanáskriftin: Queen International Queen Fan Club 46 Penbridge Road London W113 HN England. Pennavinir Helga María Mosty, Rituhólum 6, 109 Reykjavík, og Bryndís Guðjónsdóttir, Kleifarseli 45, 109 Reykjavík, eru 14 og 16 ára og vilja skrifast á við stráka á aldrinum 14—17 ára. Áhugamálin eru sætir strákar, diskómúsík og fleira. Þær lofa aö svara öllum skemmtilegum bréf- um. Iðunn Geirsdóttir, Hátúni 9, 735 Eskifirði, er 14 ára og vill skrifast á við stráka á aldrinum 12—15 ára. Áhugamálin eru auðvitað sætir strákar, „break-dans”, tónlist, partí og fleira. 48 Vikan 41. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.