Vikan


Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 54

Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 54
„Kosta og Boda eru tvö lítil þorp í Smálöndum í Mið-Svíþjóð. Þau eru umlukin skógi og þarna er nánast ekkert annað gert en að framleiða þessa glermuni. Fyrir- tækið Kosta Boda dregur svo nafn sitt af þessum þorpum. Kosta er aðeins stærra og þar búa eitthvað í kringum fimmtán hundruð manns. Húsin eru flest rauð og hvít, einlyft meö burst og það er hálfgerður ævintýrablær yfir öllu. Það er mikil kyrrð þarna og fólkið einstaklega vingjarnlegt. Það má segja að þarna sé nákvæmlega sami bragur yfir öllu og í sögum Astrid Lindgren um Emil. Við förum alltaf að minnsta kosti tvisvar á ári til Kosta og mér finnst ég alltaf koma betri maður þaðan aftur. Okkur líður vel þarna og förum þangað meira þess vegna, því innkaupin í verslunina getum við nú orðið afgreitt í gegn- um síma eða á sýningum sem við sækjum reglulega. Við ljúkum venjulega ferðalögum okkar á sýningarnar, sem eru í Frankfurt í Þýskalandi, á því að fara í Smá- löndin.” Þarna gengur glerblásturinn í arf En hvers vegna eru þessar vörur, sem sameina bæði list og notagildi, búnar til á þessum slóðum? Guðrún: „Þarna er nægur skógur og hann var kveikjan að gleriðnaðinum. Skógurinn var fyrir hendi og þar með eldi- viðurinn til að kynda í smiðjunum. Þarna inni í miðri Sviþjóð finnst annars ekkert af þeim hráefnum sem til þarf eins og til dæmis sand- ur. Það hefur þurft að flytja hrá- efnin annars staðar frá. Gler- smiðjan Kosta var stofnuð árið 1742 og er því um 242 ára gömul, elsta glersmiðja í Svíþjóð. Þorpið Kosta dregur nafn sitt af þeim sem stofnuðu fyrirtækið, en annar hét Koskull en hinn Stael von Holstein og voru báðir foringjar í lífverði Karls tólfta. Svíakonungs og það eru fyrstu stafimir í nafni beggja sem mynduðu fyrirtækis- og siðar þorpsheitið. Þetta eru ekki nein venjuleg sænsk nöfn, enda nöfn þarna um slóðir mörg af þýskum svo og af austurevrópsk- um uppruna. Þetta voru upphaf- lega Þjóðverjar og Tékkar sem voru fluttir inn, má segja til að vinna við þetta og koma þessu á fót. Glersmiðjan í Boda var svo stofnuð 1864 af nokkrum gler- blásurum í Kosta en þær samein- uðust upp úr 1950 í Kosta Boda. í dag er það ekki lengur skógurinn sem er ástæðan heldur hefur þarna skapast hefð glerblásara.” Már: „Eg þekki ekkert annað fag sem gengur eins mikið í erfðir og glerblásaralistin. Þarna eru heilu ættbálkarnir þar sem rekja má glerblástur í karllegg langt aftur í aldir. Einn frægasti gler- blásari heims í dag, Bengt Heintze, býr í Kosta. Hann er nú kominn yfir sjötugt og er níundi eða tíundi glerblásari í beinan karllegg — en því miður líka sá síöasti í röðinni því hann á engan son!” Hönnuðir, gler- blásarar — allir sem ein fjölskylda „Eg hef alltaf jafngaman af því að koma í verksmiðjuna og horfa á fólkið vinna,” segir Guðrún. „Það er eitthvað svo sérstakt and- rúmsloft þar og eitthvað sem heillar. Þama vinna allir saman og eru eins og ein fjölskylda. Hönnuðirnir búa á staðnum — þeir segja sjálfir að árangurinn verði ekki eins góður ef þeir eru ekki í andrúmsloftinu sem ríkir þarna. Einstaka listamenn búa þó ekki þarna heldur koma reglulega og vinna þá í nokkra daga í senn með glerblásurunum.” Og þekktu nöfnin? Már: „Það er kannski helst að fólk kannist við nöfn eins og Rolf Sinnemark og Bertil Vallien. Rolf Sinnemark er einn þeirra sem ekki búa á staðnum og það hafa á- reiðanlega einhverjir lesið um hann í skandinavísku viku- blöðunum. Hann er nokkurs konar þúsundþjalasmiður, hvort heldur það er í gleri eða silfri, og er að verða eitt þekktasta nafn Svía á þessu sviði.” Þið eigið kannski uppáhalds- listamenn þarna? „Já, ég,” segir Guörún og lyftir fallegri skál upp af borðinu. „Minn uppáhaldslistamaöur þarna er BertÚ Vallien. Skálamar hans, og það sem hann gerir, segja manni svo mikið. Ég held líka upp á Paul Hoff. Hann var áöur hjá Kosta Boda en er nú kominn í keramik til Gustavsberg.” Og Guðrún lyftir upp forláta froski. „Mér þykir mjög vænt um þennan, hann og hans líkar eru gerðir fyrir Wild Life Fund og eru í takmörkuöu upplagi.” (Og blaðamaður verður að viðurkenna að það er mikill munur á froskinum og hreinlætis- tækjunum sem kannski fleiri þekkja frá Gustavsberg.) „Snertið munina" Það sést greinilega á heimili Guðrúnar og Más að þau hafa gaman af fallegum hlutum og listaverkum, vandlega valdar myndir og munir prýða alls staðar. Már: „Það er mjög ánægjulegt hversu fólk kann miklu betur að meta glermuni en áður, smekkur fólks hefur breyst og það er mikið til því að þakka að hér hafa sprottið upp vandaðar verslanir. Bergvík er svo annað ánægjulegt dæmi og er alveg aðdáunarvert hversu vel er staðið að öllu þar. Ég get ekki neitað því sjálfur að mér finnst gaman að vera innan um fallega muni og ég verð líka að játa að ég hef meira gaman af að selja fallega skál en matardisk þótt þeir geti verið fallegir líka. Ég get sagt þér að ég hef stundum gripið mig í því að selja fallegan hlut sem ég svo dauðsé eftir. I fyrra voru keyptar 20 stórar skálar eftir Bertil Vallien, þetta eru dýrar skálar sem ekki seljast eins og heitar lummur, engar tvær eru eins og ég sé eftir hverri einustu skál sem selst. Það er gaman að horfa á fallegar skálar og fallega vasa en það er bara brot af því að upplifa þetta fallega handbragð. Maður þarf aö taka hlutinn í hendurnar og finna hann. Það hafa sjálfsagt margir ein- hvern tíma rekist á spjald í hillu þar sem á stendur: „Vinsamleg- ast snertið ekki munina — eða eitthvað í þeim dúr, en þetta er nokkuð sem mér finnst af og frá. Mér myndi sjálfum ekki detta í hug aö kaupa glervöru sem ég hefði ekki komið við. Við Guðrún höfum stundum rætt þetta þegar fólk kemur inn í búðina og er hrætt við að snerta hlutina. ” Guðrún: „Danskur hönnuður hjá Holmsgárd sagði eitt sinn á sýningu að hann vildi helst sjá skilti í öllum hillum allra glerlist- arverslana þar sem á stæði: Snertiðmunina.” Er með skáladellu Skálar eru mjög áberandi meðal fallegra muna á heimilinu. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. „Það er Guðrún sem stendur fyrir þessu,” segir eiginmaðurinn. „Þetta byrjaði eiginlega í fyrstu heimsókninni í Smálöndin. Við vorum á ferðalagi með vinafólki okkar frá Svíþjóð sem var þá hlut- hafar í Kosta Boda. Þetta var árið 1973 og við þekktum þessar vörur ekkert en urðum strax mjög hrifin. Þremur árum síðar eða 1976, þegar það kom til tals að við tækjum við umboðinu hér heima, endaði þetta með því aö við opnuðum verslunina. í þessari fyrstu ferð okkar var mér gefin skál og það varð síðan þannig aö vinur okkar, sem bjó í Kosta í nokkur ár, gaf mér alltaf eina skál í hverri heimsókn okkar. Þetta voru og eru allt mjög sérstakar skálar og stundum aðeins til ein eða tvær af gerðinni. Nú, allt í einu var ég komin með dellu fyrir skálum og farin að fara inn á lager þarna í leit að hinum ýmsu skálum.” Kemur þú þeim öllum fyrir eða eru þær til skiptis uppi við? „Þetta eru litlar skálar og hjá mér er alltaf pláss fyrir eina skál í viðbót.” Már og Guðrún eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík og hafa búið þar alla sína tíö. Már er viðskipta- fræðingur og rekur auk verslunar- innar fyrirtækið Egill Árnason hf. en frá því fyrirtæki kemur ekkert gler heldur sléttar og felldar spýtur — þó þannig spýtur að þær gleðja augað auk þess sem þær hafa notagildi — nefnilega parket. En er ekki erfitt aö fara úr fallegum glervörum í spýturnar? „Nei, það er gott að koma frá hörðum spýtum í brothætt gler. Þetta tvennt er svo gjörólíkt að það verkar eins og endurnæring að fara úr einu í annað. ’ ’ „Már er eiginlega innflytjand- inn minn,” segir Guðrún og hlær. Fljótandi skrifstofustúlka milli Bordeaux og Casablanca Það fylgja því oftast einhver ferðalög að reka verslun eins og Kosta Boda og fara Guðrún og Már eins og áður getur út að minnsta kosti tvisvar á ári í sambandi við fyrirtækið. En þetta er þó ekki eina starf Guðrúnar sem hefur tengst ferðalögum — hún virðist beinlínis hafa elt þessi störf uppi. „Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast. Þetta er kannski í blóð- inu því pabbi var sjómaður. En þetta er ekki alveg út í hött. Ég var flugfreyja hjá Loftleiðum frá 1952 til 1960. Þetta var þegar það var svo spennandi að vera flug- freyja. Það er það reyndar ennþá, en þetta var öðruvísi á þessum árum. Það er erfitt starf að vera flugfreyja en það var ennþá erfið- ara á þessum tíma. Þá tók flugiö til New York fjórtán til átján klukkutíma í staðinn fyrir fimm núna. Svo þurfti að stoppa í Goosebay og Gander. Það var stundum hálfóhugnanlegt á vet- urna þegar vélarnar lentu í mikilli ísingu og þegar mótvindur var mikill — en vélarnar voru ekki þrýstijafnaðar. En þetta var samt spennandi. Við Már giftumst svo árið 1959 og ári seinna hætti ég í fluginu, þá búin að eignast fyrsta son okkar af þremur. Ég fór síðan seinna að vinna í gestamóttöku á Hótel Loftleiðum eins og svo margar flugfreyjur gera þegar 54 ViKan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.