Vikan


Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 72

Vikan - 06.12.1984, Blaðsíða 72
Hún sagöi honum það. „Emma Devizes,” endurtók hann. Varir hans — hann haföi einkennilegan munnsvip — sveigðust í kunnugleikabrosi. „Og ensk aðalskona, já? Eða svo sagðir þú.” Emma kinkaði kolli. Mia foi! Þetta er okkur heiður!” Yves bandaði í átt til einhvers sem var rétt úr augsýn Emmu. Hún sneri höfðinu og kom auga á stóra, svarta blendings- hundinn sem lá rétt hjá olnboga hennar. Hann deplaði augunum og sleikti uppörvandi út um. „Þetta er Raoul,” sagði Yves. „Og nú ætla ég að sjá um tisane.” Þama var varðeldur, litlar hlóðir þar sem eldur logaði glatt en gaf ekki frá sér neinn reyk sem greina mátti. Hann glæddi hann með litlum físibelg sem hann hafði milli fingra, glæddi þessa litlu hrúgu af furuflísum þar til hún var hvítglóandi. Hún horfði á meðan hann bætti svolitlu af þurrkuðum jurtum í litla pönnu sem hékk yfir eldinum á endanum á grein. Undarlega sæt-súr lykt lék í nösum hennar. Himinninn uppi yfir henni — lítill blár flekkur inni í hring trjánna sem umluktu gilið og klettahlíðarnar beggja vegna — var að verða dökkur. Kvöld- stjarna glitraði köld. Handan við sársaukann, þreytuna sem hélt henni niðri, ringlaðan hugann, vissi Emma af hvöt til aðgerða, þörf fyrir að gefa einhverju lögun og efni og það strax núna, áður en dimmt var orðið, áður en hún missti aftur meðvitund og það varð of seint. Hún mundi hvað. „Monsieur . . .” byrjaði hún. „Já,” sagði hann. „Kallaðu mig Yves. ” „Þú verður að vera svo góður að bjarga félögum mínum,” grát- bað hún hann. „Núna! I kvöld! Guð einn veit hvaða kvalir þau hafa mátt þola þegar. Við vorum tekin höndum, skilurðu, af hópi enskra liðhlaupa og nokkurra indíána, íróka...” Áreynslan viö að tala dró úr henni máttinn eins og vatn rann úr hendi. Andlit hans fyrir framan hana missti lögun, trylltist, brotnaði, dofnaði. Hún kom aftur upp úr myrkrinu og þá var hann að strjúka henni um enniö með rökum hálsklúti sínum. „Ég ætla að gefa þér tisane núna,” sagði hann. „Þú verður að sofa því þú ert ákaflega máttfarin eftir lostið og blóðmissinn. Þú gætir auðveldlega fengið hita og illthlaupiðísáriö.” „Gerðu það,” hvíslaði hún. „Það er stúlka þarna. Svört þjón- ustustúlka. Hún heitir Suzie og hún hlýtur að hafa þolaö kvalir fordæmdra. Ef hún er enn á lífi, ef þessir liðhlaupar og villimenn hafa ekki gengið af henni dauðri, grátbæni ég þig um að reyna að. . . ” „Liðhlaupamir,” sagði hann. „Þeir eru verstir. Það sem indíánarnir gera af óupplýstri villimennsku gera Englending- amir af þaulhugsaðri illgirni, vita vel hvaða fúlmennsku þeir fremja. Héma færðu tisane.” Hún bandaði máttvana frá sér ílátinu þegar hann bar það að vörum hennar. „Og þar er maður,” hvíslaði hún. „Enskur höfuðsmaður. Drottinn veit að ég skulda honum ekkert gott, en engin mannleg vera á það skilið að farið sé með hana á þann hátt sem þeir fóru með hann, eins og sum börn fara með flugur, rífa af þeim lappir og vængi...” 72 Vifcan 43. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.