Vikan


Vikan - 06.12.1984, Side 76

Vikan - 06.12.1984, Side 76
VINSÆLUSTU SAPUOPEF Sápuóperurnar eru flestar á sömu bókina lærðar: Þær segja frá fallegu fólki og ástarlífi þess sem einkennist af miklum til- finningasveiflum. Þar fléttast inn auður og völd og söguþráðurinn er síðan kryddaður með glamor og hæfilegum skammti af kyn- lífi. Þetta eru skapmiklar persónur sem eru tilbúnar til að fórna öllu fyrir ástina eða auð og völd — eða jafnvel hvort tveggja! Þær sápuóperur sem hér eru nefndar eiga það sameiginlegt að hafa verið sýndar við feikilegar vinsældir erlendis og að hafa ver- ið gerðar eftir metsölubókum! Þær eru flestar fáanlegar á video- leigum hér á landi og hafa setið þar í efsta sæti á útlánavinsælda- listanum. Þessir þxttir eru gerðir eftir metsölubók Judith Kranz. Hún er ekki ókunnug íslenskum lesendum því hún hefur skrifað fleiri metsölubækur á afþreyingar- bókamarkaðnum en Princess Daisy, til dæmis Mistral’s daughter og Scruples sem einnig hefur verið snúið yfir í sjónvarpsþáttaröð. Ferill Judith Kranz sem rithöfundur er óvenjulegur að því leyti að hún skrifaði sína fyrstu bók 48 ára gömul. Fram að þeim tima hafði hún unnið við að semja texta í auglýsingamyndir fyrir snyrtivörufyrirtæk- ið Cody og seinna starfaði hún á bandarfska blaðinu Good House-keeping. Hún gerðist síðan lausráðinn blaðamaður og gerði það gott með litlum pistlum um kynlífsdrauma kvenna og hinn fullkomna mann. Það var þá sem henni datt í hug að skrifa skáldsögu. Ur því að þessi uppskrift heppnaðist svona vel í kvennablöð- unum, því ekki að reyna hana í skáldsöguformi? Árangurinn varð ótrúlegur. Hún gaf út bókina Scruples árið 1977 sem scldist í 106 þúsund eintökum og sló þar með metið á vasabrotsbókamarkaðnum. Á eftir fylgdu svo bækurnar Princess Daisy og Mistral’s daughter. Söguþráðurinn í bókum Judith Kranz er yfirleitt á einn veg. Hann segir frá faliegu ríku fólki, heitum ástríðum, valdabaráttu og misskilningi og svo er kynllfi fléttað inn 1 til að halda spennunni. Reyndar hafa kyn- lífslýsingar hennar þótt í djarfara lagi, en það hefur frekar gert bækurnar vinsælli en að draga úr sölu þeirra! Prinsessan Daisy fylgir þessari formúlu. Þar segir frá Hollywoodstjörnunni Francescu Vernon sem giftist rússneskum prinsi. Daisy er dóttir þeirra og hún berst við að koma sér áfram I óprúttnum heimi. (Hún er rík, falleg og hefur góð sambönd.) Henni tekst það að sjálfsögðu og fær í kaupbæti þann sem hún elskar. 1 sýningu og heita þættirnir eftir aðalpersónunum: James McGregor, Kate Blackwell og Eve And Alexandra. Sidney Sheldon er metsöluhöfundur sem varla þarf að kynna. Hann hefur skrifað bækur eins og The Other Side Of Midnight, A Stranger In The Mirror, Blood- line, Ragc Of Angels og Naked Face. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á íslensku og sú síðastnefnda hefur verið kvikmynduð og var sýnd í Bíóhöllinni ekki alls fyrir löngu. Master Of The Game er sápuópera í anda Dallas og Dynasty, fjölskylduátök, krydduð með ást, losta, girnd og svikum. Sidney Sheldon gengur ekki fram hjá kven- þjóðinni í sögum sínum og gerir konur gjarnan að leið- andi afli. Svo er einnig um Master Of The Game. Þar Kate Blackwell aðalsöguhetjan. Hún stjórnar með harðri hendi auðhring þeim er faðir hennar, James Mc- Gregor, lagði gmnn að með demantafúndum sínum í Suður-Afríku. Sonur hennar, Tony, vill verða málari MASTER OF THE Með aðalhlutverk í sápuóperunni fara Lindsey Wagner, sem leikur móðurina, Stacy Keach, sem leikur rússneska prinsinn, Rubert Hverett, sem leikur bróður- inn, danska leikkonan Matere Van Kamp leikur Daisy prinsessu og Claudia Cardinale vinkonu föður hennar. í aukahlutverkum birtast svo meðal annarra Ringo Starr og eiginkona hans, Barbara Bach. Það kostaði um 7,5 milljónir punda (37.7,5 milljónir íslenskra króna) að gera þessa þætti en miðað við móttökurnar hingað til hafa framleiðendur engar áhyggjur af því að þessi kostnaður skili sér ekki marg- falt inn aftur. Sjónvarpsþættimir Master Of The Game em glænýir þættir, framleiddir árið 1984. Þeir em byggðir á sögu Sidney Sheldon. Þar er fylgst með McGregor-Black- well-fjölskyldunni í þrjá ættliði og segir frá endalausri baráttu hennar við að halda í auð og völd. Þessir sjón- varpsþættir eru óvenjuiegir að þvl leyti að þeir voru fyrst fmmsýndir á videomarkaðnum í Bretlandi, áður en þeir voru sýndir þar 1 sjónvarpi. Þeir em sýndir á þremur spólum. Hver þeirra tekur um 7 klukkustundir en hann vantar skapfestu til að standa á móti móður sinni sem hikar ekki við að beita hann lævlsum brögðum til að fá hann inn 1 fyrirtæki sitt. Hann eignast tvíburadæturnar Eve og Alexöndm sem cru aðalpersónurnar 1 þriðja þættinum. Þær eru eineggja tvíburar en mjög óllkar að skapferli. Önnur berst með ástina að vopni til að ná aðdáun ömmu sinnar. Hin beitir svikum og prettum. Það kostaði ekki minna en 70 milljónir punda að framleiða þættina Master of the Game. En stðr nöfn á listanum yfir aðalleikara ættu að laða nógu marga að kassanum til að sá kostnaður skili sér. Með aðalhlutverkið fcr Dyan Cannon. Hún eldist hvorki meira né minna en um 70 ár í þáttunum og þykir skila hlutverki slnu með mestu ágætum. Föður heimar leikur Ian Charleson en hann lék eitt aðalhlut- verkið 1 óskarsverðlaunamyndinni Chariots Of Fire. Harry Hamlin fer með hlutverk veiklynda sonarins. Harry þessi hefur hingað til verið frægari fyrir að vera ástmaður Ursulu Andress en leikari en hefur nú 1 hyggju að breyta því. Jean Marsh, sú er lék í Húsbændur og hjú, leikur ráðskonu James McGregor og Liane Langland leikur tvíburasystumar Eve og Alex- öndru. 76 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.