Vikan


Vikan - 06.12.1984, Page 92

Vikan - 06.12.1984, Page 92
Ofvirkinn Giorgio Moroder WJ m f * Æk Manneskjumar týnast gersamlega i steinsteypu. Skiljiö þið hvað Fritz Lang hefur verið að fara? Ef vel er að gætt má sjá hvemig líkanið af byggingunni er fellt inn í raunverulegu myndina, mennina og himininn. Texti: Hörður Það er næstum ótrúlegt hvað hinn 43 ára Itali, Giorgio Moroder, hefur haft mikil áhrif á það sem við drepum tímann við að meðtaka, sér- staklega þó tónlist og kvikmyndir. Hér á eftir fer stutt upptalning á því sem hann hefur verið að taka sér fyrir hendur síðasta áratuginn eða svo. Rétt er að byrja á síðasta hugarfóstri hans. Nú nýlega kom frá honum kvikmynd, endurútgáfa (remix?) af „Science-Fiction” myndinni Metropolis sem Þjóðverjinn Fritz I>ang gerði þar í landi árið 1926. Nú um þessar mundir er einmitt verið að sýna þessa mynd í Bíóhöllinni og verður það að teljast rós í hnappagatið hjá Áma Samúelssyni, forstjóra þess ágæta kvikmyndahúss, því myndin er hreint splunkuný. Það sem Giorgio gerði við myndina var að lita hana (árið 1926 voru kvikmyndir í svarthvítu) og semja tónlist með (árið 1926 voru kvik- myndir án tals). Það gat hann þó ekki fyrr en eftir kapphlaup við David Bowie um þau fáu eintök sem eftir voru. Upphaflega var myndin um þriggja tíma löng en af augljósum við- skiptalegum ástæðum (árið 1926, og reyndar enn, voru kvikmyndir yfir einn og hálfan tíma flokkaðar með einu orði: „Langdregnar og því ósölulegar var hún klippt miskunnarlaust niður í „venjulegan” sýning- artíma. Ekkert var til sparað í frum- (og reyndar endur-) gerðina. Fritz Lang notaði hvorid meira né minna en 36.000 leikara í myndinni og við gerð hennar eyddust eitthvað í kringum þrjár milljónir marka, sem var stjamfræðileg tala á þeim árum. Fritz sagöi sjálfur að hann hefði gert myndina undir áhrifum sem hann varð fyrir við að heimsækja nokkrar stórborgir Bandaríkjanna. „Myndin mín reynir að fylgja hinum þrotlausa takti menningarinnar sem nú þróast með áður óþekktum hraða.” Hugmynd hans var að byggja upp risavaxna borgarþyrpingu í vísindaskáldsögustíl (sem hann gerði með líkönum að mestu leyti) sem lyti harðstjóm, studdri af rotinni yfirstétt. Á þeim tíma er Giorgio og Bowie kepptu um réttinn á myndinni voru einungis til 6 eintök í útgáfunni sem sýnd var. Eftir að Goggi vann kapp- hlaupið komu svo í leitimar nokkrar kyrrmyndir. Það fyrsta sem hann gerði var að klippa þetta sundur og saman og síðan lita það. Innviðir húsanna voru gerðir brúnleitir, risastórar byggingar og farartæki fengu bláan lit en frásagnarhlutar og sýnir ýmiss konar fengu gullinn eða rauðan blæ á sig. Næst var það músíkin. Það er ekki annað hægt að segja en að hann hafi farið óvenjulegar leiðir. Tónlistina flytja nefnilega listamenn sem lítt eða ekki þættu vænlegir til kvikmyndatónlistargerðar. Hér er verið að tala um Adam Ant, Pat Benatar (af öllum konum!) og svo hinn hlægilega Freddie Mer- cury sem hefur þá tilgerðarlegustu og spjátrungslegustu líkamsburði sem ég hef séð. Ég læt öðrum eftir að dæma um hvemig til tekst með að fella tónlist þessa fólks við myndina, nógu margir hafa rifist um það, en ef fólk vill dæma um hvemig tónlistin sjálf er, myndarlaus, getur það hlustað á nýjasta lag Mercurys, Love Kills. Von er svo á smáskífum frá hinum tveimur. Þetta, þó flestum finnist nóg um, er ekki eina járnið í eldi Moroders. Auk þessara þriggja „listamanna” eru væntanlegir söngvar með eftir- töldum: Melissa Manchester, Bonnie Tyler, Irene Cara, Madleen Kane, Joe Esposito, Helen Terry og fleiri. Nú um þessar mundir er svo lag hans og Phils Oakeys úr Human League, Together In Electric Dreams, á breska smáskífulistanum. Langar ykkur til að lesa meira? Eruð þið ekki orðin þreytt? Síðan þetta gerðist hefur hann samþykkt að gera tónlist við þrjár aðrar kvikmyndir. Lag sem hann samdi fyrir ólympíuleikana, þar sem þemað var hlaupin, Reach Out, var nú rétt í þessu að detta af toppi þýska smáskífulistans. Flytjandinn heitir Paul Engemann og eru lítil deili vituð á honum. Nóg? Það er hægt að halda endalaust áfram. Vissuð þið að hann gerði tónlistina við kvikmyndina Cat People og vann þar með keppinaut sínum um Metropolis, David Bowie? Vissuð þið að hann gerði líka tónlistina við Midnight Express og fékk 'að launum óskarsverðlaun? Vissuð þið að hann var einn af frumkvöðlum synthapoppsins svokall- aða og þaö var á sjötta áratugnum? Vissuð þið að það var hann sem fann upp Evrópudiskóið með því að kenna Donnu Summer að stynja og syngja svo lagið Love To Love You Baby árið 1977. 79 fann hann svo upp rokk-diskóið með laginu Hot Stuff. Hann gerði tónlistina í American Gigolo, vissuð þiö þaö? Flashdance? Nei, ekki heldur? Electric Dreams? Ekki? Eruð þið búin að fá nóg? Þá er ég hættur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.