Vikan


Vikan - 09.05.1985, Síða 36

Vikan - 09.05.1985, Síða 36
Fölbleik peysa Hönnun: Sigrún Hermannsdóttir Ljósm.: RagnarTh. Efni: U.þ.b. 600 g af Hjerte-Sologarni. Prjónar: Hringprjónar nr. 3 1/2 og 4 1/2 og prjónar af sömu stærö. Stærð: 38—40. Mynstur: Mynstrið er prjónað fram og til baka, slétt og brugðið. í fjórðu hverri umferð (á röngunni) er mynstriö prjónað: * 1 brugðin, 3 sléttar * til skiptis út umferðina þannig að mynstrið verður á réttunni eins og mynsturteikning sýnir. Prjónfesta: 10X10 cm = 28 lykkjur lóðrétt og 181ykkjur lárétt. Boiur: Fitjið upp á hringprjón nr. 3 1/2 160 lykkjur. Prjónið 7 umf. slétt og brugðið. Færið yfir á prjón nr. 4 1/2 og aukið 8 lykkjum í. Prjónið slétt á hringprjón, 14 cm. Skiptið þá bolnum í tvo jafna helminga og geymið annan helminginn á hjálparprjóni. Prjónið síðan mynsturprjón fram og aftur og byrjiö á röng- unni með mynstrinu: * þrjár sléttar, ein brugðin * út prjóninn. Prjónið án þess að auka í 28 umferðir, aukið síöan í 16 lykkjum hvorum megin þannig að það deilist jafnt á næstu 36—40 umferðir. Prjóniö síðan án þess að auka í 58 umferöir í viðbót. Þá er hugaö aö hálsmálinu og 52 lykkjur settar á geymsluprjón í miðju, prjónaðar átta umferöir í viðbót á hvorri öxl en felld af ein lykkja í hálsmáli hvorum megin í annarri hverri umferð. Fellið af. Bolurinn er prjónaður eins hinum megin. Háismái: Saumið saman á öxlum. Prjóniö átta umferðir slétt prjón með því að nota lykkjurnar sem geymdar voru í hálsmálinu og taka upp lykkjur til beggja hliða eftir því sem á vantar. Hálsmálið er prjónað með hringprjóni (ermaprjóni) nr. 3 1/2, 8 umferöir sléttprjón. Ermar: Fitjið upp 40 lykkjur á prjóna nr. 3 1/2 og prjónið slétt og brugðiö, 5 umferðir. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 1/2 og aukið 8 lykkjum í. Prjónið slétt þar til ermin er 14 cm. Þá á að bæta 1 lykkju við í fjóröu hverri umferö fjórum sinnum og þar á eftir í annarri hverri umferö þar til 82 lykkjur eru á prjóninum. Fellið laust af þegar ermin er 38 cm. Frágangur: Saumið bolinn saman upp að hand- vegi báðum megin. Saumið síðan ermina 4 lykkjur (1 cm) frá brúninni. Sjá mynd. Þvottur: Leggið peysuna ekki í bleyti! Notið milda sápu án bleikiefna. Peysan þolir vél- þvott í 60 gráða heitu vatni. 36Vikatt 19. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.