Vikan - 15.08.1985, Page 42
Vinsælir leikarar
TÖFFARINN
CLINT
EASTWOOD
Á hvíta tjaldinu er andlit hans alltaf steinrunniö.
Svipurinn breytist sjaldan og tilfinningar eru ekki til
sýnis. Þegar Clint Eastwood lítur á andstæðinga sína
liggur við að köld augun nægi til að hrekja þá á brott.
Þetta er sú ímynd sem Clint
Eastwood hefur skapað á leik-
ferli sínum og hefur gert hann
að vinsælasta kvikmyndaleikara
sem nú er uppi. Nýlega kusu
bandarísk ungmenni hann þá
persónu sem þau vildu hvað helst
líkjast og skaut hann sjálfum Ron-
ald Reagan aftur fyrir sig. Það má
segja að Clint Eastwood hafi sjálf-
ur þróað þessa persónu. Fyrst var
það í spaghettivestrunum, síðan
sem lögreglumaðurinn Dirty
Harry. Gleymdur er ungi saklausi
drengurinn Rowdy Yates sem var
í sjónvarpsþáttunum Rawhide er
Mögnuð sakamálamynd: ★★★★
Maraþonmaðurinn (Marathon Man)
Leikstjóri: John Schlesinger
Aðalhlutverk: Dustin Hoffmain, Laurence Olivier, Roy Scheider og
Marthe Keller.
Sýningartimi: 126 min.
Ég held að með tímanum eigi
myndin Maraþonmaðurinn eftir
að verða talin meðal klassískra
sakamálamynda. Hún sameinar
gott handrit, góðan leik og er
umfram allt mjög spennandi.
Dustin Hoffman leikur há-
skólastúdent sem notar allar sín-
ar frístundir til að hlaupa. Hann
á bróöur sem kemur í heimsókn
til hans og er hann myrtur
skömmu seinna. Á bak við morð-
ið er gamall nasisti sem býr í
Suður-Ameríku en hefur mikil
áhrif. Hann hafði með aðstoð
annarra safnaö auðæfum á
stríðstímum og eru þau í banka-
hólfi í New York, en þar gerist
myndin aö mestu leyti.
Nasistinn heldur að háskóla-
stúdentinn hafi komist á snoðir
um bankahólfið en bróðir hans
hafi í raun verið CIA-maður sem
var á hælum nasistans. Kostar
þetta mikinn eltingaleik um
götur New York borgar og verð-
ur ekki farið meira út í sögu-
þráðinn sem gerist sífellt meira
spennandi þegar líður á mynd-
ina.
Þaö eru úrvalsleikarar í öllum
helstu hlutverkunum. Ber þar
hæst Laurence Olivier í hlut-
verki nasistans. Hann er virki-
lega ógnvekjandi þegar hann
mundar tannlækningatæki sín í
pyndingarskyni. Dustin Hoff-
man er einnig góður sem há-
skólastúdentinn sem minnst veit
en lendir í miðri atburðarás sem
er miður þægileg fyrir hann.
Maraþonmaðurinn er galla-
laus sakamálakvikmynd sem
engum ætti að leiðast yfir.
Ovægin réttarhöld ★ ★
Meiðyrði (Case of Libel)
Leikstjóri: Eric Till
Aðalhlutverk: Edward Ashner, Daniel J. Travanti og Gordon Pinsent
Sýningartími: 92 mín.
Meiðyrði er fyrir þá sem hafa
gaman af réttarhaldamyndum.
Myndin, sem er upprunalega
gerð fyrir sjónvarp, fjallar um
réttarhöld sem spinnast út af
meiðyröum. Boyd Bendix
(Daniel J. Travanti) er frægur
blaöamaður sem er óvæginn við
andstæðinga sína og telur sig
yfir alla hafinn og er sjálf-
skipaður gæslumaður siðferöis í
Bandaríkjunum. Hann hefur
ráðist harkalega í skrifum
sínum að fyrrverandi vini
sínum, þekktum stríðsfrétta-
ritara, Dennis Corcoran
(Gordon Pinsent), og kallað
hann öllum illum nöfnum. Cor-
coran ákveður að fara í mál við
Bendix þótt forsendur séu
hæpnar. Hann fær til liðs við sig
þekktan lögfræðing, Robert
Sloane (Edward Ashner).
Aðalsvið myndarinnar er
síðan réttarsalurinn, hvernig
réttarhöldin þróast frá því að
vera vonlaus barátta í smá-
vonarglætu um sigur. Og eru
átök mikil í töluðu máli.
Myndin er ágætis afþreying
þótt betri réttarhaldamyndir
hafi verið gerðar. Leikarar
standa sig með prýði. Daniel J.
Travanti er vel þekktur hér-
lendis úr myndaflokknum Hill
Street Blues. Edward Ashner er
einnig þekktur sjónvarpsleikari
vestanhafs. Handritiö þolir
kannski ekki nákvæma nafla-
skoðun, en það gerir lítið til.
Aðalánægjan er að fylgjast með
háfleygum orðum og skítkastinu
í réttarsalnum.
ACASEOF
LIBEL
DANIEL J. TRAVANTI
EDWARD ASNER
'í4A Ot ti A t yf ú&jA, Gttt mAHÓf fJMÍiA
UM A *«M KrfKtM 0*> ttitf
42 Vikan 33. tbl.