Vikan


Vikan - 29.08.1985, Page 6

Vikan - 29.08.1985, Page 6
Göngum við í kringum einiberjarunn, einiberjarunn, einiberjarunn. Göngum við í kringum einiberjarunn snemma á sunnudagsmorgni. Þeir eru líklega ekki margir sem hafa leitt hugann að því að þessi gamalkunna vísa gæti verið dulin fræðslu- vísa í sambandi við getnaðarvarnir. En hún er þó eitt af því sem bar á góma þegar Vikan ræddi við Kristínu Ást- geirsdóttur sem vinnur að cand. mag.-ritgerð um tak- markanir barneigna á Islandi á tímabilinu 1880 til 1960. Um 1880 er byrjað að framleiða smokka og hettur úti í hinum stóra heimi og miklar umræður fara fram um þessi mál í Evrópu og Bandaríkjunum en í kringum 1960 lítur pillan dagsins Ijós. Það er þó ekki aðeins á þessu tímabili sögunnar sem fólk hefur þekkt eitthvað til getnaðarvarna. Frá örófi alda hefur fólk farið ýmsar leiðir og beitt alls kyns aðferðum í sambandi við tak- markanir á barneignum og heimildir um getnaðarvarnir ná um það bil þrjú til fjögur þúsund ár aftur í tímann. Eitt af fyrstu dæmunum um getnaðarvarnir er að finna í Biblíunni og í ævafornum kínverskum læknabókum er aðferðum til fóstureyðinga lýst. I papírushandriti frá Egyptalandi um 1500 fyrir Krist er að finna uppskriftir að hettum og töppum og um allan heim eru þekktar jurtir sem hafa verið notaðar í sambandi við getnaðar- varnir — hér á norðurslóðum meðal annars einiberin af einiberjarunnanum. Kristín Ástgeirsdóttir, sem erfædd og uppalin í Vestmannaeyjum, varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1971. Hún vatt sér strax í sögunám, meðal annars til Svíþjóðar, og hélt síðan áfram í sögu og bókmenntum eftir að heim kom. Undanfarin ár hafa mikið til farið í pólitíkina hjá Krist- Kristínu, í Kvennaframboðið og Kvennalistann. „Hvort þafl var pillan, sam garði konum kleift afl fara út afl vinna, efla hvort vinnan krafflist nýrra getnaðarvarna, þafl er önnur saga," sagfli Krist- in i lok vifltalsins „en svo mikifl er víst afl i dag er hœgt afl fé pillu, froflu, smokk án þess afl verða fyrir aflkasti." Kristín stillti sér upp fyrir framan Reykjavikurapótek, einn þann stafla sem sœkja mé getnaðarvarnir til. Mæðurnar sjálfar nýskrii Viðtal „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á félagsmálum. Áhugi minn á kvenna- málum sérstaklega held ég að hafi vaknað þegar ég var svona þrettán ára og mamma mín, sem er hjúkrunar- kona, fór út að vinna. Mér fannst hún gjörbreytast við þetta og ég gerði mér þarna grein fyrir því hvaö það var mikilvægt að konur ættu sitt líf utan heimilisins og væru efnahagslega sjálfstæðar. I menntaskóla og háskóla fylgdist ég með stúdentapólitík og um getnaðarvarnir heima og heiman fyrr á tímum við Kristír um takmarkanir barneigna á íslandi 1880— 1960 á ráðsi kvennahreyfingum. Eg fylgdist með Rauðsokkahreyfingunni frá upphafi og var félagi í henni frá 1975 til 1981 þegar Kvennaframboðið var stofnað. Og þessi kvennaáhugi hefur ekkert yfir- gefiö mig. Áhugi minn þar beinist bæöi að pólitík og eins hinu fræðilega. 1 sagnfræðinni hefur verið mikill vöxtur í kvennasögu og kvennarannsóknumá síðustu árum. Kvennasaga er ein af þeim greinum sögunnar sem mér finnst alveg óskaplega spennandi vegna þess að þetta er óskrifuð saga. Þær kvennarannsóknir, sem hafa verið gerðar, hafa aöallega beinst aö póli- tískri sögu kvenna og baráttu kvenna fyrir auknum réttindum. Því sem lýtur aö einkalífinu hefur sama og ekkert verið sinnt. Nú, ástæðan fyrir því að ég valdi aö fjalla um tak- markanir barneigna í lokaritgerðinni minni er sú að ein af þeim miklu þjóð- félagsbreytingum, sem hafa átt sér stað á undanfömum 100 árum eða svo, er sú bylting sem hefur átt sér stað hjá konum. Þær eru ekki lengur ofurseldar því að vera alltaf bamshafandi. Mig langar til að draga upp mynd af því hvemig bameignaþróun hefur verið hér á landi á þessu tímabili og hvað þaö er sem breytir henni.” Ýmsar éstœflur fyrir takmörkunum barneigna „Það eru auðvitað ýmsar ástæður fyrir því að fólk reynir að takmarka 6 Víkan 35. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.