Vikan


Vikan - 29.08.1985, Side 7

Vikan - 29.08.1985, Side 7
og svinablaðra. Texti: Guörún Ljósm.: Ragnar Th. 5nar af koppunum íu Ástgeirsdóttur sem um helgina heldur föfnu um íslenskar kvennarannsóknir bameignir annaöhvort með getnaðar- vömum eða fóstureyðingum. Það er í fyrsta lagi að halda mannfjöldanum niðri þannig að hægt sé að brauðfæða alla, í ööru lagi aö koma í veg fyrir óæskilegar fæðingar, til dæmis í sam- bandi við sifjaspell eða hjúskapar- brot, í þriðja lagi spilar efnahags- ástand mikið inn í þessi mál og eins heilsa kvenna og á seinni árum viðhorf þeirra til náms og vinnu. Á 19. öldinni má greina breytt siðgæðismat. Það þótti merki um óhóf í kynlífi aö eiga mörg böm og mikið var prédikað yfir fólki að sýna hófsemi. Breytt viðhorf til bama og óskir um betri og tryggari framtíð höföu einnig sitt að segja. Það var ekki lerigur litið á böm ein- göngu sem góðan og ódýran vinnukraft og breyttar erfðareglur höfðu til dæm- is í för með sér að hinir ríku vildu ekki að eignirnar deildust á of marga. Hinn hryllilegi bamadauði fyrr á tímum hlýtur líka að hafa leitt huga fólks aö erindi því að eitthvað yrði aö gera í sam- bandi viö bameignir. Við getum bara litið til Kína í dag, þar sem fólki er bannaö að eiga nema eitt bam, og svo aftur til Svíþjóðar og Frakklands þar' sem ríkiö reynir í gegnum tryggingar að hvetja fólk til barneigna.” Eitt af fyrstu dæmunum um getnaðarvarnir í 1. Mósebók — Nú ert þú aö takmarka þig viö tímabiliö frá 1880 þegar gúmmíverjur og hettur koma til sögunnar en er eitt- hvað vitaö um eldri gerðir getnaðar- vama? „Aðgeröum í sambandi við tak- markanir barneigna má skipta í þrennt. Þaö er í fyrsta lagi það að koma í veg fyrir að getnaður eigi sér stað með einhvers konar getnaðar- vöm, í öðru lagi að eyða fóstri ef getnaður hefur átt sér stað og í þriðja lagi vitum viö að það hefur tíökast í heiminum, þegar böm hafa fæðst, aö bera þau út eða deyða á annan hátt sem hefur þá ráðist af aðstæöum í hverju tilviki. Síðasti dómur sem féll í slíku máli hér á Islandi til dæmis var árið 1913. Heimildir um getnaðarvam- ir ná annars um það bil þrjú til fjögur þúsund ár aftur í tímann. Fólk beitti ýmsum aðferðum og leiðum en hafði víða ekki þekkingu til að gera sér grein fyrir hvað dugði og hvað ekki. Þar áttu trúarbrögð og hindurvitni hlut aö máli. I eldgömlum kínverskum læknabókum frá því um tvö þúsund og sjö hundruö fyrir Krist er lýst aðferöum til fóstur- eyðinga og i egypsku papírushandriti frá því um fimmtán hundruð fyrir Krist er að finna uppskriftir að ýmiss konar töppum sem konur notuðu til að koma í veg fyrir getnað. Þessir tappar voru búnir til úr grasi, laufblöðum, þangi, þurrkuðum gráfíkjum og vaxi og ýmsu í þeim dúr. Þá notuðu konur hinar ýmsu olíur og vættu klúta í súr- um vökva og einnig var algengt að kon- ur bæru innan klæða bómullarhnoöra sem þær svo dýfðu í sýru og stungu upp í leggöngin þegar með þurfti. Þessar aöferðir þekktust alveg fram á tuttug- ustu öld. Eitt af fyrstu dæmunum um takmarkanir barneigna er aö finna í Biblíunni. I fyrstu Mósebók er sagt frá Onan. Hann tók við konu bróður síns en vildi ekki geta með henni böm og þar meö framlengja ætt bróðurins. Og í frásögninni segir aö hann hafi þess vegna látið sæði sitt falla í ófrjóa jörð — sem sagt rofnar samfarir sem er jú ein tegund getnaöarvarna. Guöi líkaði ekki framferði Onans og lét hann deyja. Það er líka gömul aðferö að taka úr sambandi og eins var aðskiln- aður kynja þekktur sem getnaðarvöm. Um allan heim er líka þekktur mikill fjöldi plantna sem ýmist eru taldar valda fósturláti eða koma í veg fyrir egglos og hafa veriö notaðar í gegnum tíðina. Víða eru upplýsingar um þessar plöntur algjör leyndarmál en Samein- uðu þjóðirnar hafa á undanförnum ár- um kostaö rannsókn á þessu, sérstak- lega í sambandi við barneignarmál í þriðja heiminum, þar sem athugað er hvort hægt sé að nota einhverjar auð- veldar leiðir í sambandi viö getnaðar- varnir.” — Er eitthvaö vitað um hvaöa konur notfærðu sér þessar frumstæðu aðferð- ir getnaöarvama? „Nei, það er ósköp lítið vitað um það og eins hversu mikil notkunin var. En þó er nokkuð ljóst að vændiskonur hafa notfært sér þá þekkingu, sem þær höfðu, og eins yfirstéttarkonur. Þetta kemur fram í heimildum frá kirkjunni sem sagði að aðeins skækjur stunduðu rofnar samfarir.” 35. tbl. Víkan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.