Vikan


Vikan - 29.08.1985, Qupperneq 8

Vikan - 29.08.1985, Qupperneq 8
Göngum við í kringum einiberjarunn „Hér á norðurslóðum þekkti fólk til eiginleika ýmissa plantna. Þaö er til dæmis til þekkt sænsk vísa sem Hamrahlíöarkórinn hefur m.a. sungið þar sem sagt er frá berjum og alls kyns plöntum úti í haga — ailt gamal- kunnar jurtir, notaðar í getnaðarvama- skyni, aö því er fræðimenn telja. Þá er líka visan Göngum við í kringum eini- berjarunn talin vera dulbúin getnaðar- vamavísa en einiber eru eitt af því sem taliö er að hafi þekkst á Norður- lönduin en fátt er vitað um notkun þeirra hér á landi. Þaö er ekkert vitaö um hversu algengt þetta var en benda má á að í bókinni Islenskar lækninga- og drykkjarjurtir segir að einiber séu góð við tíðateppu en algengasta orsök- in fyrir tíðateppu er jú sú að konur eru bamshafandi. I dag er hægt aö kaupa einiberjabelgi í náttúrulækningabúð- um og segir á umbúðum pakkanna að þessir belgir séu vatnslosandi — en aft- an á stendur einmitt að ófrískar konur megi ekki taka þá inn.” 1800 — Umrœður um getnaðar- varnir hefjast úti i heimi „Þaö er taiiö að á meðan Evrópa var aö mestu landbúnaðarsamfélag hafi fólk haft betri tækifæri til getnaðar- varna. Fólkið hafði aðgang að jurtum og börn ólust upp við þaö að fylgjast með dýralífinu og gangi náttúrunnar. Þegar fólkiö fór aö streyma úr sveit- unum og í borgirnar varö hálfgerð sprenging þegar fólk hafði ekki lengur eins greiðan aögang aö þessum meðul- um, sem þaö sótti í, og bameignafjöld- inn óx mjög hratt. Jafnframt þessu varð barnadauðinn alveg óskaplegur. Þetta gerði þaö að verkum að strax upp úr 1800 fóru af stað umræður hjá fólki sem var aö hefja verkalýðsbaráttu í Eng- landi. Það var fariö að ræða nauðsyn þess að kenna fólki aögerðir til að tak- marka bameignir. Þessu var illa tekið af stjórnvöldum sem ekki vildu missa ódýran vinnukraft og kirkjunni sem áleit allt slíkt hið versta siðleysi. En þarna var m.a. að koma í ljós breytt viöhorf til barna. Nú, það var ekkert nýtt aö einhverjir væru á móti tak- mörkunum barneigna. Þegar vald kirkjunnar tók að vaxa á miðöldum fór hún að beita sér gegn þessu á þeirri forsendu að barneignir væru vilji guös og fólk ætti ekki að hafa nein áhrif á þær. Ofsóknum var beitt gegn konum og er talið að kirkjunni hafi þar tekist vel upp og sú þekking, sem þær bjuggu yfir til lækninga, hafi dáið út að mestu í Evrópu. Þaö sem gerist í upphafi 19. aldar var m.a. það að fóstureyðingar, sem hingað til höfðu tíðkast án opin- berra afskipta, voru bannaðar með lögum bæði í Bandaríkjunum og Eng- landi. Þetta er ótrúlegt, en sennilega hafa lögin verið svona óskýr um þetta atriði. Hér á landi var refsað harðlega ef upp komst. Fólk, sem beitti sér fyrir fræðslu, var fangelsaö og dæmt. Enski heimspekingurinn John Stuart Mill dreifði til dæmis bæklingum um fræðslu í getnaðarvömum þegar hann var strákur og lenti í fangelsi fyrir vik- iö. En þarna fór sem sagt af stað hreyf- ing sem gekk mjög hægt alla 19. öldina en þó þannig að fræðslan barst smám samanút.” 1880 — Bylting með gúmmiverjum og hettum Kristín miðar athuganir sínar við tímabilið frá 1880 þegar gúmmíverjur og hettur koma á markað. „Umræður voru heilmiklar úti í heimi, sérstaklega á timabilinu frá 1880 til 1920. lEn það var samt bannað aö fræða og það þótt byrjað væri að framleiöa verjur. I Bretlandi voru fræg málaferli yfir þeim Annie Besant og Charles Bradlaugh um þetta leyti en þau dreifðu áróðri um takmarkanir barneigna og voru handtekin. Áróður- inn var bók bandarísks læknis sem kom fyrst út 1832 en var bönnuð. Þau skötuhjúin stilltu sér upp á götuhomi og seldu fimm hundruð eintök af bók- inni á tuttugu mínútum þar til lögregl- an kom og handtók þau. Á meðan þau biöu dóms seldust hundrað tuttugu og fimrn þúsund eintök svo þörfin fyrir fræöslu var gífurleg.” Island — Vasakver handa kvenmönnum „Þaö gerist líka eitthvað hér hjá okkur um þetta leyti. Islenskir karl- menn, sem voru við nám erlendis, hafa eflaust kynnst verjunum og komið með heim frá útlandinu en hér verður að minnsta kosti vart við minnkandi frjó- semi. Nú, við förum heldur ekki var- hluta af fræöslunni. Árið 1898 skrifar Jónasen landlæknir bækling sem nefn- ist Vasakver handa kvenmönnum en þar leggur hann áherslu á nauðsyn fræðslu og lýsir flestu því sem snertir líffæri kvenna, tíðum, hreinlæti og slíku. En ef konur hafa leitað þar að- ferða til að komast hjá bameignum hafa þær haft lítið upp úr krafsinu, ef nokkuð gat þekking lækna á þeim tíma haft þveröfug áhrif, því af kver- inu má skilja að konur séu frjóar kringum tíðirnar. Umræöur hér á landi meöal lækna og almennings hefjast þó ekki aö neinu marki fyrr en upp úr 1920.1 Læknablaðinu frá 1923 er grein eftir Guðmund Hannesson sem gegndi þá starfi landlæknis og koma þar greinilega fram viðhorf hans á þessum málum: „Eitt sinn leitaði til min fátœk kona, sem átt hafði barn á hverju ári og spurði hún mig hversu hún gœti komist hjá þessum tiðu barneignum, sem hún vseri varla maður fyrir og efnahagurinn i raun ráttri leyfði ekki. Að öðru leyti var hjónaband hennar hið besta. Að visu sýndist mér konan hafa rétt að mæla og að nauðsyn bæri til þess, að takmarka barnkomuna, eftir þvi sem ástæður voru, en gott ráð hafði ég þó ekki á hraðbergi, sem konan gæti notað án vit- undar mannsins og bað hana þvi að láta mann sinn tala við mig. Ég sá, að henni geðjaðist ekki að þessu ráði, enda kom maður hennar aldrei." Og áfram segir í sömu grein: „Ég hefði haldið, að fleiri kynnu að vera jafn ófróðir og ég og keypti þvi ný- lega kver eftir enska konu, Ettie Rout, sem heitir Safe marriage. Er þar lýst að- ferðum þeim, sem hún mælir með og ensku félögin nota, sem starfa að tak- mörkun á barneignum og gegn út- breiðslu á kynsjúkdómum." Og í þessari grein í Læknablaöinu greinir landlæknir frá skolun, mögu- leika á að setja eitthvað upp í leggong- in til að hindra sæði í aö komast áfram og ennfremur er minnst á hettuna „Hvað karlmennina snerfir", segir þar, „þá geta þeir að sjálfsögðu notað smokka." Smokkarnir eru sem sagt þekktir og notaðir þótt flestir læknar séu tregir til að gefa fólki ráð í þessa átt nema mikiö sé í húfi. Aðrir eru svo aftur mjög trúaðir á getnaðarvamir og telja jafnvel að framtíð mannkynsins velti mjög á því að bameignir séu ekki handahóf eitt. Umfjöllun um þessi mál heldur síðan áfram aðallega í læknablöðum og heilbrigðisskýrslum og tengist um leið umfjöllunum um kynsjúkdóma sem fara mjög vaxandi umþettaleyti.” „Takmörkun barneigna gengur bölvanlega þótt viljj sé viða til" En hversu aðgengileg er þessi fræðsla almenningi? „Það er nú eiginlega ekki fyrr en um 1931 eða með því að Katrín Thoroddsen læknir heldur opinberan fyrirlestur í Reykjavík en fyrirlesturinn var undir yfirskriftinni Frjálsar ástir. Reyndar voru áöur komnar út fræðslubækur sem kvenréttindakonur höfðu þýtt. Fyrirlestur Katrínar kemur einn- ig á prenti og hún flytur hann í útvarpi. Utvarp var þá ekki komið á mörg heimili og ég heyrði hjá einni kunn- ingjakonu minni að á heimili móður hennar heföi veriö útvarp og þar hefði safnast saman fullt af fólki til aö hlýða á fyrirlestur Katrínar. Fólkinu mun hafa fundist þetta dálítið óþægilegt og var feimiö. Fáfræðin var mikil og þetta var einmitt sama ár og bann kom frá páfa um getnaðarvarnir. Það kemur líka fram í heilbrigðisskýrslum frá þessum tíma að almenningur fékk fræðslu hjá læknum og leitaði til þeirra enda bar þeim skylda til að fræða fólk samkvæmt lögum frá 1935. Frásagnir lækna eru margar hverjar mjög skondnar eins og þessi frá lækni í Öxarfiröi: „Abortus provokatus (eða fóstureyð- ingar) munu eigi hafa verið gerðar hór svo ég viti. Nokkrum sinnum hef ég ver- ið beðinn þeirrar aðgerðar á síðustu ór- um. Kvennaklámbœkur og erlend tiska hafa vitanlega néð hingað sem og ann- ars staðar í landið. Það sem fordœmt er um sinn er sjálfsagt að stuttu liðnu svo nœmir og hraðfleygir eru hinir andlegu faraldrar. Ýmsum konum hér er nauð- syn á takmörkunum barneigna, sumum á að hœtta þeim með öllu. Ég hefi orðið við bœnum slíks fólks um aö útvega því verjur og leiðbeina því eftir getu en margir eru þeir ekki orðnir enn, sem hafa notið mín aö í þessu. Mœttu mín vegna vera fleiri, ef aö gagni kemur. Hins vegar held óg, að þarna só tvíeggja vopn á ferð, og svo megi fara, að mörg hjón, einkum ung, búi samlífi sinu bana- drykk með verjunotkunum. Náttúrunn- ar lögmál láta ekki aö sór hæða, en þau vilja líf og dauða miskunnarlaust." Árið 1933 segir þessi sami læknir: „Takmörkun barnaigna gangur bölv- anlega, þótt vilji sá viða til. Það sem rosknu konurnar kunna að spara, vinna unglingsstúlkur upp (13 frumbyrjur á móti 19 fjölbyrjum þetta ár). Flest eru frumbyrjubörnin óskilgetin eða niu alls, en mæðurnar sjálfar nýskriðnar af kopp- unum margar. Þarna eru að verki frjálsar ástir og margt gott úr kommúnisma. Ekki virðast þó þessar barnelgnir ætla að verða stelpugreyjunum til gleði og gæfu, sem auðvitað stafar af þvi, að byltingin er ekki nema hálfköruð — oldri kynslóðin leggur ekki rétta virðingu á og rikisfyrirkomulagið úrelt." Land- læknir gerði athugasemdir við þessi skrif læknisins.” — Hvemig er með fóstureyðingar á tslandi á þessum tíma? „Fóstureyðingar voru algerlega bannaðar samkvæmt hegningarlögun- um frá 1869 en á tímabilinu frá 1920 til 1930 virðist sem íslenskir læknar á sjúkrahúsum hafi framkvæmt mikið af fóstureyðingum. Þegar Vilmundur Jónsson verður landlæknir fer hann að skipta sér af þessu. Hann skrifar lækn- unum bréf og bendir þeim á að þetta sé brot á lögum og þeir séu þama á mjög hálum ís. Það sem svo gerist er að fóst- ureyðingum stórfækkar á sjúkrahús- unum en jafnframt samdi Vilmundur frumvarp til laga en í því fólst að heim- ila fóstureyðingar ef heilsa konunnar væri í hættu. Seinna bættust við ákvæði sem heimiluöu fóstureyðingar ef um nauðgun væri að ræða eöa ýmsa sjúk- dóma eða fávitahátt. Það urðu heil- miklar umræður í kringum þessi lög sem samþykkt voru 1935 og 1938.” Bækurnar Hjónalíf og Kynlíf og fimm, sex, sjö og átta barna fjöl- skyldurnar eftir strið „Það gerist svo það sama hér og annars staðar í Evrópu og Bandaríkj- unum að fæðingum hríðfækkaði á kreppuárunum og alveg fram í stríð. Svo kemur stríðið með bættum efna- hag og nokkurs konar bakslag í sam- bandi við takmarkanir barneigna. I Evrópu og Bandaríkjunum er til dæm- is rekinn gífurlegur áróður fyrir því að koma konum út af vinnumarkaði' — konur áttu að eiga sem flest böm. Þetta var kallað The Baby Boom í Bandaríkjunum. Það átti að bæta upp stríðsskaðann. Hér á Islandi fer talan hratt upp á við eins og annars staðar. Ég ætla einmitt í ritgerðinni minni að kanna það hvemig og hvort áróðri hef- ur veriö beitt hér á landi eöa hvað það er sem gerist hér. Við vitum bara að á þessu tímabili eru fimm, sex, sjö og átta barna fjölskyldurnar. Um þetta leyti, eða 1948, koma út þessar frægu bækur sem svo margir kannast við, t.d. Hjónalíf og Kynlíf, en ekki virðast þær hafa hamið barnaáhugann, heldur þvert á móti. Nú, þetta gengur síðan svona áfram að barneignum fjölgar, alveg þar til pillan lítur dagsins ljós uml960.” Pillunni tekið fegins hendi Frjósemi minnkar upp úr 1960, eða einmitt þegar farið var aö nota pilluna hér á landi, og haustiö 1963 hófst notk- un lykkjunnar svokölluðu. Þótt erfitt sé að átta sig á útbreiðslu þessara getnaöarvama fyrstu árin er þó ljóst að konur tóku pillunni fegins hendi og lykkjan varð einnig vinsæl meö tíman- um. En hér hættir Kristín athugunum sínum en fær þó að eiga lokaorðin: „Það er einmitt á þessum árum sem atvinnuþátttaka og menntun kvenna tók að vaxa, en hvort þaö var pillan sem gerði konum kleift að fara út að vinna, eða hvort vinnan kraföist nýrra getnaöarvama, það er önnur saga.” 8 Vikan 35. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.