Vikan


Vikan - 29.08.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 29.08.1985, Blaðsíða 23
SVIÐSLJÓSIÐ Víða erlendis er áhrifamáttur sjónvarpsins til dæmis orðinn svo mikill að stjórnmálamenn standa og falla eftir því hvort þeir koma vel fram í sjónvarpi eða ekki. Fræg eru sjónvarpseinvígi sem háð eru í Bandaríkj- unum milli forsetaframbjóðenda og skipta orðið sköpum um niðurstöður kosninganna. Skyldi þróunin hér á landi verða sú að útlit og fram- koma stjórnmálamanns í sjónvarpi hafi meira að segja en sá málstaður sem hann stendur fyrir? Til að ræða þessi mál stuttlega og önnur þeim tengd fengum við fjóra menn sem allir eiga það sam- eiginlegt að hafa verið þekktir fjölmiðlamenn. Tveir þeirra eru nú alþingismenn en hinir hafa eftir mis- langan pólitískan feril aftur snúið sér að fjölmiðlunum. Texti: Sigurður Þ. Salvarsson Eiður Guðnason: Sjónvarpsstrákurinn aðsunnan Elður Guðnason kom fyrst af alvöru fram á sjónarsvið stjórnmálanna i alþingiskosningunum árið 1978. Þá skipaði hann efsta snti á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi og náði kosningu á þing. Þegar þetta garðist var Eiður löngu þjóðkunnur fráttamaður hjá sjón- varpinu og hafði starfað þar um allafu ára skeið. Áður hafði hann komið Iftillega nálsagt pólitisku starfi og meðal annars varið vara- borgarfulltrúi Alþýðuflokksins um tima. — Ég hef alltaf haft áhuga á póli- tík og tók þátt í stjómmálum áöur en ég gerðist starfsmaöur sjónvarpsins, segir Eiður. — En á meðan ég starfaði þar hafði ég engin flokks- pólitísk afskipti af stjórnmálum. Hins vegar fylgdist ég vel með því sem var að gerast í pólitíkinni, var mikið í pólitiskum fréttum, fréttum af Alþingi og viötölum við stjóm- málamenn. Nokkm fyrir alþingiskosningamar 1978 kom í ljós að þáverandi for- maður Alþýöuflokksins, Benedikt Gröndal, sem var þingmaöur Vestur- lands, hugðist bjóða sig fram í Reykjavík. Þar með losnaði sæti á Vesturlandi og var ákveðið að próf- kjör skyldi fara fram. — Þá var leitað til mín úr kjör- dæminu um aö gefa kost á mér en ég tók því víös fjarri í fyrstu, segir Eiður. — Síðan gerist það haustið 1977 að opinberir starfsmenn fara í verkfall og þá var ég mikið heima viö og haföi gott næði til að ihuga máliö. Og eftir langa umhugsun ákvað ég að slá til, fannst í rauninni ég vera búinn að skila því sem ég gæti skilaö í fréttamennskunni. Eiður dregur enga dul á þaö að starf hans sem fréttamanns hjá sjón- varpinu hafi haft áhrif á það að hann var beðinn um að gefa kost á sér til framboðs. Einhverjir voru þó efins og Eiöur minnist þess að hafa heyrt talað um sjónvarpsstrákinn að sunnan. — En þetta hafði tvimælalaust áhrif og var mér mjög til framdrátt- ar, segir Eiður. — Eg þurfti til dæmis hvergi að kynna mig þannig að það hjálpaði mjög að vera þekktur. Eiöur er samt efins um að sjón- varpsmennskan ein hafi hjálpað honum til að ná kjöri og bendir á að Alþýöuflokkurinn hafi verið í mikilli uppsveiflu á þessum tíma. — Hún hjálpaöi mikið til, því neita ég ekki, segir Eiður. Ekki hafði Eiður síður not af sínu fyrra starfi eftir að hann tók sæti á Alþingi. — Það hefur hiklaust hjálpað mér í mínu starfi sem stjómmálamaður, til dBBlWS segir hann. — Til dæmis hafði ég kynnst í gegnum það fólki hvaðanæva úr þjóöfélaginu. Enn- fremur haföi ég sem fréttamaður áralanga þjálfun í því aö setja mig inn i hin ólíkustu mál á skömmum tíma og að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Og síðast en ekki síst haföi ég þjálfun í því að tjá mig í stuttu og skýru máli. Varðandi þá þróun, sem átt hefur sér staö sums staöar erlendis í þá átt að stjómmálamenn leggi fullt eins mikið, ef ekki meira, upp úr fram- komu sinni í fjölmiðlum og þeim málstað sem þeir hafa fram að færa, segist Eiöur ekki sjá merki þessa hér á landi ennþá. — Eg vona og held að mál- staðurinn skipti ennþá meira máli heldur en útlit og framkoma stjóm- málamannsins, segir hann. — En svona eftir á sé ég hve gífurlegt vald fréttamenn hafa yfir stjómmála- mönnunum. Það getur til dæmis skipt sköpum fyrir stjórnmálamann að fá tækifæri til að útskýra sitt mál í sjónvarpi. Eg finn það mjög ákveðið að slikt hefur mikiö að segja. Frétta- mennirnir eru líka leið stjómmála- mannanna til fólksins. Og þess vegna telur Eiður það ekkert undarlegt þótt stjómmála- menn dagsins í dag leggi nokkra áherslu á framkomu í f jölmiðlum. — Það er hægur vandi að kenna mönnum hvemig þeir eigi að koma fram í útvarpi og sjónvarpi og ég held að það þurfi ekki að gera þá fjarlægari kjósendum sínum, segir Eiður Guðnason, alþingismaður og fyrrverandi fréttamaður við sjón- varpið. 35. tbl. Víkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.