Vikan


Vikan - 29.08.1985, Síða 31

Vikan - 29.08.1985, Síða 31
mdið hans Kristleifur bjástrar við aflraunasteininn Kvíahellu sem presturinn Galdra-Snorri Björnsson valdi og gaf nafn á sinum tíma. Jón Páll fór létt með steininn og hljóp með hann i hringi i fanginu. Míglekir kofar og heilt kamarhús I fyrstu rak ég félagsskap um bústaðaleigu með mági mínum, Guðmundi Þorsteinssyni úr Skorradal, upp úr árunurn um 1960. Við ætluðum að byggja ein- falda og ódýra bústaði. En þetta gekk ekki upp. Timburþökin míg- láku yfir gestina í rigningu og við máttum sækja plast í ofboði til að missa þá ekki heim. Við byrjuðum þá á tveim kofum með klósett á milli í tjaldi. Næsta ár byggðum við tvo nýja bústaði og heilt kamarhús. Svona smá- jókst þetta uns húsin urðu sautján að tölu og bæði stór og smá. Þá kaupum við hjónin hlut Guömund- ar og höfum rekið þetta ein síðan með börnum okkar og tengda- börnum. Árið 1981 byrjum við svo að selja bústaöina en leigja landið. Þaö hefur gefið góða raun og nú eru hérna á Húsafelli meira en sjötíu bústaðir. Ég vil byggja hús- in þétt og mig dreymir um að nota þessi orlofshús líka á veturna sem mótel eða heilsuhæli eöa skóla- sel.” Þurfum fáa en stóra ferðamannastaði Kristleifur Þorsteinsson hefur ákveðnar skoðanir á feröamálum. Hann er líka ærlegur maður og helduráfram: „Þrátt fyrir allt finnst mér Húsafell ekki heppilegur ferða- mannastaður þegar öllu er til skila haldið. Það vantar hverahit- ann til að hita mikil mannvirki um vetur. Reykholt er aö því leyti bet- ur í sveit sett og svo er það sögu- frægur staður. En það er stutt á milli Reykholts og Húsafells og staðirnir geta hæglega byggt hvor annan upp með góðri samvinnu. Við eigum nefnilega að byggja fáa en stóra ferðamannastaði á ís- landi með viðbúnaði allt frá dýr- indis lúxushótelum og ofan í tjald- stæði á sama stað og undir sömu stjórn. Sumarbústaðir eiga síöan að rísa umhverfis þessa staði. Mér koma þessir staðir í hug: Mývatn og Hlíðarfjall í Eyjafirði fyrir noröan, Flókalundur í Vatns- firði fyrir vestan, Krýsuvík og Laugarvatn fyrir sunnan og ann- aðhvort Húsafell eða Reykholt hér en ekki báðir staðirnir. Þessir staðir eiga að vera opnir allan ársins hring. Það má vel skipuleggja hingað til lands ferðir frá erlendum verkalýðsfélögum. Þá eru komin á vöruskipti miili landa sem réttlætt geta allar þess- ar utanlandsferðir okkar Islend- inga.” 35. tbl. Víkan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.