Vikan

Tölublað

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 06.03.1986, Blaðsíða 46
því að segja við gest hjá sér: „Jæja, vertu nú skemmtilegur," og hann sígur svona niður í sætinu." Og Jón lék gestinn, seig niður í bírmaninn, setti hökuna niður á bringu, bretti upp á neðri vörina og fyllti kinnarnar af lofti. Þá tók hann til óspilltra málanna við að segja frá Hauki frænda og sannast sagna var hvorki sjáanlegt að hann væri taugastrekktur né á bömmer. „Haukur frændi er voðalega undarleg tilviljun. Um þad leyti sem Þorsteinn Marelsson og Asa Ragnarsdóttir voru að hætta með Stundina okkar, vorið 1984, fæddist sú hugmynd hjá Þorsteini að taka stutta kvikmynd, nokkurs konar ferða- sögu. Upphaflega átti hún að verða 15 til 20 mínútur að lengd og að mestu leyti þögul. Það var nú annar hugsaður í hlut- verk Hauks frænda en hann forfallaðist um líkt leyti og leikrit Kjartans Ragnars- sonar, Matreiðslunámskeiðið, var sýnt í sjónvarpinu. Leikur minn þar var eiginlega enn meiri tilviljun. Atvikin höguðu því þannig að Þorsteinn sá mig í Matreiðslu- námskeiðinu og hafði samband. Reiknað var með að þetta tæki einn til tvo daga. Síðan var lagt af stað úr bænum, einhvern tíma í júlí, í grenjandi sólskini, og viku síðar komum við aftur í bæinn. Þá var myndin ekki lengur þögul heldur var komið tal í hana. Þetta þróaðist einhvern veginn þannig að menn sögðu: „Jón, tal- aðu,“ og þannig urðu samtölin til fyrir framan myndavélina. Úr þessu voru síðan unnir 4 kortérslangir þættir.“ „Ég elti hann og var alveg viss um að ég væri að drukkna. Af því varð ekkí í þetta skiptið." Þeir voru sýndir í íslenska sjónvarpinu haustið- 1984 og hafa síðan selst til sjón- varpsstöðva erlendis, meðal annars til Norðurlandanna, Bretlands og Irlands. Hafa fáir íslenskir sjónvarpsþættir selst jafnvel á erlendri grund. Því er ekki að undra að menn hefðu áhuga á að gera framhald og það framhald eru þættirnir Á fálkaslóðum sem sjónvarpsáhorfendur höfðu tækifæri til að fylgjast með í febrúar- mánuði. „Það er svolítið sérstakt," sagði Jón og hallaði sér aftur í drapplitaðan bírmaninn, „að þótt þættirnir virðist vera teknir í glaðasólskini og sterkjuhita þá held ég að við höfum verið einstaklega óheppnir með veður. Orn Sveinsson myndatökumaður var ekki glaður þegar við komum út einn morguninn og allt var hvítt niður í fjalls- rætur. Þetta var 13. júlí ef ég man rétt. Þá urðum við að taka okkur 10 daga hlé. Við þurftum líka að bíða æði lengi til að ná góðum degi á vatninu. Það hafði rignt mikið og það var kalt, feikikalt, menn töluðu um að vatnið væri 4 til 6 gráður. Þegar dagurinn rann loks upp voru allir ræstir klukkan 6. Ég er svolítið tortrygginn út í þá Þorstein með uppákomur og spyr þá áður en ég fer: „Strákar, verð ég nokkuð látinn busla í vatninu?" „Nei, nei,“ svara þeir, „þú veist að það að er ekkert svoleiðis í handritinu.“ Ég hafði þess vegna ekkert fyrir því að klæða mig í föðurland eða neitt slíkt. Við róum síðan á vatninu fram eftir degi og náum ágætum myndum. Svo kemur að því að ég sé að þeir eru að pískra eitthvað uppi á bakkanum, það er kallað í okkur og þá er náttúrlega komið upp sem mér hafði boðið í grun um morguninn. Mér var ætlað að detta fyrir borð. Nú er ég mjög lítið syndur og rifja það upp fyrir þeim félögum. Þó að ég væri með bjarg- belti leist mér ekkert of vel á þetta fyrir- tæki. Loks fundum við eyri út í vatnið sem átti að róa yfir og þar átti ég að falla útbyrðis. Þegar á reyndi komst ég hins vegar að því að þarna var ekki grunnt heldur töluvert dýpi. Ég synti sem mest ég mátti en bátinn rak frá. Ég elti hann og var alveg viss um að ég væri að drukkna. Af því varð ekki í þetta skiptið og þegar þetta skot var tekið aftur var vatnið varla í hné. í lokaatriðinu var ég svo látinn vaða vatnið upp undir hendur og draga bátinn í land. Svona mjakaðist tíminn áfram nema hvað þarna var ég búinn að vera að sulla í vatninu ábyggilega í þrjú kortér og orðið ægilega kalt. Ég minnist þess ekki að mér hafí verið jafnkalt nokkru sinni á ævinni og er ég þó fæddur norður á Ströndum. Eftir síðasta skotið segir svo hljóðmaður- inn: „Það heyrðist í rútu uppi á vegi.“ Hann ætlaðist væntanlega til þess að atrið- ið yrði endurtekið en þá var þolinmæði mín eiginlega alveg á þrotum þannig að ég berháttaði mig þarna á bakkanum og ákvað að hlaupa í bílana sem stóðu við næsta sveitabæ. Ég hleyp af stað yfir fal- legan hól og svo yfir hærri hól með fötin undir hendinni og þegar ég kem yfir seinni hólinn uppgötva ég að ég er kannski ekki í mjög skemmtilegum málum. Ég er allt í einu kominn með fatapakkann innan um fólkið á bænum, fimm til sex manns sem eru að vinna þarna í flekk. Ég veit ekki hvort því brá meira en mér. Maðurinn er einu sinni svo skrítinn, mótaður af marg- víslegum siðferðishugmyndum og ekki síður hugmyndum um sjálfan sig, að fyrstu viðbrögð mínu voru að líta niður eftir mér og síðan framan í fólkið. Eftir volkið í köldu vatninu var nefnilega eins komið fyrir mér og Gretti eftir að bann hafði synt úr Drangey í land en þá hafði einhver vinnukonan um hann þau orð að hún hefði aldrei séð jafnstóran mann jafnlítt vaxinn niður. Nú, ég lét samt sem ekkert væri og bauð fólkinu góðan daginn og fékk svona heldur dræmar undirtektir með það. „Jæja, það gefur í heyskapinn,“ sagði ég. Þá spurði einn heimamanna: „Ert þú frá sjón- varpinu?“ Mér hafa alltaf þótt þetta ansi merkileg viðbrögð. Þegar nakinn maður sést á stökki í sveitinni þá hugsa bændurn- ir: „ Já, hann er frá sjónvarpinu, þessi.“ Jón Ormar sagði að textinn við Á fálka- slóðum hefði orðið til eins og textinn við „ .. .ágreinings milli hvísl- arans og Skugga-Sveins um það hvor færi rétt með textann. Skugga-Sveinn gerði sér lítið fyrir og þreif bókina úr höndunum á hvíslaranum..." fyrri þættina, saminn um leið og myndin var tekin upp. „Hún var hins vegar ekki tekin upp í réttri röð. Við byrjuðum til dæmis á atriði 73 og fórum svo fram og aftur. Þess vegna var ég svolítið spenntur að sjá hvernig þetta kæmi út, maður þurfti að muna hvað maður var búinn að segja og hvað maður ætti eftir að segja. Hvað sem öllu líður þá hefur mér sýnst að þetta komi út sem heilleg mynd og það er aldrei að vita nema þessir þættir seljist jafnvel og hinir fyrri. Ég held samt að það sé ekki söguþráðurinn sem ræður þar úrslitum heldur fyrst og fremst landið. Sagan að baki er ákaflega einföld en náttúran er einstök.“ Þegar hér var komið sögu þótti okkur tímabært að segja skilið við Fálkaslóðirnar en mér lék hugur á að vita hvernig atvikað- ist að Jón fór að hafa afskipti af leiklist og hver þau hefðu verið í gegnum tíðina. „Þegar ég var búinn með Samvinnuskól- ann, 17 ára, byrjaði ég í skóla hjá Ævari Kvaran. Þar var ég vetrarpart en hætti síðan. Eftir þennan vetrarpart hvarflaði aldrei að mér að fara að leika en ég hef hins vegar alltaf haft gaman af því að fara í leikhús og verið iðinn við það. 1966 lá svo leið mín norður í Skagafjörð. Þar er skemmtilegt fyrirbæri sem heitir Sæluvika Skagfirðinga en á henni eru jafnan settar upp tvær leiksýningar, hvor af sínu félag- inu. Svo er það vorið 1967 að Kvenfélag Sauðárkróks setur þarna upp Deleríum Búbonis. Leikstjóri var gamall kunningi minn og félagi, Magnús heitinn Jóns- son, og fyrir tilviljun lék ég í þessari sýn- ingu. Þaðan lá leiðin náttúrlega fljótlega inn í Leikfélag Sauðárkróks sem á þessum árum var mjög drífandi. Þegar ég hugsa til baka þau 15 ár, sem ég var á Króknum, sýnist mér að ég hafi ekki leikið nema 9 hlutverk og þegar ég flutti þaðan 1982 þá var ég með það á hreinu að ég mundi ekkert leika meira. Það gerist hins vegar um vorið 1983 að Kjartan Ragnarsson lýkur við að skrifa leikrit sitt, Matreiðslu- námskeiðið, og ég hitti hann á förnum vegi. Hann segir sisona við mig: „Ég er hérna með hlutverk handa þér,“ en ég tók því svona í gríni þangað til þeir hringdu innan úr sjónvarpi og sögðu mér að mæta í búningadeildina til að ganga frá búning- um. Ég hafði náttúrlega gaman af þessu. Eins og áður sagði kom hlutverk Hauks frænda upp í hendurnar á mér ári seinna, síðan hlutverk í Nýju lífi hjá Þráni Bertels- syni og loks aftur þessir þættir sem hafa verið sýndir undanfarið. Hvort nokkurt 46 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.