Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.05.1986, Side 9

Vikan - 15.05.1986, Side 9
20. tbl. 48. árg. 15.-21. maí 1986. Verð 125 kr. Sigriður Ella er í forsíðuviðtali. Myndina tók Valdís Óskars- dóttir. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 Sigrún, Sören og glerið í Bergvík. 12 Nýir leikarar sem útskrifast úr Leik- listarskóla íslands í vor. 18 Einu sinni þekkt andlit. Hvað gera þau nú? Vikan talarvið nokkra Is- lendinga sem eitt sinn voru áberandi en hafa dregið sig í hlé. 24 „Hæverska erengin dyggð í þessu fagi." Viðtal við Sigríði Ellu Magn- úsdóttur óperusöngkonu. 32 FimmtugsafmæliÁ hverfanda hveli. 34 Háttumál. Bjarki Bjarnason heldur áfram að skrifa. FAST EFNI: 16 Læknisvitjun. Sex íslenskir læknar svara spurningum lesenda. 22 Vídeó-Vikan. 28 Ljúffengir, fjölbreyttir og ódýrir réttir úrkartöflum. 36 Popp. Mezzoforte og heimsfrægðin. 38 Krossgáta, skákog bridge. 39 Barna-Vikan. 48 Handavinna. Hvít hreindýrapeysa. 50 Draumar. 51 Póstur. LÍF OG LYST: 57 Gulur, rauður, grænn og blár. Sund- bolatískan í ár. 61 Kizaítívolí. SÖGUR: 44 Ljómalind. Smásaga eftir Bjarna E. Sigurðsson, myndskreytt af Ólafi Lárussyni. 52 Bonnie og Clyde. 4. grein. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Sigurður G. Valgeirsson. BLAÐAMENN: Guðrún Birgisdottir, Kristin Jbnsdóttir, Þórey Einarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdis Öskarsdóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Einar Garibaldi. RITSTJÖRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIDSLA OG DREIFING: Þverholt 11, simi (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verð i lausasölu: 125 kr. Áskriftarverð: 420 kr. á mánuði, 1260 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 2520 krónur fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ágúst. Áskrift i Reykja- vik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Á maður að skella sér í framboð? Hvernig verður það best gert? Til dæmis með því að skrifa kjallara- greinar, láta til sín taka innan safnaðarfélagsins, ganga í Lions, Rotary og Kiwanis. Allt það vingjarnlega fólk, sem brosir til okkar af síðum blaðanna um þessar mundir, hefur gert upp hug sinn. Það tekur þátt í sveitarstjórnar- kosningum fullvisst um að það geti látið gott af sér leiða. Því finnst gjarnan atvinnu- tækifærin of fá eða einhæf og mikilvægt að öflug ný- sköpun eigi sér stað í byggðarlaginu. Það þarf að gera átak hér og þar en samt sem áður sníða sér stakk eft- ir vexti. Þetta eru frasarnir. Og það gildir hið sama í pólitíkinni og óperusöng. Við getum vitnað í Sigriði Ellu óperusöngkonu sem er í forsíðuviðtali þessarar Viku. Hæverska er engin dyggð í þessu fagi, segir hún. Innan tíðar verður Ijóst hverjir verða hinir útvöldu í sveitarstjórnarkosningun- um. Það hafa ekki allirerindi sem erfiði. Við íslendingar höfum eins og kunnugt ereinfaldan smekk og veljum aðeins það besta. Ritstjóri. 20. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.