Vikan - 15.05.1986, Page 11
Nei, en skemmtilegt lík-
an, hugsa líklega ein-
hverjir með sér þegar þeir
berja augum líkanið sem
fjórir tíu ára bekkir í
Melaskóla í Reykjavík unnu
undir umsjón kennara sinna á
dögunum. Líkanið er þó ekki
bara eitthvert líkan heldur þaul-
hugsað og liggur mikil vinna að
baki hvers húss og hvers hlutar
sem þar er til staðar. Líkanið,
sem sýnir Reykjavík árið 1786,
var eitt af mörgum verkefnum
sem unnin voru í tilefni af fjöru-
tíu ára afmæli skólans og tvö
hundruð ára afmæli Reykjavíkur
og var til sýnis í skólanum á vel
heppnaðri afmælishátíð á dögun-
um. Jóna Sveinsdóttir, kennari
eins bekkjarins, sagði að mikill
áhugi hefði ríkt meðal barnanna
á meðan á verkinu stóð. Þau
unnu af kappi að heimildasöfnun
og áttu sín sérstöku hús af þeim
þrjátíu og níu húsum sem þá
voru til staðar í henni Reykjavík,
hvort heldur um var að ræða
konungsverslunarhús, fálkahús
eða kofa. Þegar að því kom að
vinna húsin var ekki kastað til
höndunum heldur voru mörg lík-
ön að baki þegar loksins fékkst
rétt stærð og lögun og stærð-
fræðikunnáttan skilaði sér í
mælingum fram og til baka.
Líkanið verður sem betur fer
ekki sett niður í kjallara heldur
er meiningin að fleiri fái að skoða
það á væntanlegri sýningu í sam-
bandi við Reykjavíkurafmælið
nú í sumar.
Glugga- og hurðaverksmiðjan Rammi er tvítug um þess-
ar mundir. Á afmælisári hefur verksmiðjan flutt starfsem-
ina í nýtt og glæsilegt húsnæði að Seylubraut 1 í
Njarðvík. Þetta er stærsta verksmiðja hérlendis undir
einu sperruhafi, þrjú þúsund og sex hundruð fermetrar
að grunnflatarmáli.
Aðaleigendur Ramma eru Einar Guðberg sem jafnframt er
framkvæmdastjóri, Gísli Grétar Björnsson og Sigurþór Stefáns-
son. Það eru þeir sem standa saman á myndinni fyrir framan
verksmiðjuna nýju.
1
hitney Houston er
bara tuttugu og
tveggja ára og samt
komin í hóp stór-
stjarnanna. Af svört-
um söngkonum eru það
einungis Diana Ross, Áretha
Franklin og Tina Turner sem
skína jafnskært þessa dagana.
Fyrsta og eina LP-platan henn-
ar Houston er fyrir löngu búin
að ná milljón eintaka sölumark-
inu og lögin hafa komist á
vinsældalistana um allan heim.
Houston er alin upp í tónlistar-
bransanum en hún ákvað að
eiga sín unglingsár í friði frá
stjörnustríðinu þar. Nú þegar
hún hefur skellt sér í slaginn
lætur árangurinn heldur ekki á
sér standa því meðal annars
hlaut hún Grammy verðlaunin
sem besta söngkonan árið
1985.
Cory Aquino, forseti
Filippseyja, er hetjan
mín - segir Michael
Douglas, kvikmyndaleikar-
inn frægi, sem þessa dagana
er í pólitísku skapi. Hann
hyggst gera kvikmynd um
það sem hann kallar mis-
þyrmingu Bandaríkjanna á
Mið-Ameríkuríkjunum.