Vikan

Útgáva

Vikan - 15.05.1986, Síða 18

Vikan - 15.05.1986, Síða 18
. . . og nú, sem næturvörður. EFTIFt GUÐRÚNU ALFREÐSDÚTTUR MYNDIR TÓKUALDÍS ÓSKARSDÓTT/R OG FLEIRI Margir eru þeir sem af starfi sínu eða afrek- um verða þekktar persónur í þjóðfélaginu. Má þar nefna t.d. sjónvarpsfólk, stjórn- málamenn, íþróttafólk, söngvara, leikara o.fl. Þeir verða nokkurs konar almennings- eign sem fólk á „heimtingu" á að fá að fylgjast með, og þeirri kröfu sinna fjölmiðl- ar gjarnan. Allir fá þar eitthvað fyrir sinn snúð - sá þekkti fær auglýsingu, aðdáand- inn upplýsingar og fjölmiðillinn útbreiðslu. Hvernig líf skyldi það vera að þekkjast alls staðar, geta ekki horfið í fjöldann þeg- ar maður vill heldur verða að sæta því að ókunnugir hnýsist í einkalífið, smjatti jafn- vel á slúðursögum? Einhver spekingur sagði eitt sinn sem svo um frægðina: „Stjarna er sá sem ham- ast alla ævina við að verða frægur og gengur síðan með dökk sólgleraugu til að forðast eftirtekt.“ Sjálfsagt er þetta ekki fjarri sanni og segir mikið. Tæpast eru þó öfgar í frægðardekri eins miklar hér á landi og víðast hvar erlendis. Hvort ástæðan er fámennið eða meðfædd skynsemi landans skal ósagt látið. En hefur frægðin ekki líka einhveija kosti í för með sér, þrátt fyrir allt, eins og betri fyrir- greiðslu og ýmiss konar forréttindi, samanber söguna um Jón og séra Jón? Sumir lifa við frægðina alla ævi en aðrir gera þar aðeins stuttan stans af ýmsum ástæðum. Er frægð á íslandi sæt eða súr, eða kannski sætsúr? Af hveiju snúa sumir baki við henni og finna sér önnur viðfangs- efni, verða aftur almennir borgarar? Verða þeir þá aftur slíkir í augum fólks? Og hvern- ig er samanburðurinn? Var frægðin súr eða var hún aldrei ætluð til frambúðar? Hér á eftir er leitað svara við þessum spurningum hjá nokkrum fyrrverandi „fórnarlömbum“ frægðarinnar sem tóku upp á því að snúa sér að öðru. Hvað gera þau nú? Skúli á kraftatímabilinu. . . SKÚLI ÓSKARSSON „Eitt kíló að austan“ Þannig hljóðaði fyrirsögn á viðtali við kraftlyftingamanninn Skúla Óskarsson í Vikunni fyrir tíu árum. Það var ekki út í bláinn því fyrir 38 árum fæddist á Fáskrúðsfirði fjögurra marka tvíburi - á við tvö smjörlíkisstykki, eins og mamma hans sagði - sem var vart hugað líf. En Skúli dafnaði vel og átti eftir að slá flestum við að burðum og þreki. „Ég byrjaði í fótboltanum en keppti samhliða í frjálsíþróttum, var alltaf með frjálsíþrótta- manninn í maganum. En svo féll ég fyrir stálinu þegar maður sá þessa vasklegu menn í sjón- varpi og blöðum. Ég byrjaði í lyftingunum árið 1970 og stundaði þær í tólf ár en hætti svo óskaplega þreyttur jafnsnögglega og ég byrj- aði. Viljinn var farinn að gefa sig, maður slakaði aldrei á. Ég þurfti árs hvíld en ákvað bara að hætta alveg. Maður á að hætta á toppn- um og mér fannst ég vera farinn að nálgast hann, þótt mér fyndist ég geta gert betur. En maður á að hætta áður en vélin fer að slitna. Þá fyrst fór ég að geta gert allt það sem flestir eru búnir að rúmlega þrítugir. Ég gifti mig, tók bílpróf, keypti bíl og hús og fór að lifa svona eins og venjulegur maður. Um þetta leyti var ég orðinn næturvörður í Hagkaupi - innbrots- þjófum til mikillar hrellingar - og þar er ég enn. Ég væri svo sem tilbúinn andlega og líkam- lega að byrja að keppa aftur en tel ekki, sem fjölskyldumaður og öfga-íþróttamaður, að það sé hægt því ég færi ekki aftur af stað öðruvísi en að æfa grimmt til að sigra. Ég tek fjölskyld- una fram yfir keppnisíþróttirnar í dag. Það er aldrei að vita þegar maður verður fertugur - allt er fertugum fært - segja þeir.“ Hvernig var að vera þekktur íþróttakappi? „Sem einhleypur var þetta náttúrlega of- boðslega gaman - allavega fyrstu árin - en svo fór ljóminn smátt og smátt að fara af. Það voru gerðar til manns miklar kröfur og á öldur- húsunum varð maður alltaf fyrir áreitni. Ýmsir vildu ræða við mann og ef maður gerði það var maður álitinn ánægður með sig, ef ekki, þá hrokafullur. Eftir að ég gifti mig hætti ég að fara á þessa staði til að geta verið í friði. Það er svo stutt síðan ég hætti að fólk þekkir mig gjarnan enn. En keppnistímabilið var auðvitað mjög skemmtilegt, maður fékk tækifæri til ferðalaga víða um heim. Til dæmis fór ég einu sinni hinum megin á hnöttinn, til Kalkútta á heimsmeistaramót, og þá sá ég hvað við Islend- ingar höfum það gott. Þvílík fátækt og örbirgð sem þar er.“ - Értu sáttur við lífið og tilveruna í dag? „Já, ég er mjög sáttur við það. Þetta er al- gjör afslöppun og maður getur leyft sér miklu meira; líkamsrækt í eigin þágu, að ferðast um landið og ýmislegt dútl. Annars er brauðstritið eiginlega fullt starf ef út í það er farið." 18 VIKAN 20. T8L

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.