Vikan - 15.05.1986, Page 22
ISIENSKUR
TEXTI
Utinat hl '
ilSLENSKUR
L TEXTI J
WHO SAID GIRLS DON'T GOIN CADILLACS?
THt CANNON GROUP TO'.í
SHOKOSUGI ttlTHVUALI VWC
in o GOLAN/Gl OBUS prcxluc
REVENGE OF THt NINJA
SÚ EINA SANNA
★★★
ilso sramnaARTHUR ROBckTS ASMLm • tR
and MARlO GALLÖond mlroduong WNt KC
HROLLVEKJA SEM STENDUR
UNDIR NAFNI
★★
A NIGHTMARE ON ELM STREET
Leikstjóri: Wes Craven.
Aðalleikarar: John Saxon, Ronee Blakey
og Heather Langenkamp.
Sýningartími: 89 mín.
Elm Street er á yfirborðinu róleg gata
þar sem ósköp venjulegt millistéttarfólk
býr. En gatan á sér leyndarmál. Fyrir
mörgum árum gekk þar morðingi laus og
þegar sýnt þótti að hann mundi sleppa frá
réttvísinni tóku íbúar götunnar til sinna
ráða og brenndu hann.
Tíu árum seinna fá fjögur ungmenni
slæmar draumfarir sem að því er virðist
eru nær raunveruleikanum en draumi.
Allavega sýna draumarnir vegsummerki
þegar vaknað er. Krakkamir verða
hræddir og þora varla að sofna. í draumi
er svo ein stúlkan myrt á óhugnanlegan
hátt að unnusta sínum viðstöddum. Eng-
inn trúir honum þegar hann segir að
enginn hafi verið í herberginu þegar hún
var myrt og er hann handtekinn og sakað-
ur um morðið. Þau tvö, sem eftir eru,
verða nú vör um sig. Sérstaklega gerir
stúlka ein sér grein fyrir að draumar henn-
ar eigi eftir að leiða til þess að hún verði
einnig drepin geri hún engar ráðstafanir..
Þrátt fyrir að handritið að A Night-
mare on Elm Street sé nokkrum ann-
mörkum háð - sérstaklega er farið út fyrir
formið í lokin - er ekki annað hægt að
segja en að myndin sé hrollvekja sem
standi undir nafni. Hvað eftir annað verð-
ur áhorfandinn óþyrmilega fyrir barðinu
á óvæntum og taugastrekkjandi uppá-
komum.
Þó má segja að farið sé yfir markið í
morðunum og óhugnaðurinn verður hálf-
viðbjóðslegur, atriði sem vel hefði máti
gera á smekklegri hátt með sömu áhrifum.
A Nightmare on Elm Street er ekki|
fyrir þá sem hafa viðkvæmar taugar ei
þeir sem vilja blóðugar hryllingsmyndii
fá þær ekki mikið betri.
FYRSTA ASTIN
★★★
MISCHIEF
Leikstjóri: Mel Damski.
Aðalleikarar: Doug McKeon, Chatherine
Mary Stewart og Kelly Preston.
Sýningartími: 92 mín.
Mischief er vel heppnuð skemmtimynd.
Hún gerist á sjötta áratugnum og fjallar
um ungt fólk, skemmtanir og vandamál
á gamansaman hátt. Öllu þessu er komið
til skila á eftirminnilegan máta undir tón-
list frá Fats Domino, Elvis Presley, Buddy
Holly og fleiri rokkstjörnum.
Myndin gerist í smábæ. Jonathan er
sautján ára og allar hans hugsanir og lang-
anir eru fólgnar í því að komast i náin
kynni við Marilyn sem er kynbomban í
bekknum hans. Hann á litla möguleika
að því er virðist. Þetta breytist þó allt
þegar Gene, aðeins eldri nágranni hans,
kemur heim eftir að hafa verið rekinn úr
skóla fyrir að sænga með tveimur skóla-
systrum sínum.
Gene tekur nefnilega að sér að koma
Jonathan upp í bólið hjá Marilyn. Ekki
byrjar það nú gæfulega. Jonathan er
greinilega ýmislegt betur til lista lagt en
að eiga við kvenfólk. Meðan á þessu
stendur verður Gene ástfanginn af Bunny,
vinkonu Marilyn. Gallinn er bara sá að
hún er á föstu með syni ríkasta manns
bæjarins og hann er ekki á því að láta
hana frá sér.
Eftir margar hjákátlegar tilraunir tekst
Jonathan loksins að ná athygli Marilyn.
Og hvað skeður? Honum til mikillar
undrunar vill hún vera með honum. Eftir
nokkura tíma tekst honum að komast upp
í bólið hjá Marilyn en eins og við var að
búast gengur það ekki slysalaust...
Mischief er mynd sem flestir ættu að
geta skemmt sér yfir. Góður leikur,
skemmtileg tónlist og gott handrit er allt
fyrir hendi og fyrir bragðið er þetta ein
af fáum myndum um bandaríska unglinga
sem gengur upp.
THE ROSE
Leikstjóri: Mark Rydell.
Aðalleikari: Bette Midler, Alan Bates og
Frederick Forrest.
Sýningartími: 129 mín.
Þegar minnst er á þekkt fórnarlömb
hippakynslóðarinnar er nafn hinnar kraft-
miklu söngkonu Janis Joplin ofarlega i
hugum manna. Hún lést ung úr ofneyslu
eiturlyfja eftir stormasaman söngferil. Jan-
is Joplin var orðin þjóðsaga i lifanda lífi
og eftir að hún lést hefur hún nánast ver-
ið tekin í dýrlingatölu hjá unnendum
popptónlistar.
The Rose byggist á lífi þessarar stúlku
sem hafði hæfileika í ríkum mæli en gat
ekki lifað við það sem frægðin bauð upp
á. Að vísu er nafn Joplin aldrei nefnt enda
kannski frjálslega farið með staðreyndir
um einkalíf hennar. En ferillinn, lögin og
hin gegndarlausa neysla vímugjafa er fyrir
hendi. í myndinni nefnist söngkonan ein-
göngu Rose.
Myndin byrjar á konsert þar sem hún
ofbýður sjálfri sér eins og alltaf. Daginn
eftir hittum við á hana dauðþreytta og
örvæntingarfulla hjá umboðsmanni sínum
sem skipar henni að halda áfram, þótt sjá
megi að þarna er útkeyrð manneskja á
líkama og sál. Milljónir eru í veði og ekk
ert má slaka á.
Lif söngkonunnar fær smátilbreytingu
þegar hún af tilviljun hittir ungan bílstjóra
og saman eyða þau eftirminnilegri nótt
Hún tekur hann með sér í ferðalagið og
von kviknar hjá hcnni um að nú hafi hún
loksins fundið hinn eina rétta. En sjálfs-
eyðingarhvötin er of mikil til að hún geti
höndlað slikt og fer svo að lokum að eitur-
lyfin verða hennar lausn á lífinu.
The Rose er magnþrungin og átakan-
leg. Ekki veit ég hveraig til hefði tekist ef
einhver önnur en Bette Midler væri í aðal-
hlutverkinu. Hún er frábær i hlutverki
söngkonunnar og sviðsframkoma hennar
er mögnuð. The Rose er kvikmynd sem
óhætt er að mæla með.
SLAGSMÁL OG AFTUR SLAGSMÁL
★
THE REVENGE OF THE NINJA
Leikstjóri: Sam Fúrstenberg.
Aðalleikari: Sho Kosugi, Keith Vitali og
Virgil Frye.
Sýningartími: 86 mín.
Fyrir þá sem ekki vita hvað ninja merk-
ir þá er þetta nafn á nokkurs konar englum
dauðans sem uppi voru fyrr á öldum i
Japan. Refsingartækni þeirra var mikil og
voru þeir einstakir á þessu sviði.
Á undanfömum árum hefur áhugi á
ninja farið vaxandi og hefur hver kvik-
myndin af annarri verið gerð og flestar
eru nákvæmlega eins, enda er ekki um fjöl-
breytt efni að ræða. The Revenge of the
Ninja er ein þeirra og er hún dæmigerð
hasarmynd af ódýrari gerðinni.
Myndin byrjar i Japan þar sem l]öl-
skylda Japana eins, sem er góður víga-
maður, er öll drepin að undanskildum
syni hans. Hann flyíur til Bandaríkjanna
og stofnar skóla þar sem japönsk sjálfs-
varnarlist er kennd. Hann lendir í félags-
skap með óprúttnum náunga sem er I
vitorði með mafiunni um eiturlyljasmygl.
Þessi vinur hans hefur dvalið lengi í
Japan og hefur lært það mikið í bardaga-
aðferðum að hann getur kallast ninja.
Notar hann óspart þessa drápslist sína ef
honum er ógnað á einhvern hátt. Meira
að segja rænir hann ungum syni Japanans
þegar það er honum í hag. Þetta verður
að sjálfsögðu til þess að Japaninn tekur
fram sín ninjaklæði og endar myndin á
tuttugu mínútna bardaga milli þeirra sem
fram fer uppi á háhýsi einu.
Revenge of the Ninja hefði átt að vera
nokkuð spennandi á köflum. Slagsmála-
senur eru nokkuð vel gerðar en kvik-
myndagerðin og allur leikur er með þeim
hörmungum að ekkert getur bætt úr. Þeir
sem aftur á móti hafa gaman af japanskri
sjálfsvarnariist fá nóg til að moða úr.
BETTE
MIDLER
ALAN
B ATE S
UOjAOThf
22 VIKAN 20. TBL
r