Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.05.1986, Side 54

Vikan - 15.05.1986, Side 54
Lögreglumenn skoða bílinn sem Bonnie og Clyde voru drepin i. „HAUSINN Á HONUM SKOPPAÐI EINS OG GÚMMÍBOLTI" Á póskadag, 1. apríl 1934, var Clyde enn á höttunum eftir Hamilton. Hann beið hans í launsátri á felustað þar sem hann vissi að Ham- ilton hélt stundum til en Hamilton var þá víðs fjarri. Þegar þremenningunum varð þetta ljóst slöppuðu þau af; Clyde lagðist til svefns í aftur- sæti bílsins sem stóð utan við vegarbrúnina, Henry Methvin stikaði fram og aftur og Bonnie lék sér við hvíta kanínu sem hún ætlaði að gefa móður sinni í páskagjöf. Þá birtust tveir lögreglumenn á mótorhjólum og þegar þeir sáu bílinn lögðu þeir hjólum sínum og gengu rólega í átt að honum. Það sem gerðist næst liggur ekki alveg ljóst fyrir. Ættingjar Bonnie höfðu eftir henni að Clyde hefði sagt við Methvin: „Tökum þá!“ og átt við að lögreglumennirnir skyldu afvopnaðir, en að Methvin hefði skilið þetta svo að hann ætti að skjóta. Alltént féllu báðir lögreglumennirnir fyrir skyndilegri skot- hríð og framburður bónda eins þar í nágrenninu var harla ólíkur framburði ættingjanna. Hann kvaðst hafa heyrt tvær skothrinur og síðan séð lágvaxna konu hlaupa að öðrum lögreglumann- anna og skjóta hann endanlega til bana. Síðan hrópað: „Sjáðu nú þetta, hausinn á honum skoppaði alveg eins og gúmmíbolti." Framburður bóndans er ekki alveg áreiðan- legur; hann fullyrti til dæmis að konan hefði ekki verið Bonnie heldur Billie systir hennar, en þó er ljóst að það var ekki Henry Methvin einn sem stóð að þessum morðum. Skot úr þrem- ur byssum fundust á svæðinu, haglabyssu, sjálfvirkum riffli og skammbyssu. Legsteinn Bonnie. LÖGREGLAN RÉTT Á HÆLUM ÞEIRRA Eftir þessa atburði flúðu þremenningarnir norður á bóginn, inn í Oklahoma, og Frank Hamer, Ted Hinton og fleiri lögreglumenn fylgdu þeim eftir. Síðdegis hinn 4. apríl voru eftirleitarmennirnir í smábænum Duvant - Ted Hinton og Bob Alcorn í einum bíl og Frank Hamer og Manny Gault rétt á eftir. Þá sáu þeir allt í einu Bonny og Clyde keyra rólega á akreininni á móti og Henry Methvin aftur í. Þeir náðu ekki að snúa bílum sínum nægilega fljótt við og auk þess hafði Smoot Schmid skip- að þeim sérstaklega að leggja ekki til atlögu við Bonnie og Clyde ef minnsta hætta væri á því að óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir skot- um. Hinn 6. apríl dró enn til tíðinda. Bíll þre- menninganna festist í forarsvaði úti í sveit í Oklahoma og þau hótuðu vöruflutningabíl- stjóra, sem átti leið framhjá, lífláti ef hann hjálpaði þeim ekki upp úr forinni. Maður nokk- ur í nágrenninu heyrði þessar hótanir og lét lögregluna vita. Tveir lögreglumenn komu á staðinn, Percy Boyd lögreglustjóri og Cal Campbell, lögregluþjónn á sjötugsaldri. Er þeir nálguðust bílinn var skotið á þá fyrirvara- laust. Campbell lést á stundinni en Boyd særðist og var tekinn höndun af „Barrow- genginu“. Hann var með þeim í hartnær tvo sólarhringa og þau virtust dauðfegin að fá nýtt andlit í hópinn því þau töluðu látlaust við hann, spjölluðu vinalega um fjölskyldumál og hvað- eina, og Bonnie sagði að þeim þætti reglulega leitt að hafa orðið að drepa lögregluþjóninn. En þó gerðu þau linnulítið að gamni sínu um það, bar Boyd síðar. Eftir að þau skildu Boyd eftir bundinn við tré fóru þau víða en alltaf voru lögreglumenn- irnir á hælum þeirra. Þeir höfðu nú uppgötvað hversu háð skötuhjúin voru ættingjum sínum en tókst eigi að síður ekki að koma í veg fyrir fund þeirra með mæðrum sínum seint í apríl eða snemma í maí. Þá beindu þeir Frank Hammer, Ted Hinton og félagar þeirra athygli að Henry Methvin en hann var eins og Clyde upprunninn í sveit og tengdur fjölskyldu sinni nánum böndum. Faðir hans var bóndi norðar- lega í Louisiana og þangað höfðu Bonnie og Clyde komið oftar en einu sinni í heimsókn ásamt Methvin. Og að kvöldi 19. maí duttu eft- irleitarmennirnir í lukkupottinn. Þá var til- kynnt frá smábænum Shreveport nálægt sveitabæ Methvins eldra að Bonnie og Clyde hefðu sést við greiðasölustað. BONNIE OG CLYDE DREPIN Þau óku burt á mikilli ferð og lögreglan náði þeim ekki en það sem mestu máli skipti var að yfirvöld töldu að þriðji maðurinn hefði orðið eftir er þau flýðu snögglega og hefði hann síðan horfið. Hamer og Hinton ályktuðu vita- skuld að þar væri um Henry Methvin að ræða og sömuleiðis að Bonnie og Clyde myndu á endanum koma á bæ föður hans til að ná í hann eða alltént spyrjast fyrir um hann. Á leið- inni þangað sáu lögreglumennirnir reyndar til ferða skötuhjúanna en líkur á að þau næðust voru hverfandi svo þeir héldu áfram ferð sinni. Síðan lágu þeir í leyni við afleggjarann að bæ Methvins. Þeir voru í fyrstu fjórir, Hamer, Hin- ton, Bob Alcorn og Manny Gault, en siðan bættust fógeti sveitarinnar, Henderson Jordan, og fulltrúi hans, Prentis Oakley, í hópinn. Þeir húktu við veginn í einn og hálfan sólarhring og leið hroðalega og að morgni annarrar nætur þarna voru þeir að því komnir að gefast upp. Þá átti faðir Henrys Methvin leið framhjá á Ford trukk sínum og lögreglumennirnir stöðv- uðu hann. Þeir handtóku hann í algeru heimildarleysi og hlekkjuðu við tré en létu bíl- inn standa við vegarbrúnina svo að ef Bonnie og Clyde ækju framhjá myndu þau áreiðanlega hægja ferðina til að vita hvað væri á seyði. Þannig liðu nokkrar klukkustundir í viðbót - við hávær mótmæli bóndans - og klukkan níu um morguninn ákváðu þeir að bíða aðeins í hálftíma í viðbót. Kortéri síðar birtist brúni Ford V-8 bíllinn sem Bonnie og Clyde óku. Bíllinn var á töluverðri ferð. Bonnie sat í farþegasætinu og át samloku og las í tímariti sem hún var nýbúin að kaupa. Hún var klædd rauðum kjól og með rauða skó á fótum; hárið var nýgreitt. Eins og vanalega ók Clyde á sokkaleistunum og sólgleraugun, sem hann bar vanalega, lágu á mælaborðinu. Undir teppi í baksætinu voru vandlega hreinsaðar byssurn- ar. Þegar kom að bíl Methvins steig Clyde á bremsuna og leit í kringum sig. Hann heyrði niðurbælt óp og allt í einu hrópaði Bonnie upp yfir sig. Hún hafði séð hreyfingu milli runn- anna. Clyde greip sjálfvirka riffilinn sinn en hann stóð á sér. Þá teygði hann sig í skamm- byssu en á sama andartaki var eins og bíllinn spryngi í loft upp. Ted Hinton einn tæmdi hríð- skotariffil sinn að bílnum, skaut síðan fimm sinnum af haglabyssunni og greip loks til skammbyssunnar. Hinir fimm skutu álíka oft. Þegar að var komið voru Bonnie og Clyde vel og tryggilega dauð. Þeim hafði ekki auðnast að svara fyrir sig. VORU SKÖTUHJÚIN SVIKIN? Það sem nú tók við var brjálsemi. Hundruð og jafnvel þúsundir manna flykktust að, börn jafnt sem fullorðnir, og reyndu að næla sér í minjagripi um Bonnie og Clyde. Sumir dýfðu vasaklútum sínum í blóðið sem nóg var af; aðr- ir reyndu að klippa lokka úr hári þeirra, losa hluta af bílnum eða stela vopnunum. Þegar þau voru grafin - hvort í sínu lagi, þrátt fyrir óskir Bonnie um að þau lægju saman - var hið sama uppi á teningnum. Bonnie og Clyde voru orðin einhvers konar þjóðhetjur. Þá er aðeins eftir að segja frá því að bæði Joe Palmer og Raymond Hamilton voru dæmd- ir til dauða í rafinagnsstólnum. Þeir sluppu en náðust aftur og voru teknir af lífi 10. mai 1935 fyrir morðið á fangelsisverðinum. Henry Meth- vin var líka dæmdur til dauða en dómnum breytt í tíu ára fangelsi vegna þess að upplýst var í réttarsalnum að hann hefði svikið Bonnie og Clyde og með foreldrum sínum lagt á ráðin um hvernig lögreglan gæti haft hendur í hári þeirra. Ef það er rétt hefur hin ólöglega hand- taka gamla Methvins einungis verið sjónarspil, sett upp fyrir þá lögreglumannanna sem ekki vissu um samkomulagið. Ýmislegt er raunar enn á huldu um tildrög dauða Bonnie og Cly- des en það skiptir varla máli. Þau dóu eins og þau höfðu lifað. Endir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.