Vikan - 15.05.1986, Síða 62
Kiza er upprunnin á reikistjörnu sem sveim-
ar umhverfis sól sem er í trýninu á ljónsmerk-
inu. Hún kemur til jarðarinnar á veturna og
býr í tívolíinu. Henni finnst það minna mjög á
borgina sem hún býr í úti í geimnum. Þetta er
heimilislegur staður, sagði hún, sérstaklega
þegar snjór er yfir öllu. Kiza unir sér allan
veturinn við leik og snjóböð. Hún ferðast með
svokölluðum FELIX-bylgjum. Ég skynja þannig
hraða á allt annan hátt en þið jarðarbúar, sagði
Kiza og gleðin skein úr augum hennar í kyrr-
stæðum „kolkrabbanum". Að lokum sagði hún
mér að hún væri í flokki eldri hefðarkvenkatta
og næsta ár kæmu þær sennilega í hópferð og
þá ætluðu þær að reyna að hægja enn meira á
gleðivélunum. En nú var kaffitími vinnumann-
anna búinn og um leið og sá fyrsti birtist
hvíslaði Kiza í eyra mér: Við sjáumst að ári!
Mjá. .. Og með það hvarf hún kattliðug inn í
tómið. Ég hristi höfuðið hálfringlaður og gekk
af stað út af svæðinu, nuddandi augun og klíp-
andi í handleggina. Það var ekki um það að
villast, ég var glaðvakandi. Ég leit yfir svæðið
um leið og ég gekk í gegnum hliðið en ekkert
óvenjulegt var að sjá, aðeins starfsmenn að
skipta um litljósaperur, herða rær, smyrja hjól
og liðamót, starfsmenn að gera leiktækjagarð-
inn reiðubúinn að taka á móti leikglöðum
barnaskörum landsins. Þau koma í vor, en ég
kem aftur að ári liðnu. Og meðan flautur og
hvellibjöllur Edenborgar glymja í sumar mun
ljúft „Mjaá. ..“ Kizu hljóma í huga mínum.
62 VIKAN 20. TBL