Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.08.1986, Side 18

Vikan - 21.08.1986, Side 18
Skiptar skoðanir___ Hvalveiðar valveiðimálið hefur verið mál málanna á undanförnum miss- erum hér á landi, enda kemur það íslendingum óneitanlega mikið við. Afskipti Bandaríkjamanna af hvalveiðum okkar virðast hafa komið flestum í opna skjöldu. En Bandaríkja- menn telja nú að íslendingar hafi brotið alþjóðasamþykkt og hóta viðskiptaþvingunum ef þeir láta ekki staðar numið í hvalveiðum sínum í vísindaskyni. Eftir þessar hótanir Bandaríkjamanna hefur hitnað verulega í kolunum og menn eru ekki á eitt sáttir um réttmæti þeirra. Við fengum tvo sérfróða menn, þá Snorra Baldursson líffræðing og Þorvald Gunnlaugsson stærðfræðing, til þess að skiptast á skoð- unum um þessi mál, sem og því sem á undan er gengið í hvalveiði- málinu. Þorvaldur er fylgjandi hvalveiðum Islendinga í vísinda- skyni en Snorri ekki og voru eftirfarandi spurningar lagðar fyrir þá: a) Ertu með eða á móti hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni? b) Hver er afstaða þín til Greenpeace? c) Hver er afstaða þín til afskipta Bandaríkjamanna af hvalveiðum Islendinga? Auk þess fengum við nokkra aðila til þess að láta skoðanir sínar á þessum málum í ljós. Snorri Baldursson líffræðingur: íslenska þjóðin með allt niðrum sig / g mótmæli ekki skynsamlegri nýtingu hvala í framtíðinni þó ég sé á móti fyr- irhuguðum rvísindaveiðum. Alþingi íslendinga ákvað 1983 að mótmæla ekki samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um tímabundna stöðvun hvalveiða í ábataskyni frá og með 1986. Burtséð frá því hvort um ofveiði hafi verið að ræða af hálfu íslendinga (en það er umdeilt) þá samþykktu íslendingar þar með að taka þátt í alheimsaðgerð. Þessi aðgerð átti sannar- lega rétt á sér í ljósi þeirrar rányrkju sem hvalveiðar hafa verið nær alls staðar þar sem þær hafa verið stundaðar. Allar veiðar hljóta að draga úr gildi frið- unaraðgerða. Vísindaveiðar Islendinga skapa fordæmi sem aðrar þjóðir fylgja. Bara af þessum sökum eru vísindaveiðan.ar ákaf- lega hæpnar. Það sem gerir þær þó enn verri er að þær eru svo til gagnslausar til að meta út- breiðslu og stofnstærðir hvalanna. Miklu nákvæmari upplýsingar fást með aðferðum sem byggjast á talningu úr lofti, radíómerk- ingum og ljósmyndun. Þetta viðurkennir Hafrannsóknastofnun í raun með rann- sóknaáætlun sinni. Einnig hefur verið sýnt fram á að vefja- og blóðsýnataka úr lifandi hvölum er tæknilegt vandamál sem auðvelt er að leysa. Rannsóknir á lifandi hvölum eru kostnaðarsamar en líklega hefði mátt fá aðstoð erlendra vísindastofnana og náttúru- verndarsjóða. Hvers vegna var það ekki reynt? Ég er enginn sérstakur aðdáandi Green- peacemanna en hef þó oft talað fyrir sömu baráttumálum og þeim. Ég tel þeim til tekna baráttu þeirra gegn mengun sjávar og gegn tilraunum með kjarnorkuvopn. Einnig tel ég að herferð þeirra gegn kópadrápi kanadískra atvinnu- selveiðimanna hafi átt rétt á sér, þó að afleiðingarnar fyrir eskimóa hafi orðið hörmulegar. Barátta þeirra nú fyrir stöðvun hvalveiða í ábataskyni er réttmæt í ljósi blóðugrar sögu hvalveiða í heiminum, að minnsta kosti meðan raunhæft mat á stærð og veiðiþoli stofnanna fer fram. Það má gagnrýna Greenpeace fyrir það að gera ekki nægan greinarmun á atvinnu- veiðum Kanadamanna og nauðþurftarveið- um eskimóa í herferð þess gegn kópaveiði. Það má einnig gagnrýna það fyrir að beina skeytum sínum fyrst og fremst að öðrum þjóðum frekar en sinni eigin. Þá heyrast raddir um það, og skuggalegt ef satt reyn- ist, að Greenpeace sé núorðið rekið sem hvert annað stórfyrirtæki sem geri út á til- finningasemi og misskilda friðunarþörf fólks en hafi kastað sönnum náttúruverndarsjón- armiðum fyrir róða. Auðvitað er óþolandi að sitja undir því að Bandaríkjastjórn segi okkur fyrir verk- um. > Ég undrast hins vegar ekki hótanir Bandaríkjamanna. Þeir telja að íslendingar séu að brjóta alþjóðasamþykkt. Hótanir um efnahagslegar þvinganir eru byggðar á lagaákvæði. Stjórnin í Washington er undir gríðarlegum þrýstingi, ekki bara frá nátt- úruverndarsamtökum heldur öllum almenn- ingi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr lítur meirihluti Bandaríkjamanna á hval- veiðar sem siðleysu. Bandaríkjamenn hafa löngum talið sig lögreglu heimsins og ekki hikað við að beita þjóðir þvingunum ef þeir hafa talið það þjóna hagsmunum sínum eða misskilinni réttlætis- kennd. Þessa atburðarás mátti sjá fyrir og er því á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef þau hefðu séð sóma sinn í að standa við eigin sam- þykktir á sínum tíma stæði íslenska þjóðin ekki nú fyrir augum heimsins með ailt niðr- um sig. Þorvaldur Gunnlaugsson stærðfræðingur: Hafa bannað Kínverjum að éta hunda Við verðum að hafa rök fyrir því að afla ekki þeirra vísindalegu gagna sem við getum fengið að kostnaðarlausu með veiðunum. Auk líffræðilegra mælinga á skepnunum og upplýsinga úr maga þeirra fást frá bátunum upplýsingar um göngur hvala af öllum tegundum og ástand sjávar. Það verður að rökstyðja af hverju rýra á þjóðartekjur og svipta fólk atvinnu sinni. Rökin, sem ég hef heyrt, eru þessi: 1. Við eigum ekki að drepa dýr og éta. - Ég virði skoðanir þessa fólks. Það ætti að friða ákveðin svæði bæði á landi og í sjó en það er ekki hægt að banna meirihlutanum að éta kjöt. 2. Við megum ekki raska lífríkinu. - Við höfum nú þegar raskað lífríki sjávar með fiskveiðum og munum halda því áfram. Sennilega er þá best að nýta allt sem jafnast. 18 VIKAN 34. IBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.