Vikan


Vikan - 19.02.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 19.02.1987, Blaðsíða 37
var raunar kunningi þeirra beggja. Ég þekkti Vigdísi minna en nokkuð þó og bar mikið traust til hennar. Enda hefur hún staðið sig afburðavel í þessu starfi og verið landi og þjóð til sóma, ekki bara af því að hún er kona heldur vegna sinna miklu hæfileika." „Ég var skipaður ríkissáttasemjari 1978 en fékk frest til að taka við starfmu til 15. sept- ember 1979. Ég er skipaður til fjögurra ára í senn þannig að öðru skipunartímabili mínu er að Ijúka 15. apríl.“ - Hvernig starf er sáttasemjarastarfið, Guðlaugur? samningar alveg að nást en svo á síðustu stundu hleypur allt í baklás. Ég væri ekki mennskur ef ég yrði ekki pirraður þá. Hitt er annað að maður getur gengið út frá því sem vísu, einkanlega ef búið er að vaka lengi, að rétt þegar á að fara að undirrita kemur eitthvað upp. Oftast er hægt að kippa því í liðinn en stundum ekki og þá springur allt.“ - Ég er ekki viss um að fólk almennt viti í hverju starf þitt er fólgið þegar tvær fylking- ar sitja gráar fyrir járnum hvor á móti annarri og þú átt að ná sáttum milli þeirra. „Ég hef kynnt mér þetta starf bæði á Norð- um helmingi allra deilna lýkur á fyrsta sátta- stiginu þar sem reynt er að fá menn til að tala saman. Yfírleitt er stokkið yfir annað stigið því aðeins 8% af málum fara þangað en afgangurinn fer þá í frjálsan gerðardóm. Mér hefur fundist, einkum í seinni tíð, að menn leggi of mikið upp úr þvi hér að sátta- semjari komi með tillögu eða þá að lagasetn- ing leysi deiluna. Þetta tel ég skaðlegt. Ég tel mikilvægt að taka ekki frumkvæðið frá samn- ingsaðilunum, láta þá ekki bíða eftir því að sáttasemjari komi með tillögu. Deiluaðilar eiga að tala saman, það er heilladrýgst. Við Menn leggja of mikið upp úr því að sáttasemjari komi meðtil- lögu. Deiluaðil- ar eiga aðtala saman. Það er heilladrýgst. „Það sem mér þykir skemmtilegast við starfið er hvað ég hef kynnst mörgu fólki. Meðan ég var í ráðuneytinu kynntist ég emb- ættismönnunum og fólki úr stjórnsýslunni, síðan kom kennaraliðið og stúdentarnir í Háskólanum og svo koma vinnuveitendur og verkalýðsforystan hér. Það er því allt annar heimur sem maður kemur inn í hér og mér þótti það afar skemmtilegt. Vitanlega er þetta starf oft erfitt. Það er þrasgjarnt og það tekur stundum á mann. Hér koma oft erfiðar tarn- ir. En mér hefur alltaf látið vel að vinna í skorpum, ætli það sé ekki svo með fólk sem er alið upp í sjávarplássum, þar sem alltaf er unnið í skorpum. Það verður partur af lífi manns. Vissulega verður maður pirraður á stundum. Manni sýnist ef til vill að nú séu urlöndunum og í Bretlandi. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Bretar skilgreina starfið. Það má segja að starf sáttasemjara sé þriþætt; í fyrsta lagi sáttastarf, í öðru lagi það sem ég kalla miðlun og í þriðja lagi það sem ég kalla frjálsan gerðardóm. I Bretlandi byrja sátta- störfin þannig að ákveðinn tíma er sáttasemj- ari að reyna að fá deiluaðila til að setjast niður og semja án þess að bera fram tillögu og raun- ar má hann það ekki. Hans hlutverk er það eitt að fá menn til að tala saman. Takist þetta ekki kemur miðlunarstigið og nýr sáttasemj- ari tekur við. Hann bæði má og á að bera fram sáttatillögu, gangi það ekki koma menn sér vanalega saman um að setja deiluna í frjálsan gerðardóm til að komast hjá lagasetn- ingu þingsins. í Bretlandi er það þannig að getum líka séð það í hendi okkar hve íjarri öllu lagi það er að ég sé að bera fram tillögu í fyrstu kjaradeilu og móta þannig efnahags- stefnuna. Eða þá þegar ASÍ, VSÍ og rikið hafa samið að ég beri fram tillögu sem brýtur verulega í bága við þann ramma. Slíkt er bara ekki hægt.“ - Ertu orðinn þreyttur á þessu starfi? „Auðvitað er maður oft þreyttur eftir lang- ar tarnir og ég veit að ég verð þreyttur eftir þá sem nú stendur. En hvort ég held áfram? Ég hef að minnsta kosti ákveðið að fastráða mig ekki í annað starf þegar ég hætti hér. Ef ég verð ekki skipaður aftur fer ég bara á eftir- laun eftir 95 ára reglunni og tek mér eitthvert dund fyrir hendur. En ég gæti alveg hugsað mér að vera eitt tímabil í viðbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.