Vikan


Vikan - 02.04.1987, Page 12

Vikan - 02.04.1987, Page 12
Séra Solveig Lára Gudmundsdóttir er prestur Seltjarnarnessóknar Hún er ung kona sem hefur ákveðnar skoðanir á kristindómnum. Eg tel ekld gott að presturinn sé einn Fyrst berst tal okkar að bókinni sem hér hef- ur verið vitnað í. Solveig Lára hefur sitthvað að athuga við þessa bók: - Húnerþvímiðurekkinógugóð. Hún gerir ráð fyrir að krakkarnir kunni allar Bibl- íusögur. í raun og veru sýnir fyrsti kaflinn um hvað bókin er: Lífið með Guði og líf án Guðs. Svo eru heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna, stríð og frið. Eg held að krakkarnir séu ekki tilbúnir til að taka á svona atriðum. Hins vegar finnst mér vanta að það sé höfðað beint til þeirra, inn í líf þeirra. Það er auðvitað vandfundin almennileg bók til að nota við undirbúninginn. Hinn valkosturinn er Kristin trúfræði. Sú bók er alltof þurr upptalning á staðreyndum. Það er hrein trúfræði svo Líf með Jesú er betri kosturinn sem í boði er. En ég veit að þriðja bókin er til. Séra Tómas Sveinsson í Háteigskirkju þýddi hana. Ég hefekki lesið þá bók en ég hef heyrt mjög vel látið af henni. En hún kom ekki á markaðinn fyrr en svo seint að ég áttaði mig ekki á því að hún væri til. Finnst þér of nákvæmar túlkanir í þessari bók sem geta gert það að verkum að börnin hugsi ekki eins mikið sjálf? - Þegar maður hefur tvær blaðsíður til þess að segja frá því að Jesús sé sonur Guðs þá verða að koma staðhæfingar sem presturinn eða sá sent leiðbeinir hlýtur að útskýra. Ég man reyndar að ég var mjög hissa þegar ég las einn kaflann í þessari bók, Jesús frá Nasar- et. Þar er millifyrirsögnin: Hvað gerði Jesús? Þar eru gefnir upp tveir liðir. í fyrri liðnum stendur: Hann fyrirgaf syndir. Og í seinni liðnum stendur: Hann læknaði sjúka. Það er auðvitað afleitt að setja þetta upp á þennan hátt vegna þess að krakkarnir festa svona atriði i huganum. Það sem mér finnst fyrst og fremst vanta með þessari bók eru kennsluleiðbeiningar. Maður hefur ekkert annað í höndunum en bókina sjálfa. Ef mað- ur tekur fyrir einn kafla í hverjum tíma er hægt að gera svo margt í tengslum við yfir- skrift hvers kafla. Það væri gott að hafa almennilega bók þar sem koma fram hug- myndir um hvernig maður getur getur tekið á hverju efni fyrir sig. Þá væri þessi bók 12 VIKAN 14. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.