Vikan


Vikan - 02.04.1987, Page 14

Vikan - 02.04.1987, Page 14
En hvaöa augum líta börnin sjálf á ferminguna og þau atriði sem tengjast henni? Fanney Rúnarsdóttir hefur sótt spurningatíma hjá Solveigu Láru í vetur og á að fermast fimmta apríl: Ég trúi því að það sé bara til cinn Guð - Mér finnst ég vera orðin nógu gömul til að fermast. Ég myndi ekkert frekar vilja ferm- ast eftir eitt eða tvö ár. Pabbi og mamma eru bæði kristin og ég var í sunnudagaskóla þegar ég var lítil. Þegar ég varð eldri fór ég svo í KFUK og var þar þangað til ég var níu eða tíu ára. Það hefur samt sem áður ekkert mik- ið verið talað um trúmál á heimilinu, en ég lærði mikið í sunnudagaskólanum. Foreldrar mínir sækja guðsþjónustur þótt það sé ekkert mjög algengt. Mér finnst bókin, sem við lesum, ágæt. Það voru atriði sem ég rakst á þar sem ég hafði ekki áttað mig á. Ég hafði að vísu lesið biblíu- sögur í skóianum svo ég þekkti mikið af því sem talað var um í bókinni. En þótt ég hefði lært um skírnina áður, í skólanum, þá bættist við vitneskjuna eftir að ég byrjaði í undirbúningnum. Ég hélt líka að hið eilífa líf byrjaði eftir dauðann. Nú veit ég betur. Þegar ég var yngri bað ég oft til Guðs á kvöldin. Ég bað bæði með mínum eigin orðum og bænum sem ég hafði lært utanað. En eftir að ég varð eldri hætti ég að biðja. Nú bið ég ekki nema í guðsþjónustu og svo bað ég í spurningatímunum. í tímunum fengum við að vita hvað það þýddi að ganga til altaris. Ég hafði aldrei gengið til altaris áður. Presturinn, Solveig Lára, bað okkur að koma öll í ákveðna messu og þar gengum við til altaris í fyrsta skipti. En ég fann ekki fyrir neinum sérstökum til- finningum þegar ég gekk til altaris. Þessir undirbúningstímar hafa verið alveg hreint ágætir. Ég hefði sjálf ekki viljað hafa þá neitt öðruvísi. Ég er viss um að þeir eru mjög leiðinlegir sums staðar, en þeir voru það alls ekki hér. Ef ég hefði setið í tímum þar sem farið hefði verið í kaflana nákvæmlega og við hefðum verið látin læra utanað eitt vers fyrir hvern tíma þá hefði það orðið leiðin- legt til lengdar. Ég býst líka við því að ég hefði hugsað miklu minna um þessi mál. En ég verð samt sem áður að viðurkenna að ég eyði ekki miklum tíma í að hugsa um þetta. Ég hugsa sennilega aldrei um þetta nema í tímum eða þegar ég var að lesa í bók- inni heima. Ég veit ekki hvort þetta er svipað hjá öðrum fermingarbörnum. Ég verð líka að viðurkenna að mér finnst undarlegt að vera að fara að fermast og hafa aldrei samband við Guð nema þegar ég er í kirkju. Ég geri mér ekki almennilega grein fyrir því hvers vegna ég hætti að biðja. Ef ég væri spurð hvort ég tryði á Guð þá myndi ég segja já. Égmyndi ekki spyrja: Hvaða Guð? Jafnvel þótt maðurinn væri hugsanlega að spyrja um einhvern annan guð. En ég trúi því að það sébaratil einn Guð. Ég geri ráð fyrir að það séu alltaf einhverjir sem fermast til þess að fá gjafir og góðan mat. Ég á eina bekkjarsystur sem ætlar ekki láta ferma sig. Hún er ekki skírð heldur. Ég reikna með að hún kæri sig ekki um ferming- una því auðvitað getur hún látið skíra sig núna efhún vill. Ég ætla að láta skíra börnin mín. Ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því. Þegar ég las um þessa áþyrgð fannst mér pabbi og mamma ekki hafa brugðist þeirri skyldu að standa undir ábyrgðinni því þau höfðu látið mig fara í sunnudagskóla og í KFUK. Ég hef ekki neinar ráðagerðir í tengsl- um við mín börn. Eftir að ég byrjaði í undirbúningnum hef ég farið að mæta oftar í guðsþjónustur. Pabbi vinnur yfirleitt á sunnudögum en mamma fer stundum með mér. Það hefur aukist síðan ég byrjaði að sækja fermingarundirbúnings- tímana í vetur. Áreiðanlega á margt eftir að breytast í þeim undirbúningi sem börn fá fyrir ferminguna. Skólinn þarf líka að standa sig betur í þeirri fræðslu svo börnin komi ekki af fjöllum þegar þau fara að ganga til prestsins. Það er ekki bara bein fræðsla sem er nauðsynleg heldur þarf að mynda jákvætt viðhorf og skerpa hugsanir þarnanna. 14 VIKAN 14. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.