Vikan


Vikan - 02.04.1987, Page 22

Vikan - 02.04.1987, Page 22
HELEN MDRKEN Helen Mirren i nýjustu kvikmynd sinni, The Mosquito Coast. Únnur rússnesk kona, geimfari i 2010. í fyrstu kvikmyndinni, Age of Consent, ásamt James Mason. Hér ræöst Helen Mirren á listaverk af mikilli heift í eftir Ken Russell. Messiah Mirren lék i hinni umdeildu kvik- mynd Caligula. 22 VIKAN 14. TBL Fáar leikkonur njóta jafn- mikillar virðingar og breska leikkonan Helen Mirren. Hún hefur nú i seinni tíð æ meira snúið sér að kvikmyndum eft- ir að hafa verið ein dáðasta leikkona í London um margra ára skeið. Þar lék hún öll helstu kvenhlutverk Shakespeares með góðum ár- angri og urðu margir til að kalla hana eina allra bestu sviðsleikkonu seinni tíma. Helen Mirren er rúss- neskrar ættar. Afi hennar var í her keisarans á sinum tíma en flúði til Englands þegar pabbi hennar var tveggja ára. Helen fæddist í London og hlaut kaþólskt uppeldi. Hún ákvað snemma að verða leik- kona og stefndi ótrauð á það markmið. Þótt hún hafi fyrst leikið í kvikmynd 1968 hefur hún aðeins leikið í tólf kvik- myndum hingað til. Ogí mörg ár kom hún ekki nálægt myndavélinni nema í upptök- um á leikritum fyrir sjónvarp. Það var sakamálamyndin The Long Good Friday, þar sem hún lék á móti Bob Hoskins, sem varð til þess að henni fóru að berast tilboð um leik í kvikmyndum. í kjölfarið fylgdu White Nights, 2010 og breska myndin Cal, sem er hennar besta kvikmyndahlutverk til þessa, enda fékk hún verð- laun sem besta leikkonan í Cannes fyrir það hlutverk. Tvær nýjustu myndir henn- ar eru Hevenly Pursuits, gamanmynd þar sem hún leikur á móti Tom Conti, og The Mosquito Coast, nýjasta mynd Peters Weir. Þar leikur hún eiginkonu Harrison Ford. Einkalíf Helen Mirren hef- ur oft verið blaðamatur. Villt líf og vinstri sinnaðar skoðan- ir hneyksluðu marga á árum áður. Hvað sem því líður er enginn í vafa um að Helen Mirren er einhver albesta leikkona sem sýnir sig á hvíta tjaldinu í dag. Myndbönd NO DEPOSIT NO RETURN ★★ Leikstjóri: Norman Tokar. Aöalleikarar: David Niven, Darren McGavin og Don Knotts. Sýningartími: 106 mín. - Utgefandi: Bergvík hf. No Deposit No Return er gamanmynd frá Walt Disney fyrirtækinu eins og þær gerast bestar. Raunveruleikinn er settur til hliðar fyrir saklausu gríni og skemmtun. David Niven leikur auðugan afa tveggja krakka, stráks og stelpu, sem eiga að eyða páskahelginni hjá honum. Þau vilja frekar fara til móður sinnar og stinga af með tveimur lánlausum innbrotsþjófum. Af- inn hefur fylgst með því sem er að gerast. Þegar hann hefur fullvissað sig um að krakkarnir séu ekki í hættu er hann alveg sáttur við að vera laus við þá og leyfir þeim að vera í sambúð með innbrotsþjófunum... Margt fer þó öðruvísi en ætlað er. Móðir barnanna birtist og er ekki ánægð með kæruleysi afans gagnvart börnunum og lögreglan kemst einnig í spilið. Allt endar þó vel eins og til var ætlast. No Deposit No Return er hin besta fjölskylduskemmtun. THE JEWEL OF THE NILE ★ ★ Leikstjóri: Lewis Teague. Aðalleikarar: Michael Douglas, Kathleen Turner og Danny DeVito. Sýningartími: 101 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Eftir miklar vinsældir Romancing the Stone þótti sjálfsagt að gera fram- haldsmynd um rithöfundinn Joan Wilder og ævintýramanninn Jack Cotton. Jewel of the Nile er afraksturinn og satt best að segja veldur myndin nokkr- um vonbrigðum. Ekki er sama leikgleðin og var í fyrri myndinni og munar mest um að hinn smávaxni Danny DeVito, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Romancing the Stone, er ámóta ófyndinn hér og hann var fyndinn þar. Sögusviðið er nú Afríka í stað Suður-Ameríku. Wilder fær tilboð sem hún getur ekki hafnað, enda eru Joan og Jack að verða leið hvort á hvoru í byrjun myndarinnar. Ástin blossar samt aftur þegar fer að líða á myndina og Joan sér að hún hefur farið úr öskunni í eldinn. Mikið er lagt í The Jewel of the Nile og í myndinni eru nokkur stórfengleg atriði. Gallinn er bara sá að handritið er frekar slappt og geta hinir ágætu leikarar lítið hjálpað til. EMANON ★ Leikstjóri: Stuart Paul. Aðalleikarar: Stuart Paul, Cheryl M. Lynn og Jeremy Miller. Sýningartimi: 92 min. - Útgefandi: Háskólabíó. Jason er fatlaður drengur sem hefur misst föður sinn. Móðir hans hefur erft mikið tískufyrirtæki sem hún stjórnar frekar af áhuga en kunnáttu. Á daginn lætur Jason einkabílstjóra keyra sig um rónagötur New York borg- ar. Þar tekur hann eftir róna einum sem hjálpar nauðstöddum oft, að því er virðist með kraftaverkum. Róninn nefnist Emanon og Jason vingast við þennan dularfulla mann. Fljótt er áhorfandanum ljóst að kraftaverkin eru eins og lýst er i Biblíunni að frelsarinn hafi gert. Hér er það sem aðstandend- ur myndarinnar komast í vandræði með söguþráðinn eftir ágæta byrjun. Látið er að því liggja að Emanon sé Kristur endurborinn. Þrátt fyrir öll góðverkin og kraftaverkin verður þessi Kristsímynd lítið annað en góðlátleg- ur hippi sem vill öllum vel. Emanon er mynd með boðskap. Gallinn er bara sá að í vandræðalegu handriti kemst hann ekki til skila. UM HÁNÓTT ★ Leikstjóri: Daniel Haller. Aðalleikarar: Mike Connors, David Birney og Christine Belford. Sýningartimi: 105 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Miskunnarleysi og spilling lögreglunnar í Bandaríkjunum er þema Um hánótt (High Midnight). Nokkrir fikniefnalögreglumenn myrða konu og barn þegar þeir í misgripum gera árás á hús saklausrar fjölskyldu. I stað þess að viðurkenna mistökin ákveður yfirmaður þeirra að láta sem ekkert sé og býður jafnframt aðstoð við að hafa uppi á morðingjunum. Tony Gianetti, sá er varð fyrir því að kona hans og barn voru myrt, grunar að ekki sé allt sem sýnist með störf lögreglunnar. Hann ákveður að rannsaka málið sjálfur og kemst að hinu sanna. Snýst nú myndin upp í hefndarað- gerðir Tonys. Það hefði sjálfsagt mátt gera ágæta spennumynd úr efniviðn- um. Hér tekst það ekki. Mótsagnirnar eru of margar og leikur slæmur, enginn verri en David Birney sem leikur Tony. Þrátt fyrir allar hörmungarn- ar, sem hann lendir í, nær hann aldrei samúð áhorfandans. 14. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.