Vikan


Vikan - 02.04.1987, Side 25

Vikan - 02.04.1987, Side 25
ar ekki berir að baki í þessum framkvæmd- um. í ljóði sínu um Hallgrímskirkju, sem Steinn Steinarr orti á sínum tíma, þegar ljóst var að bygging Hallgrímskirkju á Skólavörðuholtinu yrði að veruleika, kemst hann í upphafí svo að orði: Húsameistari rikisins tók handfylli sína af leir... Ljóðið endaði hann svo:.. .Hallgrímur sálugi Pét- ursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! En á þessum tveim byggingum er ekki aðeins eðlismunur heldur annar síst mikil- vægari. Það er nefnilega engin hætta á að flugstöðin nái á nokkurn hátt að spilla umhverfi sínu, nema síður sé. Það er heldur engin hætta á að Hallgrímur gamli taki upp á því að birtast húsameistara ríkisins. Það væri helst að Svavar Gestsson eða formað- ur Samtaka herstöðvaandstæðinga birtust honum og bæðu hann um að láta þetta nú gott heita - fyrir nú utan þá staðreynd að flugstöðvarbyggingin minnir alls ekki á leirklessu á miðri Miðnesheiðinni heldur miklu frekar vestræna útgáfu af kínversku musteri og á þak byggingarinnar stærstan hluta þar í. Menn geta haft ólikar skoðanir á þörf- inni fyrir nýja flugstöð eða hvort slík framkvæmd hafl átt að hafa forgang um- fram aðrar ekki siður nauðsynlegar framkvæmdir. Og menn getur einnig greint á um fjármögnunarforsendur byggingar- innar, sem margir vilja kenna við aronsku, og ekki síst geta menn verið ósáttir um hina hugmyndafræðilegu hlið málsins, hvort alþjóðleg flugstöð íslendinga eigi að vera innan landsvæðis erlendrar herstöðv- ar. En nýja flugstöðin er sem sagt risin, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, í fjörutíu metra hæð yfir sjávarmáli á hrjóstr- ugri sléttu sem flestir geta verið sammála um að sé mesti rokrass á öllu landinu og þó víðar væri leitað. Blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar áttu þess nýlega kost að skoða nýju fiug- stöðvarbygginguna í fylgd með Garðari Ur komuskálanum. Eins og sést voru mörg handtök eftir þegar blaöamaöur Vikunnar og Ijósmyndari voru á þar á ferö. Um langan aldur hefur það verið þjóðar- íþrótt okkar íslendinga að rífast og nöldra yfir öllum sköpuðum hlutum. Islenskur veruleiki hefur löngum verið svarthvítur. Opinberar byggingar og framkvæmdir hafa lengi verið meðal uppáhalds nöldursefna fólks. Meða! þeirra bygginga, sem veitt hafa mönnum ærna útrás fyrir þessa þjóð- legu þörf, er nýja fiugstöðvarbyggingin á Kefiavíkurfiugvelli sem nú er risin eftir að hafa velkst á milli rikisstjórna í um það bil fimmtán ár. A tæpum fjórum árum hefur hin nýja, margumdeilda fiugstöðvarbygg- ing risið á hrjóstrugri, eyðilegri sléttunni í norðvesturhorni landsvæðis Kefiavíkur- herstöðvarinnar. Fjögur ár þykja varla langur byggingartími á íslenska vísu (sam- anber þrjátiu árin sem fóru í byggingu Hallgrímskirkju) enda vorum við íslending- Brottfararsalur. Blágrýti á gólfum og rauður vikursteinn á veggjum. 14. TBL VI KAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.