Vikan


Vikan - 02.04.1987, Page 52

Vikan - 02.04.1987, Page 52
Hraésending Sakamálasaga eftir Edmund Crispen Það sást þrumuglampi yfir West- minster. Harðkúluhattarnir, sem biðu eftir strætisvagninum fyrir utan White- hall, litu áhyggjufullir í átt til skýja- bakkanna sem nálguðust óðfluga. Morgunninn hafði verið óvenjulega heitur og þess vegna höfðu flestir þeirra farið að heiman án þess að búa sig út með regnhlífar og regnfrakka. Það voru ekki miklar líkur á því að þeir kæmust heim án þess að vökna. Fjarlægur há- vaðinn af þrumunni yfirgnæfði umferð- arhávaðann eitt augnablik. Humbleby, lögregluforingi hjá Scotland Yard, gekk út að glugganum á skrifstofu sinni sem var hátt uppi í einu horni lögreglustöðv- arinnar. „Þarna koma þau,“ sagði hann, „og guð einn veit hvort þau eru sek eða sak- laus.“ Hann fylgdi tveim örsmáum verum eftir með augunum þangað til þær hurfu inn um útidyrnar ásamt lög- reglumönnunum sem fylgdu þeim. „Ef þau eru sek hljóta þau að hafa stáltaug- ar en maður verður að gera ráð fyrir því að villidýraveiðimenn hafi einmitt slíkar taugar." Hann lauk setningunni með því að yppta öxlum. „Eru þau bæði villidýraveiðimenn?“ spurði Gervas Fen, prófessor i enskri málfræði og bókmenntum við Oxford háskóla. Hann var hálfhulinn af tóbaks- reyk. „Eiginkonan líka?“ „Já, svo sannarlega en mér skilst að frúin sé ekki alveg jafngóð skytta og maður hennar.“ Humbleby gróf eintak af tímaritinu Fólk í fréttum undan hrúgu á skrifborðinu og rétti Fen yfir borðið. Þetta ætti að gefa þér nokkra hugmynd um hvernig þau líta út.“ Þau voru hálslöng eins og gíraffar. Fen hugsaði með sér að það væri svo mikill hjónasvipur með þeim að þau litu einna helst út fyrir að vera systkini. Frúin var eldri en hann hafði ímyndað sér, hún var að minnsta kosti um fertugt. Hún var útitekin í andliti og tanngarðurinn lá hátt, hárið stutt og liðað, nefið langt og augun allt að því óþægilega lítil. Um varir hennar lék harðneskjulegt bros. Nef og augu eiginmannsins voru mjög svipuð og á konunni en andstætt henni leit hann út fyrir að vera yngri en hann raunverulega var; svipurinn var einnig viðkunnanlegri. Ut úr munni hans stóð gríðarstór pípa og á myndinni virtist hann önnum kafinn við að kveikja í henni. Undir myndinni stóð að Bowyer hjónunum hefði einnig verið boðið i garðveisluna. Það var tekið fram, svo að engum dytti í hug að Fólk í fréttum væri að birta myndir af almennum borg- urum, að frú Bowyer væri næstelsta dóttir sir Egertons og Iafði Joan Wilmot frá Wilmothöll í Derbyshire. Fen var enn að velta þessum upplýs- ingum fyrir sér þegar síminn hringdi. Humbleby tók talrörið upp. „Halló,“ sagði hann. „Jú, ég sá að þau eru á leiðinni. Láttu þau bíða smástund, ég læt ykkur vita hvenær ég er tilbúinn að tala við þau.“ Hann lagði á. „Ég er kannski heigull og kjánalega varfærinn en mér datt í hug að þér þætti áhuga- vert að heyra um þetta og segia mér álit þitt.“ Fen kinkaði kolli: „Jú, endilega, en frásögn þín hefur óneitanlega verið brotakennd og þar af leiðandi er mér alls ekki ljóst hvað gerðist.“ Elding lýsti upp þröngt herbergið og í þetta skipti þurfti ekki að bíða lengi eftir þrumunni. Það var að skella á suð- vestanátt. Það var farið að bæta í vind og nokkrir regndropar skullu á rúðun- um. Humbleby teygði sig og lokaði glugganum. Hann settist aftur við skrif- borðið. Hitinn hafði borið eðlislæga snyrtimennsku hans ofurliði og hann þurrkaði svitadropa af enninu um leið og hann hlunkaðist ofan í skrifborðs- stólinn. „Þetta snýst sem sé allt saman um stúlku sem heitir Eva Crandall,“ sagði hann. „Hún er tuttugu og fjögurra ára, með brúnt hár og ber sig eins og sýning- arstúlka. Hún leigir litla íbúð með annarri stúlku í Nottingham Place. Hún á forríkan frænda sem heitir Maurice Crandall og er einkaerfingi hans. Hún á annan frænda, það er villidýraveiði- maðurinn Philip Bowyer og það er hann sem bíður þessa stundina hérna á neðri hæðinni ásamt konu sinni, Hilary. Þriðji frændinn er svo James Crandall, hann kennir við barnaskólann í Twelford og er einhvers konar fræðimaður.“ „James Crandall! Þegar ég var við nám var einhver James Crandall á sama tíma i Magdalen, afskaplega samviskusamur og hrútleiðinlegur náungi sem stamaði og gekk með þykk gleraugu. Mér virtist hann vera einn af þessu ólánsömu mönnum sem aldrei verður neitt úr, al- veg sama hversu hart það leggur að sér. Það væri rökrétt að hann kenndi við barnaskóla tuttugu árum síðar.“ „Þetta gæti svo sannarlega verið sami maðurinn. Hann ber gleraugu og er af- skaplega ólánlegur, hitt þekki ég ekki af eigin reynslu,“ svaraði Humbleby og það var biturleiki í röddinni. „Hvernig sem það nú er þá er staðan sú að ef Eva deyr á undan Maurice Crandall þá skipta þeir James og Philip með sér arf- inum. Ef hins vegar bæði Eva og James deyja þá gengur féð óskert til Bowyers. Svo ég tali nú tæpitungulaust þá hefur James barnakennari ástæðu til að vilja Evu feiga og Bowyer hjónin ástæðu til að vilja bæði Evu og James feig. Er þetta ljóst? Nú, Maurice frændi er mað banvænan lungnasjúkdóm, hann gæti tórt í tvo mánuði en hann gæti líka gefið upp öndina á morgun. Hvernig svo sem það er þá er honum farið rétt eins og okkur hinum að hann hefur engan áhuga á því að deyja innan um ókunnuga á sjúkrahúsi. Hann fór því fram á það við Hilary og Philip Bowyer að þau leyfðu 52 VI KAN 14. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.