Vikan


Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 34
Guðný Ragnarsdóttir er 24 ára leikkona sem útskrifaðist úr leiklistarskóla í Bristol á Englandi síðastliðið vor. Þjóðin þekkir hana úr fyrstu íslensku kvikmynd- inni sem gerð var eftir að kvikmyndaiðn- aður hófst til vegs og virðingar á Islandi. Það er kvikmyndin Land og synir eftir Agúst Guðmundsson sem gerð var eftir bók Indriða G. Þorsteinssonar. Iþeirri mynd lék Guðný eitt aðalhlutverkið, hlut- verk Margrétar, á móti Sigurði Sigur- jónssyni. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í lífi hennar og nú í vetur var hún til dœm- is einn af umsjónarmönnum menningar- þáttarins Geisla ísjónvarpinu. Iþessu Vikuviðtali segir Guðný frá sjálfri sér og hvernigþað erfyrir unga leikkonu að komast áfram í heimiþeirrar listar sem hún hefur menntað sig í. Guðný kom til dyranna með hálfgerðri sveiflu þannig að rauða hárið flygsaðist. Rauða hárið er tilkomið vegna hlutverks Guðnýjar í leikriti Þjóðleikhússins, Yerrnu. Hún býr hjá móður sinni og var háifsakbitin yfir því að ég hefði átt erfitt með að finna húsið. Ég kvað svo ekki vera og Guðný and- aði léttar og bauð upp á Expresso sem hún sagði að væri eina kaffið sem hún kynni að laga. „Leiklistaráhuginn kom þegar ég var íjögurra ára. Ég man vel eftir því en samt var þ'að enginn sérstakur atburður sem olli því. Eg bara akvað þetta allt í einuf' sagði Guðný þegar hún var þúin að koma sér fyrir í sófan- um eftir að hafa hellt kaffinu í bolla. „Ég fór á námskeið í látbragðsleik þegar ég var sjö ára gömul en það var haldið í Miðbæjarskól- anum, að mig minnir. Samt var ég aldrei mjög virk í leiklistarlífi í skóla, sennilega fyrir það hversu feimin ég var og er.“ Bjó í Frakklandi í tvö ár Móðir Guðnýjar er Björg Þorsteinsdóttir myndlistarmaður og þegar Guðný var átta ára gomul hélt hún til Frakklands með móð- ur sinni og dvöldust þær þar í tvö ár. „Það var svolítið erfitt fyrir mig fyrst, meðan ég var að venjast nýju umhverfi og nýjum skóla, en ég var fljót að komast inn i málið og leið mjög vel í Frakklandi. Mér fannst eiginlega meira sjokk að koma heim aftur. Sérstaklega var það í sambandi við skólann. Mér fannst ríkja svo mikið agaleysi þar og eiginlega fund- ust mér allir krakkar vera villingar," segir Guðný og hlær við. „Einnig hafði ég vanist því að hafa samfelldan skóladag." Þegar Guðný var átján ára skildu foreldrar hennar, en faðir hennar er Ragnar Árnason mælingaverkfræðingur. Guðný bjó áfram hjá móður sinni en hélt áfram að bæta við mála- kunnáttu sína því fimmtán ára för hún til Englands sumarlangt í enskuskóla og síðan fór hún til Berlínar er hún var nítján ára, bæði til að vinna og læra þýskuna. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum og átt auðvelt með að læra þau. Annars þyrfti ég að fara aftur til Frakklands og rilja upp frönskukunnáttuna því orðaforði minn í frönsku ereins ogellefu ára barns," segir hún. Lék í kvikmynd Eftir skyldunám fór Guðný í menntaskól- ann við Hamrahlíð. Sumarið eftir kom dálítið óvænt upp á. Hún var beðin um að leika í kvikmynd. Þetta var fyrsta íslenska kvik- myndin sem tekin var eftir að íslensk kvik- myndagerð hófst fyrir alvöru. Hvernig bar það að? „Ég var að vinna í Utvegsbankanum á Lækjartorgi þetta sumar og um verslunar- mannahelgina, þegar ég var að bíða eftir strætó á torginu. kom aðstoðarleikstjórinn, Ingibjörg Briem, til mín og spurði hvort ég vildi koma í próf út af smáhlutverki í kvik- mynd. Ég sagðist nú vera að fara úr bænum en sagðist samt ætla gera þetta. Eftir að ég var komin heim hringdi Ágúst i mig og spurði hvort þau mættu koma og láta mig lesa texta fyrir þau. Það var allt í lagi og þegar það var afstaðið fór ég bara út úr bænum og gleymdi þessari mynd. Eftir helgina, þegar ég kom heim, höfðu þau rætt við mömtnu og kom þá í ljós að hlutverkið í myndinni var miklu stærra en þau höfðu látið i veðri vaka. Tökur voru byrjaðar á myndinni fyrir norðan, í Svarfaðardal, og þess vegna hal’ði ég ekki langan umhugsunarfrest. Eftir nokkurra daga umhugsun ákvað ég að taka ekki tilboðinu og hringdi norður en þá vildi Ágúst að ég kæmi og skoðaði mig um. Ég fór norður og var þá prófuð enn frekar og ég lét tilleiðast. Ég hefði samt aldrei gert það nema af þvi að ég var búin að ákveða að verða leikkona." Var það á cinhvcrn hátt óþægilegt fyrir 34 VIKAN 24. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.