Vikan


Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 54
Maðurinn sem kunni vel við hunda 9 Það var að verða áliðið og Ijósin voru að slokkna hér og þar í stóru skrifstofubygging- ununt hinum rnegin við götuna. Ég hafði verið í skrifstofu Fulwiders allt síðdegið. Ég hafði sagt sögu niína tuttugu sinnum, allt satt og rétt - það sem ég á annað borð sagði. Lögreglumenn höfðu ætt inn og út, skot- vopnasérfræðingar, fingrafarasérfræðingar. upptökumenn, fréttamenn, hálfur tugur borg- arstarfsmanna og jafnvel fréttaritari frá AP. Fréttaritarinn varekkert hrifinn af fjölfölduðu upplýsingunum sem honum höfðu verið réttar og sagði það. Feiti lögreglustjórinn var sveittur og tor- trygginn. Hann hafði farið úr skyrtunni og hann var svartur undir höndunum og rauða hárið á honum var hrokkið eins og það hefði sviðnað lítillega. Af því hann vissi ekki hvað ég vissi mikið eða lítið þorði hann ekki að gefa mér vísbendingar. Allt og sumt sem hann gat gert var að öskra á mig og væla utan í mér til skiptis og gefa mér drykk á milli. Ég var að verða fullur og kunni því vel. - Sagði enginn neitt, yfirleitt! vældi hann í mé_r í hundraðasta skipti. Ég tók annan sopa, velti hendinni fyrir mér og leit sauðarlega út. - Ekki orð, lögreglu- stjóri, sagði ég álkulega. - Ég myndi sko segja þér. Þau dóu öll of snöggt. Hann tók um kjálkann á sér og kreisti. - Voða fyndið, sagði hann svekktur. - Fjórir dauðir á gólfinu og þú ekki einu sinni með skrámu. - Ég var sá eini, sagði ég, sem lagðist flatur á gólfið á meðan ég var enn i fullu fjöri. Hann tók í hægra eyrað á sér og hamaðist í því. - Þú hefur verið hér í þrjá daga og á meðan hafa verið unnin fleiri glæpaverk en síðastliðin þrjú ár áður en þú komst. Það er ekki mannlegt. Ég hlýt að vera með martröð. - Þú getur ekki áfellst mig, lögreglustjóri, sagði ég óánægður. - Ég kom hingað til að leita að stúlku. Ég er enn að leita að henni. Ég sagði ekki Dýrlingnum og systur hans að leynast í þínum bæ. Þegar ég hafði uppi á honum gaf ég þér upplýsingar um hann, þó þínir eigin lögregluþjónar gerðu það ekki. Þeir skutu Sundstrand lækni áður en hann gat gefið upplýsingar. Ég hef ennþá ekki hug- mynd unt hvers vegna þessi gervihjúkka var sett þarna. - Né heldur ég, hrópaði Fulwider. - En starfið mitt er orðið í meira lagi götótt því möguleikarnir, sem ég á til að komast út úr þessu, eru þannig að ég gæti alveg eins farið út _að fiska núna. Ég fékk mér drykk í viðbót og hikstaði glað- lega. - Segðu það ekki, lögreglustjóri. bað ég. - Þú hreinsaðir einu sinni til í bænum og þú getur gert það aftur. Þetta var bara bölvað klúður sem tók óheppilega stefnu. Hann snerist á hæli í skrifstofunni og reyndi að gera holu í gaflvegginn, síðan skellti hann sér aftur í sætið sitt. Hann leit villimannlega á mig, fálmaði til viskíflöskunnar en snerti hana svo ekki - eins og viskíið gerði meira gagn í mínum maga. - Ég skal semja við þig, sagði hann. Þú drífur þig aftur til San Angelo og ég skal gleyma því að það var þín byssa sem kálaði Sundstrand. - Þetta er ekki fallega sagt við mann sem er að reyna að vinna fyrir sér, lögreglufor- ingi. Þú veist hvernig það atvikaðist að þetta var mín byssa. Hann varð aftur grár í framan, andartak. Hann mældi mig út, það er að segja kistu- stærðina. Andartakið leið hjá, hann barði í borðið og sagði hjartanlega: Þú hefur rétt fyrir þér, Carmady. Ég gæti ekki gert það, eða hvað? Þú verður samt að finna þessa stúlku, er það ekki? Allt í lagi, þá skaltu fara aftur á hótelið og hvila þig svolitið. Ég skal vinna í málinu í kvöld og hitti þig svo í fyrramálið. Ég fékk mér aftur smádrykk, sem var allt og sumt sem eftir var í flöskunni. Mér leið vel. Ég tók tvisvar i höndina á honum og staulaðist út úrskrifstofunni hans. Flöss leiftr- uðu um allan ganginn. Ég fór niður tröppurnar á ráðhúsinu og meðfram bílskýli lögreglunnar. Blái Chrysl- erinn minn var kominn aftur heim. Ég hætti að vera fullur ogfór niður hliðarstræti að sjón- um, gekk meðfram hvitunt, steyptum vegg áleiðis að tveim skemmtibryggjum og Grand hóteli. Það var farið að skyggja. Ljósin á bryggjun- um kviknuðu. Ljósin á möstrunum á litlu snekkjunum, sem lágu fyrir akkerum í höfn- inni, voru tendruð. A hvítum steikhússtandi var maður að stinga borgara með gaffli og drundi: Farið að verða svöng. Ágætar pyls- ur hér. Farið að verða svöng. Ég kveikti mér í sígarettu og stóð þarna og leit út á sjóinn. Mjög skyndilega birtust Ijós á stóru skipi langt i burtu. Ég horfði á þau en þau hreyfðust ekki. Ég fór yfir til pylsusalans. - Liggur það við akkeri? spurði ég og benti á skipið. Hann leit í kringunt sig og fitjaði upp á nefið með fyrirlitningu. - Fjandakornið. þetta er fljótandi spilavíti. Það er kallað „Ferðin til einskis" vegna þess að það fer ekki neitt. Ef Tangó er ekki nógu svæsið fyrir þig ættirðu að reyna þetta. Já, herra minn, þetta er það góða skip Monte- cito. Hvernig væri að fá sér indælis heita pylsu? Ég setti hundraðkall á borðið hjá honum. - Fáðu þér sjálfur, sagði ég rólega. Hvaðan fara leigubílarnir? Ég var ekki með neina byssu svo ég fór aftur á hótelið mitt til að ná í varabyssuna mína. Díaná' hafði á dauðastundinni sagt „Monty". Kannski hafði hún ekki lifað nógu lengi til að segja Monecito. Á hótelinu lagði ég mig og sofnaði eins og mér hefði verið gefið svefnlyf. Klukkan var átta þegar ég vaknaði og ég var svangur. Ég var éltur frá hótelinu, en ekki langt. Auðvitað gat glæpalaus, lítil borg ekki haft nógu mikið af glæpum til að þjálfa upp menn sem stóðust einkaspæjurum snúning. 10 Þetta var löng ferð fyrir fjörutíu sent. Leigu- báturinn var ganiall hraðbátur, skrautlaus. Hann renndi sér milli snekkjanna sem lágu við akkeri og mynduðu hring í höfninni. Við lentum í undiröldu. Allur félagsskapurinn, sem ég hafði fyrir utan hörkulegan borgarann við stýrið, voru tvö bjálfalega ástfangin pör sem höfðu i nógu að snúast um leið og myrkr- ið færðist yfir. Ég starði til baka, á Ijósin i borginni. og reyndi að halda kvöldmatnum niðri án þess að rembast um of. Fyrst voru ljósin eins og tindrandi demantar, svo runnu þau saman og urðu eins og armband úr eðalsteinum í sýningarglugga næturinnar. Síðan urðu þau að mjúkleitri, rauðgulri móðu yfir öldunni. Báturinn klauf ósýnilega ölduna og skoppaði eins ogbrimbretti. Það lá köld þoka í loftinu. Kýraugun á Montecito urðu stærri og leigu- báturinn tók stóran sveig, stillti sér upp þannig að hann myndaði 45 gráða horn við skipið og renndi sér nettlega upp að vel upplýstum palli. Vélin hægði á sér og hljóðið dó út í þokunni. Skáeygður strákur í þröngum, bláum messajakka og með bófalegan munnsvip rétti stúlkunum höndina og hjálpaði þeim um borð, leit rannsakandi á fylgdarmenn þeirra og leyfði þeim svo að fara upp. Augnaráðið, sem hann sendi mér. sagði mér sitthvað um hann. Hvernig hann þreif i byssubeltið mitt sagði mér enn meira. - Nix. sagði hann blíðlega. - Nix. Hann yggldi sig framan i leigubátsstjórann. Leigubátsstjórinn fitjaði upp á nefið, sneri stýrinu örlítið og steig upp á pallinn. Hann tók sér stöðu fyrir aftan mig. Nix, malaði sá í messajakkanum. - Eng- arsvona hérum borð. herra minn. Því miður. Hluti af fötunum mínum. sagði ég. - Ég er einkaleynilögreglumaður. Ég skal láta skrá hana. 54 VIKAN 24. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.