Vikan


Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 55
Því miður, vinur. Það er engin skráning á byssum. Farðu af stað. Leigubátsstjórinn setti hnefann undir hægri handlegginn á mér. Ég yppti öxlum. Aftur í bátinn. sagði leigubátsstjórinn fyrir aftan mig. - Ég skulda þér fjörutíu sent. herra minn. Komdu nú. Ég fór aftur í bátinn. Ókei, hreytti ég út úr mér við messajakk- ann. - Ef þú vilt ekki peningana rnína þá viltu þá ekki. Þetta er hábölvuð meðferð á gesti. Þetta er... Það seinasta sem ég sá til hans var stinra- mjúkt, þögult bros í þann mundsem leigubát- urinn hentist af stað til baka. Ég þoldi ekki að skilja þetta bros eftir. Leiðin til baka virtist lengri. Ég talaði ekki við leigubátsstjórann og hann talaði ekki við mig. Þegar ég steig á flotbryggjuna, er við komum til hafnar, sagði hann hæðnislega við mig: Þú ættir að koma eitthvert annað kvöld þegar við erum ekki svona uppteknir. snuðr- ari. Hálfur tugur gesta beið eftir fari og allir gláptu á mig. Ég fór fram hjá þeim, fram hjá dyrunum á biðstöðinni á bryggjunni áleiðis að stiganum sem lá upp á land. Stór, rauðhærður harðjaxl i skítugri peysu, tjörguðum buxum og slitnum, bláum jakka kom l'rá brautarteinunum og gaf sig að mér af hendingu. Ég nam staðar og fékk mér sæti. Hann sagði i lágum hljóðum: I Ivað er að, spæjó? Engin froða á Ijanda- fleylunni? Þarf ég að segja þér það? Ég get hluslað. Hver ert þú? Kallaöu mig bara Rauð. Látum það gott heita, Rauður. Ég á ann- ríkt. ' j I lann brosti tregafullur, snerli vinstri síouna á mér. Byssan bungar dálítiö undir svona sumarfötum. sagöi hann. Viltu fara um borö? Það er hægt, ef þú kemur með ástæðu. Ilvað koslar ástæðan? spurði ég. Fimmtíu dollara tíu í viðbót efþíi setur blóö i bálinn minn. Eg lagði aftur af slaö. Tuttugu og fimm úl. sagði hann skjólmællur. Kannski get- uröu lengið lar með vinum þínum til baka, ha? Éggekk Ijögur skref áleiðis IVá honum áðtir en ég sneri mér viö lil hálfs og sagöi: Sam- þykkl. og hélt áfram. Elst á stórri skemmtibryggju var glitrandi skemmlisalur troðfullur nú þegar þó klukkan væri ekki orðin margt. Eg fór inn í hann, hallaði mér að veggnum og horfði á þegar ral'knúna spilahjóliö snerist og kastaði upp nokkrum tölum, horfði á spilara hússins sem vissi hvað klukkan sló og gaf merki undir leljarann meö hnénu. Stórfelld viðskipti fóru fram við hliðina á mér og ég fann tjörulykt. Mild og djúp rödd sagði raunalega: - Vantar hjálp þarna? - Ég er að leita að stíilku en ég skal leita einn. Hvað starfar þú? Ég leit ekki á hann. - Ég fæ dollar hér og þar. Ég vil geta borð- að._ Ég var í löggunni, rekinn þaðan. Ég kunni því vel að hann sagði mér þetta. Þú hlýtur að hafa verið með þitt á þurru, sagði ég og horfði á spilara hússins lauma spili til samsærismannsins með þumalinn yfir ákveðnum punkti sem sýndi að það var fals- spil og hann síðan taka spilið upp með þumalfíngurinn yfir sama bletti. Hann rétti spilið þannig upp. Ég fann að Rauður brosti. - Ég sé að þú hefur verið á ferðinni í litlu borginni okkar. Hér skal ég segja þér hvernig við förum að. Ég er með bát sem er með neðansjávar- göngum. Ég veit um stað þar sem hægt er að ferma hann og afferma. Ég fer af og til með farm til náunga um borð. Það eru ekki marg- ir á ferli neðan þilja. Hentar það þér? Ég náði í veskið mitt og lét hann t'á tuttugu og fimm dollara úr því. Hann setti þá í vas- ann á tjörubornu buxunum. Rauður þakkaði lágmæltur fyrir og gekk burt. Ég leyfði honum að fara aðeins á undan mér og fór svo á eftir honum. Það var auð- velt að elta svona hávaxinn mann, jafnvel í mannljölda. Við fórum framhjá bátabryggjunni og ann- arri skemmtibryggju og handan við hana fór Ijósunum fækkandi og manntjöldinn gisnaði og varð að engu. Stutt, svört bryggja skagaði út í vatnið og bátar lónuðu allt um kring. Minn maður sneri sér að henni. Hann nam staðar næstum úti á enda, efst í tréstiga. Ég kem með bátinn hingað að, sagði hann. Ég verö að gera hávaða þegar ég er aö hita vélina. Heyröu mig. sagði ég ákafur. Ég þarf aö hringja í mann. Ég gleymdi því. Þaö er hægt. Komdu. Hann l'ór á undan mér lengra út á bryggj- una, það hringlaði í lyklttm á kippu og hann opnaöi hengilás. Hann opnaði smálúgu. tók út síma og hlustaði i hann. Hann er enn í lagi. sagði hann og hló við. Það hljóta einhverjir bófar að eiga hann. Gleymdu ekki að skella lásnum aftur þegar þú ert búinn. Hann fór hljóðlega burt og hvarf í myrkr- ið. I tíu minútur hlustaði ég á vatnið lemja bryggjustölpana og af og til heyrðist máva- garg í myrkrinu. Lengra burtu heyrðist vél ræst og hún mallaði í nokkrar mínútur. Svo hætti hávaöinn skyndilega. Nokkrar mínútur í viðbót liöu. Dynkur heyrðist neðst í stigan- um og kallað var til mín lágum rómi. Allt klárt. Ég flýtti mér að símanum, hringdi í númer og bað um Fulwider lögreglustjóra. Hann var farinn. Ég hringdi í annað númer, kona kom í símann. Ég spurði um lögreglustjóra. sagði að þetta væri í höfuðstöðvunum. Ég beið aftur. Svo heyrði ég rödd feita lög- reglustjórans. Hann virtist vera með fullan munninn af bökuðuni kartöflum. - Já? Getur maður ekki einu sinni fengið að borða? Hver er þetta? - Carmady. lögreglustjóri. Dýrlingurinn er um borð í Montecito. Synd að það skuli ekki vera í þínu umdæmi. Hann fór að öskra eins og óður maður. Ég lagði á. setti símann aftur í sinkbryddaðan kassann og skellti í lás. Ég fór niður stigann til Rauðs. Stóri. svarti hraðbáturinn hans maraði í olíumenguðum sjónum. Það var ekkert hljóð að heyra úr vélinni nema smáloftbólur sem kotnu upp með hliðinni. Borgarljósin urðu aftur að gulu mistri lágt yfir svörtu vatninu og aftur urðu kýraugun á skipinu góða. Montecito, stór og upplýst úti á hafinu. 11 Það voru engar flóðlýsingar á þeirri hlið skipsins sem sneri að úthafinu. Rauður hægði á bátnum niður í hálfa ferð og síðan enga og tók sveig að fitugum, slitnum skutnum, eins örugglega og dyravörður í anddyri hótels. Tvöföld járnhurð sveiflaðist hátt fyrir ofan okkur. Dyrnar voru aðeins opnar vegna keðju sem lá frá hurðunum og niður í sjó. Hrað- báturinn lagðist upp að stálplötunum á Montecito og svolítill sjór kom í botninn á honum. Skugginn af stóra fyrrverandi lög- regluþjóninum reis yfír mig. Hlykkjótt reipi dinglaði í myrkinu, greip einhverja festu og skall aftur i bátinn. Rauður togaði fast, sneri kringum eitthvað á vélarhlífinni. Hann sagði lágt: - Skipið er svo hátt í sjón- um að það er eins og það hafi komist í hindrunarstökk. Við verðum að klifra upp plöturnar. Ég leit á stýrið og hélt stefninu á bátnum upp að sleipum skipsskrokknum. Rauður náði taki á járnstiga sem lá upp skipsskrokk- inn, hóf sig upp í myrkrið, stynjandi. Striga- skórnir voru sleipir á málmþrepunum. Eftir smástund heyrðist ískur þarna uppi og dauft, gulleitt Ijós barst út í þokuna. Útlín- ur á stórum dyrum birtust og rauða hausinn á Rauð bar í Ijósið. Framhald í næsta blaði. 24. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.