Vikan


Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 6

Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 6
Spánskir hermenn á hersýningu: Geta þeir tekið við hernaðarhlutverki Bandaríkjanna í sólarparadísinni. Spánn/Bandaríkin Djúpstæður ágreiningur um herstöðvar Langvarandi deilur á milli Spánar og Bandaríkjanna um framtíð bandarískra her- stöðva á Spáni, eru nú á loka- stigi. Spánska utanríkisráðu- neytið tilkynnti í síðustu viku, að löndin hafi komið sér saman um að hafa þá sjö- undu og jafhframt loka- samningslotuna um framtíð herstöðvanna í næstu viku, þ.e. dagana 5. og 6. nóv Fyrirhuguðum fundum land- anna í síðustu viku, var frestað, vegna erfiðleika með að ákveða „dagsetningu og fundardag- skrá,“ eins og það var kallað í opinberri yfirlýsingu Spánar- stjórnar. Stjórnarerindrekar halda því hins vegar fram að raunverulega orsökin fyrir ffest- uninni sé djúpstæður ágreining- ur þessara tveggja NATO landa um hvað verða á um bandarísku herstöðvarnar á Spáni. Ef löndin ná ekki samkomu- lagi um framtíð herstöðvanna fyrir 14. nóvember, getur svo farið að stöðvarnar verði lagðar niður. Bandaríkin og Spánn hafa gert sex formlegar tilraunir til að ná samkomulagi um málið, síðan í júlí í fyrra, en án nokkurs sýni- legs árangurs. Stjórnmála- skýrendur segja að um sé að kenna þrjósku og litlum sveigj- anleika beggja aðila. Spánverjar krefjast m.a. að Bandaríkjamenn fjarlægi 72 orrustuþotur af gerð- inni F-16, frá Torrejon herstöð Bandaríkjanmanna í nágrenni Madrid, og að jafhframt verði fækkað verulega í bandaríska herliðinu á Spáni. Bandaríkin hafa vísað þessum kröfúm á bug nema með því skilyrði, að spánski herinn — undir stjórn NATO — yfirtaki að hluta, hernaðarlegar skuldbind- ingar Bandaríkjamanna á þessu svæði. Torrejon herstöðin er ein fjögurra herstöðva, sem Banda- ríkjamenn hafa á Spáni sam- kvæmt tvíhliða samningi ríkj- anna frá 1953. Bandaríkin hafa greitt umtalsverða leigu fyrir aðstöðuna á Spáni, en sam- kvæmt samningnum mega þau einnig hafa 12.500 manna her- lið í landinu. Felipe Gonzalez forstætisráð- herra Spánar lofaði í mars í fyrra, þegar hann barðist fyrir áframhaldandi veru Spánar í NATO fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, að hann myndi sjá til þess, að dregið yrði verulega úr bandarískum hern- aðarumsvifúm á Spáni. Spánskir embættismenn segja því nú, að ef spánska stjórnin samþykki einhverja málamiðlun í her- stöðvamálinu, verði það bana- biti stjórnar sósíalista, sem býr nú þegar við ört minnkandi vin- sældir heima fyrir. Herstöðvasamningur Banda- rtkjanna og Spánar rennur út í maí á næsta ári og Spánverjar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki framlengja samningin nema viðunandi lausn náist á á- greiningsmálunum. Spánar- stjórn verður að tilkynna Banda- ríkju.ium formlega um lokum herstöðvanna, ef af verður, hálfu ári áður en samningurinn renn- ur út. Pess vegna er afgerandi að samkomulag liggi fyrir, þann 14. nóvember næstkomandi. Spánverjar hafa keypt nokk- urt magn af nýjum F-18 orrustu- þotum frá Bandaríkjunum, sem þeir segja að geti tekið við hlut- verki bandarísku F-l6 þotanna. Þessu vísa Bandaríkjamenn á bug, þar sem Spánverjar hafa ekki viljað setja heri sína undir yfirstjórn NATO. Spánska stjórnin lýsti því yfir fýrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári, að hún myndi ekki taka þátt í sameiginlegri hernað- arstjórn NATO-ríkjanna, en nú virðast spönsk stjórnvöld hins vegar ætla að laumast undir þessa yfirstjórn bakdyramegin, án þess að hægt sé að ásaka þau fyrir svik á kosningaloforðum. í lok september lýsti spánska stjórnin yfir áhuga sínum á að taka meiri þátt í vestrænu varn- arsamstarfi, með að óska eftir þátttöku í heræfingum sameig- inlegs evrópsk herafla, sem verður undir yfirstjórn sérstaks herráðs, sem hefúr verið sett á stofú innan ramma vestur-evr- ópska ríkjasambandins. Regner Hansen 6 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.