Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 42
Næringar- og bætiefni Fátt skiptir flest fólk meira máli í útliti þess, en hárið. Til þess að vita hvernig best er að hirða hárið er hins vegar mikilvægt að vita eitthvað um uppbyggingu þess. Hárstráið er náttúru- legt tefjaefni, sem verður fyrir áhrifum af hvers kyns meðhöndlun. Litanir og permanent í stórum stíl setja að sjálfsögðu sín spor á hárið, en utanaðkomandi áhrif, eins og sólarljós, vindar og mengun úr andrúmsloftinu, eiga ekki minni þátt í daglegu sliti hársins. Hárið og gerð þess Góðir hárlitir og permanent innihalda næringarefni, sem virka uppbyggjandi á hárstráið þannig að þrátt fyrir slíkan efna- fræðilegar meðhöndlanir, helst hárið heilbrigt eftir sem áður. Hárstráið er einstaklega sterkt náttúrulegt trefjaefhi, sem samanstendur af 97% horn- lagi og fituupplausn sem límir hina ýmsu hornefhishluta í hár- stráinu saman. Heilbrigt hárstrá er ótrúiega teygjanlegt. Hægt er að teygja það allt að 20-30%, án þess að það slitni og það getur borið allt að 100 gramma þyngd. Innst er svokallaður mergur, utan um hann er hornlag, sem kallast börkur. í berkinum situr litarefhið „sem gefur hárinu lit. Það eru örsmá litarkorn, svört, brún, rauð og gul. Allir háralitir eru blanda þessara fjögurra litarefna, sem við sjáum gjarnan þegar sólin skin á hárið eða þeg- ar hárið hefur verið aflitað og fær á sig annaðhvort gulleitar eða rauðleitan blæ. Utan um börkinn liggja flétt- aðir strengir, sem gefa hárinu styrk og teygjanleika. Yst er hárstráið þakið litlum flögum, sem leggjast hver yfir aðra þær verja hárið og gera það slétt. Þegar flögurnar liggja niðri, helst hárið glansandi, vegna þess að slétt hár endur- kastar ljósnu. Standi flögurnar hins vegar út í loftið, er hárið matt, rytjulegt og oft ullarkennt. Ennfremur er það óskaplega viðkvæmt, því í þessu ástandi opnast greið leið inn í hárstráið, sem veldur eyðileggingu vegna ofþurrkunar. Fituupplausnin, sem „límir“ hina ýmsu horn- efhishluta saman minnkar og af- leiðingin verður sú að hárið slitnar og hárendarnir verða því klofnir. Það er því eitt af lykil- atriðum varðandi umhirðu hárs- ins að koma í veg fyrir að það of- þorni. Næringar og önnur bætiefni „Creme rinse“, ver hárið sliti og gefur því glans, með því að leggja litlu flögurnar yst á hár- stráinu niður og myndar þannig slétta áferð. „Balsam" inniheldur fleiri næringarefni, ýmis eggjahvítu- efhi, sem svipar til samsetningar hornlagsins. Næringin eimir saman göt á strengjunum, sem sitja utan á berkinum og hárið endurheimtir þannig sinn eðli- lega teygjanleika eftir ofþurrk- un. „BaJsam" sléttir einnig hár- stráið á sama hátt og „creme rinse“. Djúpnæringar virka svipað og „balsam". Þær byggja fljótt upp illa farið og sltið hár, svo það styrkist á ný. Sumar tegundir eru sérstaklega gerðar fyrir hársvörðinn og þá til að koma annað hvort í veg fyrir að hár- svörðurinn ofþorni eða þá fitni of mikið. Hárfroða, hárgel, blásturs- og lagningarvökvar, leggja vernd- andi himnur utan um hvert hárstrá. Öll þessi efni innihalda raka sem bæta hárinu upp það vökvatap, sem það verður fýrir þegar það er þurrkað t.d. með hárblásara. Hárið heldur því teygjanleika sínum eftir sem áður. Einnig vernda þessi efni hárið gegn sliti af völdum hárbursta og annarra verkfæra, sem notuð eru í hársnyrtingu. Hárgæði ganga í erfðir Það eru meðfæddir litningar sem segja til um gæði hársins. Slétt eða krullað, gróft eða fínt allt ræðst þetta af erfðalitning- um. Gæði hársiris haldast yflr- leitt nokkurn veginn hin sömu alla ævi, þótt ákveðnir þættir eins og veikindi, lyfjanotkun, streita og hormónabreytingar, segi að sjálfsögðu til sín. Ástand hársins, breytist þó oft á ævinni. Feitt hár er t.d. mjög algengt á unglingsaldri, en breytist yfirleitt er ffá líður. Með aldrinum minnkar fram- leiðsla fitukirtlanna í hársverð- inum, sem leiðir af sér, þurran hársvörð. Þetta vandamál má leysa með þar til gerðum djúp- næringum. Til eru ótal tegundir efha, til þess að hana og styrkja hárið. Það er bara spurning um hvað hentar hverjum og einum. 42 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 42. Tölublað (29.10.1987)
https://timarit.is/issue/299805

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. Tölublað (29.10.1987)

Aðgerðir: