Vikan


Vikan - 29.10.1987, Page 12

Vikan - 29.10.1987, Page 12
Ókyrrð á stjórnar- heimilinu ■ Framsókn furöar sig á yfirlýsingu Jóhönnu ■ Kratar kvarta undan slakri verkstjórn Þorsteins ■ Þorsteinn óhress með yfirlýsingar í fjölmiölum Við afgreiðslu fjárlaga og húsnæðismálafrum- varpsins hefur borið á ósamkomulagi í stjórn- arbúðunum. Framsókn- armenn vilja kenna því um, að viðkomandi ráð- herrar hafi ekki borið einstaka liði þessara mála undir samráðherra sína og er hér um að kenna ókunnugleika hinna nýju ráðherra Al- þýðuflokksins í störfum sínum, að sögn valda- manna í Framsóknar- flokknum. Einstaka liðir, sem þörf er umræðu á, koma ekki upp á yfirborðið fyrr en viðkomandi plögg eru lögð á borðið og er slíkt mjög bagalegt í stjórnar- samstarfi s.br. yfirlýsingar Þor- steins um „yfirlýsingar í fjöl- miðlum". „Það sem þetta hefur eink- um í för með sér er að það fýk- ur í menn, þeir verða reiðir Jóhanna hótar afsögn. yfir því að vera ekki hafðir með í ráðum og einkum að þeir neyðast síðan til að taka afstöðu gegn atriðum, sem auðveldlega hefði mátt komast hjá með réttum vinnubrögð- um. Þetta veldur óþörfum samskiptaörðugleikum í stjórnarstarfinu," segir Fram- sóknartalsmaðurinn. Afstaða Framsóknarmanna til yfirlýsinga Jóhönnu um að hún segi af sér fái hún ekki sitt í gegn í húsnæðismálum er einföld. Framsókn finnst þessi yfirlýsing hreint óheyrileg í ljósi þess að ráðherrann hefúr aðeins setið í nokkrar vikur og þetta er hennar fýrsta mál og hún bar ekki ágreiningsmálin sérstaklega undir samráðherra sína. Hins vegar kvarta Alþýðu- flokksmenn yfir slakri verk- stjórn í ríkisstjórninni, þar sem Þorsteinn Pálsson gengur ekki nógu skörunglega til verks í að miðla málum á milli flokkanna, að sögn Alþýðuflokksmanna. Þorsteinn slakur stjórí? 12 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.