Vikan


Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 14

Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 14
LJÓSM.: PALL KJARTANSSON Staðfesting á gömlum grun „Brúðarmyndin", leikrit Guðmundar Steinssonar, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 16. október. Áður en verkið var tekið til æfinga í Þjóðleikhúsinu hafði það vakið athygli er- lendis. Hópur íslenskra leikara las það á leiklistar- þingi í Bandaríkjunum í fyrra, en þar var það valið til lestrar úr miklum fjölda að- sendra verka. Það var því nú, eins og oft áður, að eftir- vænting hafði gripið um sig meðal leikhúsunnenda — Guðmundur Steinsson hef- ur sérstætt lag á að draga upp myndir af nútímafólki þann- ig að maður hrekkur við; eða fær einhvers konar stað- festingu á gömlum grun. Eins og nafnið bendir til fjall- ar verkið um fólk í hjónabandi. í tilefni af brúðkaupsafmæli er verið að gera kvikmynd um fólk sem hefur verið lengi í vígðri sambúð. í fyrstu lætur fjölskyldan trufl- ast af kvikmyndavélinni og því sem henni fylgir. En smám sam- an veðrur væntanleg mynd hluti af daglegu lífl. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason fara með hlutverk hjónanna, þeirra sem eru í mið- punkti átakanna á sviðinu — þau eiga brúðkaupsafmæli í upphafi verksins. Mér er til efs að leikar- ar hafi nýlega sýnt þvílíkan snilldarleik og þessar stóru stjörnur Þjóðleikhússins gera í verki Guðmundar. Hlutverkin eru teiknuð skýrum dráttum af hálfú höfúndar, en raunar ákaf- lega fáum eins og hans er von og vísa; leikararnir og leikstjór- Krlstbjörg og Erlingur í hlutverkum sínum. inn verða að yrkja þessar per- sónur á eigin spýtur. í fyrri hluta „Brúðarmyndar- innar“ fjallar höfundur um ham- ingjuna. Og kemur í ljós að fólk- ið á sviðinu hefur enga hug- mynd um hvaðan hamingja þess er sprottin. Orð hafa takmark- aða merkingu í munni þess. í rauninni veit mannskapurinn ekkert í sinn haus, þekkir hvorki haus né sporð á sjálfúm sér. Guðný Ragnarsdóttir og Hall- dór Bjömsson (nýútskrifaður úr LÍ) leika hjónin á unga aldri. Leikmynd gerði Þómnn S. Þorgrímsdóttir. Stefán Bald- ursson er leikstjóri. Þegar manni líður illa Um miðbik verksins snýst lukka fjölskyldunnar á sviðinu við. Þá hefst óhamingjan — og eins og sviðsfígúrur Guðmund- ar hafi ekki hugmynd um hvers vegna þeim líður allt í einu illa. Eins og í fyrri hlutanum þegar ekki var hægt að útskýra ham- ingjuna eða vita hvaðan hún var sprottin, veit fólkið ekkert um eigin óhamingju. Guðmundur Steinsson tekur sitt fófk, sínar leikfígúrur öllu heldur, engum vettlingatökum. f „Brúðarmyndinni" er hann venju fremur vægðarlaus, skoð- ar fólkið eins og í smásjá, sýnir það sem næsta spaugilegar, brjóstumkennanlegar verur sem ekki geta tjáð sig nema í klisjum, ekki geta brugðist við neinu nema af gömlum vana. Sérhvert handbragð við þessa sýningu einkennist af ná- kvæmni, alúð og kunnáttu. - GG 14 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.